Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 23
teygðist úr veru minni yfir mat og drykk, og ýmiss konar tali
um menn og málefni auk örnefnanna.
Það mun því hafa verið komið fram undir miðaftan og
byrjað að skyggja, er Guðmundur skólastjóri gekk á leið með
mér upp á veginn yfir Naustvíkurskörð. Dimmt var yfir og
þykkt loft, en þurrt veður þá stundina. Gatan yfir skörðin var
glögg og skýr og gekk mér vel að fylgja henni, þótt leiðin væri
mér ókunn. Eg gekk hratt og hljóp oftast við fót, en samt sem
áður var nærfellt hálfrokkið er ég barði að dyrum í Naustvík.
Þar bjó þá Guðmundur Árnason og kona hans Steinunn
Guðmundsdóttir. I Naustvíkurbæ voru gestkomandi tvær eldri
konur, sem mér kom mjög á óvart að hitta að því sinni.
Það voru Nessysturnar, Ingibjörg og Guðrún Jónsdætur, er
ég báðar þekkti vel og þær mig frá unglingsárum mínum á
Kaldrananesi, þar sem foreldrar mínir höfðu búið um þriggja
ára skeið, 1912-1915. Þær systur höfðu nú misst menn sína
fyrir tiltölulega fáum árum, en voru hér í kynnisferð, áður en
fótur þeirra þyngdist um of til langra ferðalaga. Ég vissi, að
Guðmundur bóndi var allmiklu yngri en systurnar og einnig,
að forn kunnugleiki var þeirra allra í milli. Ef til vill hefur
Naustvíkurbóndi, á barns- og unglingsaldri, verið að einhverju
leyti á vegum íoðurbróður síns, Ólafs bónda Gunnlaugssonar,
þegar hann bjó á Kaldrananesi á yngri árum þeirra systra.
Er ég hafði notið gestbeina og rætt við bónda um örnefni
Naustvíkur og nálægra jarða, svona í stórum dráttum, þótti
mér bera vel í veiði að biðja Nessystur að rifja upp fyrir mér
örnefni Kaldrananess, sem ég mundi sjálfur að nokkru. Mér
var fullljóst, að rúmir tveir áratugir höfðu lagt þó nokkra hulu
yfir minni mitt í því efni, enda er landrými Kaldrananess
geysimikið. Mér var kunnugt um, að Nessystur voru fæddar
þar og aldar upp, og þeirra faðir á undan þeim, því bjóst ég
við að koma ekki að tómum kofum hjá þeim í upprifjun
örnefnanna á Nesi.
Ingibjörg sat aðallega fyrir svörum, og kom hún vitanlega
með fjölda nafna, sem ég hafði annað hvort aldrei heyrt eða
var búinn að gleyma.
Þegar lauk tali okkar var liðið á kvöld og komið rauðamyrk-
21