Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 30
samræmi við árgæskuna. Rjett fyrir sumarmálin fóru að berast
um hjeraðið brjef óundirskrifuð, sem hjetu „Kveðjubæn.“ Öll
voru brjefin eins. Eins og nafnið bendir til, var efni þeirra fyrst
og fremst bæn, þá bón, svo fyrirheit og loks heitingar. Jeg
þykist þess fullviss að menn hafi almennt skilið, að hjer var
ekkert evangelium á ferðinni, eða guðsorð. Og er því
undrunarverðara hvað brjéfin gátu orðið mörg. Mjer er
sagt að komið hafi það fyrir, að við hina venjulegu utanáskrift
hafí verið bætt: berist fljótt, eða annað slíkt. Og eins hefur
heyrst að sum bréfín hafi verið skrifuð á útlendu máli. Hjer
má kannske fínna þá rót, sem veitt hefur brjefunum vöxt og
viðgang. Einhverjum þykir gaman að vita það að menn flýti
fyrir jafn ónauðsynlegu brjefí, og skapa sjer skemmtimynd af
svipbrigðum viðtakanda, og jafnvel seinasta sendilsins, þegar
innihaldið kom í ljós. En heldur hefði jeg kosið að þetta hefði
verið gamanbrjef. Engum meinleg en full af kátínu. Þó þori
jeg ekki að eggja neinn á slíkar skriftir, því að jeg veit ekki
nema við stöndum á því þroskastigi og ímyndunar, sem getur
hlaðið upp heilan múr af úlfúð og misskilningi, er bergmáli
gamanyrðin í nýjum tón og annarlegum.
Þá er veturinn merkilegur fyrir það, að almenn samtök urðu
um eitt mesta nauðsynjamál og framtíðarmál hjeraðsins,
sundlaugarbygginguna við Reykjahver. Þótt verkið verði ekki
framkvæmt á þessu vori, þá er það komið á þann veg að jeg
trúi ekki að nokkur hugsi lengur að stöðva það.
28