Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 23

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 23
teygðist úr veru minni yfir mat og drykk, og ýmiss konar tali um menn og málefni auk örnefnanna. Það mun því hafa verið komið fram undir miðaftan og byrjað að skyggja, er Guðmundur skólastjóri gekk á leið með mér upp á veginn yfir Naustvíkurskörð. Dimmt var yfir og þykkt loft, en þurrt veður þá stundina. Gatan yfir skörðin var glögg og skýr og gekk mér vel að fylgja henni, þótt leiðin væri mér ókunn. Eg gekk hratt og hljóp oftast við fót, en samt sem áður var nærfellt hálfrokkið er ég barði að dyrum í Naustvík. Þar bjó þá Guðmundur Árnason og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir. I Naustvíkurbæ voru gestkomandi tvær eldri konur, sem mér kom mjög á óvart að hitta að því sinni. Það voru Nessysturnar, Ingibjörg og Guðrún Jónsdætur, er ég báðar þekkti vel og þær mig frá unglingsárum mínum á Kaldrananesi, þar sem foreldrar mínir höfðu búið um þriggja ára skeið, 1912-1915. Þær systur höfðu nú misst menn sína fyrir tiltölulega fáum árum, en voru hér í kynnisferð, áður en fótur þeirra þyngdist um of til langra ferðalaga. Ég vissi, að Guðmundur bóndi var allmiklu yngri en systurnar og einnig, að forn kunnugleiki var þeirra allra í milli. Ef til vill hefur Naustvíkurbóndi, á barns- og unglingsaldri, verið að einhverju leyti á vegum íoðurbróður síns, Ólafs bónda Gunnlaugssonar, þegar hann bjó á Kaldrananesi á yngri árum þeirra systra. Er ég hafði notið gestbeina og rætt við bónda um örnefni Naustvíkur og nálægra jarða, svona í stórum dráttum, þótti mér bera vel í veiði að biðja Nessystur að rifja upp fyrir mér örnefni Kaldrananess, sem ég mundi sjálfur að nokkru. Mér var fullljóst, að rúmir tveir áratugir höfðu lagt þó nokkra hulu yfir minni mitt í því efni, enda er landrými Kaldrananess geysimikið. Mér var kunnugt um, að Nessystur voru fæddar þar og aldar upp, og þeirra faðir á undan þeim, því bjóst ég við að koma ekki að tómum kofum hjá þeim í upprifjun örnefnanna á Nesi. Ingibjörg sat aðallega fyrir svörum, og kom hún vitanlega með fjölda nafna, sem ég hafði annað hvort aldrei heyrt eða var búinn að gleyma. Þegar lauk tali okkar var liðið á kvöld og komið rauðamyrk- 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.