Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 15
það núna, að þegar skipið varð fast í ísnum var stjórinn tekinn
úr því og hringaður upp á jakann, sem það var í skjóli við.“
Var nú gengið hart að húsfreyju, að skýra frá því hvernig hún
gæti vitað þetta. Hún kallar þá á 14 ára gamla dóttur sína, er
Guðrún hét og bað hana að segja frá. Guðrúnu litlu sagðist frá
eitthvað á þessa leið: ,,Það kemur oft fyrir, að ég sé eitt og
annað, sem ég veit að er að gerast einhversstaðar langt í burtu,
stundum er þetta ákaflega leiðinlegt, skip að farast, menn að
drukkna og fleira, sem er mjög óþægilegt að horfa á, en ég verð
að horfa á það hvort sem ég vil eða ekki. Ég sé líka oft
ýmislegt, sem gaman er að horfa á. Ég get ekkert ráðið við
þetta, þetta kemur fyrirvaralaust.
Éyrir nokkrum vikum sá ég tvo báta mannlausa á reki
skammt frá landi, annar var stór, hinn var minni, þeir voru
bundnir saman, ég sá allt sem var í bátunum,svo sáég þriðja
bátinn, í honum voru menn og voru þeir að róa honum í átt til
mannlausu bátanna og vissi ég að þeir ætluðu að bjarga
bátunum að landi. Ég hef engum sagt frá því sem ég sé nema
mömmu og ég hefði ekki sagt ykkur þetta nema af því að
mammasagði mérað geraþað.“ Frásögn Guðrúnar litlu var svo
iátlaus og sannfærandi aö enginn efaðist um að hún segði satt
og rétt frá.
Stefán ákvað að snúa aftur heimleiðis með bátinn og bíða
enn um stund ef fréttir kynnu að berast samkvæmt sýn
Guðrúnar litlu.
Nokkrum dögum seinna fékk Stefán bréf, þar sem honum er
tilkynnt að báðum bátunum hafi verið bjargað frá Höfnum á
Skaga og samkvæmt lýsingu á öllu viðkomandi þeim, voru
þeir í sama ástandi og Guðrún lýsti. I þeim var allt sem átti að
vera, nema legustjórinn.
Að lokum má geta þess að báturinn, sem Loftur lánaði, var
kallaður Halldórubátur. Þessi bátur var smíðaður upp norður
í Asparvík árið 1932 og sett í hann vél. Honum var haldið út
til fiskiróðra í nokkur ár.
Endalok hans urðu þau, að hann var notaður sem uppskip-
13