Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 14

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 14
og nú bjargaði það lífi eins þeirra, sem rann til á jakabrún er hann stökk og féll niður á milli jakanna, að félagar hans gátu dregið hann upp á vaðnum. Þeir komust allir heilir að landi aftur. Nú var ekkert hægt að gera til bjargar bát og skipi, ísinn lá þéttur yfir allt, hvergi vök eða rennu að sjá. Skipshöfnin beið átekta á Eyjum, tilbúin að leggja lífið í hættu til bjargar skipi og bát. Þann 27. apríl sjá menn að mikið rek kemur á ísinn út flóann, en ekkert var hægt að gera og hurfu þar með skip og bátur að fullu og öllu. „Og þó.“ Það voru þungbúnir menn, er héldu heimleiðis frá Eyjum þennan apríldag. Þann 23. maí rak íshroða aftur inn á flóann, en ekki voru skipin sjáanleg, þó vel væri svipast um eftir þeim. Síðla þetta sama vor leggur bátur úr lendingu á Hrófbergi. Þar er á ferð Stefán bóndi og er ferðinni heitið norður að Eyjum og skyldi báturinn, sem var fjögurra manna far, vera greiðsla til Loftar bónda fyrir bátinn, sem hann lánaði og fór með ísnum. Ekki er ólíklegt að Stefáni bónda hafi verið þungt í sinni er hann hóf þessa ferð, nokkrum vikum áður átti hann hákarlaskip og útróðrabát, en nú, er hann hefði afhent bátinn, átti hann enga fleytu. Á Hafnarhólmi við Steingrímsfjörð átti Stefán góða vini, hann lenti þar og fór heim til bæjar, þar sem honum var vel tekið og boðið til baðstofu að þiggja góðgerðir. Menn tóku tal saman og bárust umræður fljótlega að skipamissi Stefáns. Er menn höfðu rætt það nokkra stund kom húsfreyja inn með hressingu handa gestunum. Hún hlýðir á umræðurnar nokkra stund, en gengur þvínæst til Stefáns og segir: „Ég held þú ættir ekki að fara lengra með bátinn þinn Stefán minn, það verður ekki langt þar til þú fréttir af skipunum, sem fóru með ísnum, það er búið að bjarga þeim báðum óskemmdum.“ Allir viðstaddir horfðu undrandi á húsfreyjuna. Að lokum spyr Stefán. „Hvað áttu við, hvernig veist þú það?“ „Jú Stefán minn, ég veit það og það var allur farviður og öll veiðarfæri í skipinu nema legustjórinn, hvernig sem stendur á því, að hann vantar í skipið.“ Stefán var mjög hugsandi og þegir langa stund þar til hann segir: „Þetta er undarlegt, ég man 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.