Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 28
Veturinn er svefntími gróðursins, þá leggjast gaddharðir
helfjötrar á frjómold ættjarðarinnar, og oft gerir slíka fann-
dyngju að hvergi sjer á dökkan díl, og aftaka moldviðri fara
hamförum yfir láð og lög. Það er því ekki að undra, þó að
margur kvíði komu vetrarins og fagni þegar honum lýkur.
Síðastliðinn vetur var einn hinn besti. Hann heilsaði
reyndar með köldum norðangusti og hrakningseljum, en það
var aðeins stundar fyrirsláttur, því að óðara þíddi aftur, og
hjeldust óslitin mildviðri fram í desember.
Hinar fyrstu samfelldu frostnætur komu í desember. Þó óf
tunglið nýfullt, stóran rosabaug á næturhimninum, nokkur
kvöld í röð, og var þó varla sjeð, að ský væri á lofti, og sjórinn
gjálfraði með vorhljóði við fjöruborðið.
Þó gerðist það, sjálfa skammdegisnóttina, að lítil fleyta,
hlaðin, strikaði út miðjan fjörðinn, og skilaði öllu heilu heim.
Oft geta lítil atvik markað djúp spor í vitund manna. Jeg
nefndi bátinn aðeins af því, að jeg horfði á þegar honum var
hrundið á flot, og þegar ekkert annað sagði lengur til hans, en
áraglamrið, sem var þó að deyja í fjarska, hljómuðu kröftug
orð og spámannleg fyrir eyrum mínum:
„Varið ykkur blómstrá á bakkanum föst
bráðum snýst sá lækur í fossandi röst.
Mjer varð ónotalega við. En svarið kom fyrr en varði:
„Guð í hjarta, Guð í stafni
gefur fararheill.“
Og jeg reyndi að móta hugsun mína eftir orðum Steingríms,
og láta hann skáka Matthíasi, og með bæn um fararheill, tók
jeg á mig náðir, því enn lifði fjórðungur nætur.
„Varið ykkur blómstrá á bakkanum föst
bráðum snýst sá lækur í fossandi röst.“
26