Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 35
/ staðinn fyrir deyfð og dá,
sem drottnaði þarforðum,
framfór verður fjarska há,
fer svo allt úr skorðum.
Rotuð þjóðin raknar við
rymur i hverjum hamn.
Loftið fyllist feikna klið
af framfaranna glamri.
Framför sú þó mest fœr met
i manna skrifi og rceðu,
að haft er eintómt hrossaket
höfðingjum aðfœðu.
Hvern sem aldrei þreytir þjark
þykir einskis virði.
A lls staðar er skróít og skark
— skást i Kollafirði — .
Menn þar kœrleiks stikla stig
með sterkan hrceðraandann,
sem áður kannski kœrðu sig
hvorki um guð né fjandann.
Kollsar rœkja kristni bezt,
og krökkum niður hlaða.
Göfga mjög sinn góða þrest
og Guðjón Ljúfustaða.
Af sild er blindfull sérhver vik,
Selá brúuð verður.
Einatt þexa um þólitik
þiltur og menjagerður.
Einn á Ströndum islenzk lög
iðkar skarþgeðjaður.
Kendur að vera kurteis mjög,
klókur sjentilmaður.
Gott er að hafa góðu náð,
gnœgð á krákur vina
sem velja hann inn i amtsins ráð
með alla geðþryðina.
Söludeildin rokna rik
reisir hallir stórar.
Herleg verður Hólmavik
með höndlanirnarfjórar.
Fyrrum hefur isinn eytt
öllu kviku á Ströndum.
Nú þar verður nærri eins heitt
og niður i Suðurlöndum.
Enginn myrðir meri úr hor
mörhljóð er i dorra,
þvi haustið verður hlýtt sem vor
og hásumar á þorra.
Oll er sela friðun frá
ogfeikn af hákörlunum.
Ógnar gnœgð menn fisksins fá
fast í landssteinunum.
Kaffið aura kostar þrjá
i krónu ullin stendur.
A llir bœndur eru þá
orðmr jarðeigendur.
33