Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 20
Jóhann Hjaltason:
Norður á
Ströndum
Allan fjórða tug aldarinnar, og raunar að nokkru bæði fyrr
og síðar, varði ég töluverðum tíma til söfnunar og skráningar
örnefna í N-Isafjarðar- og Strandasýslum. Um kveikjuna að
áhuga mínum í því efni mun ekki rætt hér, enda er það önnur
og óskyld saga. Vegna fyrrnefndrar söfnunar var mér nauðsyn-
legt að fara í ýmis ferðalög, oftast á tveimur jafníljótum, þegar
tími gafst til, sem einkum var haust og vor. Á veturna gekk ég
svo frá hreinskrift á því, sem safnazt hafði.
Skráning örnefna er hreint ekki eins einfalt mál og margur
ef til vill hyggur. Gagnslítið, að ég ekki segi gagnslaust, er að
þylja nöfnin ein. Ef vel á að vera þarf jafnframt að gefa svo
greinagóða lýsingu á viðkomandi landsvæði, að ókunnugur
maður geti fundið nöfnin þar og rakið sig frá einu þeirra til
annars, samkvæmt örnefnaskránni. í vel frágenginni örnefna-
skrá er þó ekki allt þar með búið, því að nöfnin þarf að
tölusetja um leið og skráð eru, og að síðustu skrá þau í
stafrófsröð ásamt tölu þeirri, er hvert þeirra um sig hefur í
textanum.
Hér á eftir skal í stórum dráttum sagt frá einum degi
18