Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 29
Hver sá, sem hefur komið út þriðjudaginn 8. desember,
þegar hríðin var í algleymingi, getur vitað hvað það er þegar
„lækurinn snýst í fossandi röst.“ Með tryllingsmóði brjótast
náttúruöflin um, og berja niður og bera úr vegi allt, sem
undan lætur. Við hverja hreyfingu kennir aflsmunar. Við
hvert fótmál er sem heyrist: „Rýmið, við eigum leikinn.“
„Varið ykkur blómstrá.“
Og hamingjan hjálpi þeim, sem gleymir því þá, að hann er
„blómstrá í fossandi röst.“
En þó á hinn enn þá erfiðara, sem ekki man það sjer og
sínum til handa, að „Guð í hjarta, gefur fararheill.“
Hjer verður ekki farið mörgum orðum um tjónið, sem
hlaust af þessari voðahríð. Þetta byggðarlag missti engan
mann, en aftur fórst hjer fullur tugur af hestum, og álíka
margar kindur.
Þegar stytti upp var einkennilegt yfir að líta. Við sjóinn var
mesta ófærð, og sá þar hvergi á dökkan díl. En af brúnum
hafði rifíð og eins hærra uppi. Þar var gangfæri gott og nóg
jörð. Við þennan byl kom svo mikið rót á veðráttuna, að það
eimdi eftir því fram yfir hátíðar, en þá gerði aftur óvenju góða
tíð um langan tíma. Ekki voru þó messurnar alveg eftir höfði
gamla fólksins en það breytti nú samt engu um tíðarfarið. En
svo kom Öskudagurinn. Og hann á að eiga átján bræður á
föstunni. Þá var hríðarjagandi allan daginn, og næstu daga á
eftir voru mestu frostin á vetrinum, þó ekki yfír 10 stig, og
fremur risjótt. En þó held jeg fyrir víst, að ekki hafi
Öskudagurinn átt átján bræður á þessari föstu. Hálfum
mánuði fyrir páska gerði kaldviðrakast, en það varði stutt.
Annars var það aðeins dagur og dagur með löngu millibili,
sem gátu heitið vetri líkir. Hinir voru miklu fleiri, sem voru
vorið sjálft, ef ekki sumarið, og það jafnvel þegar rímið taldi
miðjan vetur. En enginn var þó svo góður, sem hinn síðasti því
að þá var heiðbirta og gróðurylur frá morgni til kvölds.
Ekki kann jeg neinar sögur um fóðurbirgðir manna, eða það
hvernig skepnur litu út í vetrarlokin.
En jeg trúi því að það hvortveggja hafi verið í fullu
27