Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 16
unarbátur á Drangsnesi um og upp úr 1950, þar til hann varð
ósjófær og þar með var sögu hans lokið.
Sögn Jóns Ólafssonar.
Skráð af Gísla Konráðssyni.
Þennan vetur (1848) réru mörg hákarlaskip á Gjögri, sem
jafnan, þá ísar bönnuðu eigi. Var þá einn formanna, með
öðrum, Stefán bóndi á Hrófbergi, Stefánsson. Var þá einn
háseta hans, sá er Jón hét Ólafsson, Gunnlaugssonar, en móðir
Jóns var Þorbjörg, dóttir Ara hreppstjóra á Reykhólum. Var
bróðir Jóns Guðmundur á Skarði í Bjarnarfirði, er áður er
getið að væri einn háseti Bjarna Ásgeirssonar. Ingibjörg hét
kona Guðmundar, Einarsdóttir bónda á Víðivöllum í Staðar-
dal, Jónatanssonar. (aths. Ingibjörg var laundóttir Einars áður
en hann kvæntist. Seinni maður Ingibjargar var Jón Guð-
mundsson á Kaldrananesi). Þeir Jón og Guðmundur voru
hálfbræður Böðvars smiðs. Jón Ólafsson var frá Miðhúsum á
Reykjanesi, húskarl Ingimundar hreppstjóra Grímssonar.
Hann var vel í vexti og styrkur kallaður.
Stefán fór erinda sinna inn í Reykjarfjörð með háseta sína,
nema Jón, skyldi hann gæta búðar um daginn, sagði þó Jóni,
ef hann kæmi ei aftur um kvöldið, að vera þar ei einn að
nóttunni. Jón lést ei svo hræddur, að hann þyrði það eigi.
Stefán var jafnan stórorður, kallaði það óþarfa kvað þeim þó
allan þrótt skekinn, er digurmannlegast léti, ef eitthvað
ábjátaði. Stefán fór leiðar sinnar og kom ei aftur um kvöldið,
því að mótviðri var. Jón vildi þá sofa einn í búðinni um
nóttina.
Einar hinn halti frá Broddadalsá var þar formaður fyrir
Ásgeir alþingismann og bauð hann Jóni búðar-rúm hjá sér um
nóttina. Ei vildi Jón það og þóttist einn mega í búðinni sofa.
14