Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 37
stöðum í Kollafirði, og séra Arnórs Árnasonar, sem þjónaði
Tröllatunguprestakalli á árunum 1886—1904 og sat á Felli í
Kollafirði, í næsta nágrenni við Guðjón.
Báðir voru þessir menn dugmiklir og áhugasamir um
landsins gagn og nauðsynjar, skapríkir og stórbrotnir hvor á
sinn hátt. Var það álit og dómur margra samtíðarmanna
þeirra, að séra Arnór hefði verið hávaðasamari en Guðjón og
öllu fyrirferðameiri á mannfundum, þótt eigi ynnist honum
betur. Heyrt hefi ég haft eftir merkum aldamótamanni, að
vísupartur, sem eitt sinn var stílaður upp á hinn þjóðkunna
klerk séra Arnljót á Bægisá, síðar á Sauðanesi, lýsti vel
Tröllatungupresti, þ.e. „í honum er gull og grjót, hann getur
unnið mein og bót.“
II.
Guðmundur Scheving Bjarnason. F. 27. júlí 1861 D. 24.
janúar 1909. Foreldrar: Bjarni sýslumaður Magnússon á
Geitaskarði í Langadal og kona hans, Hildur Sólveig Bjarna-
dóttir, skálds og amtmanns Thorarensens á Möðruvöllum í
Hörgárdal. Guðmundur Scheving héraðslæknir útskrifaðist úr
Latínuskólanum í Reykjavík vorið 1883 með 2. einkunn, tók
próf upp úr Læknaskólanum í Reykjavík fjórum árum síðar,
einnig með 2. einkunn.
Kona hans Lára Malvína Möller, var dönsk að ætt og
uppeldi. Þau voru barnlaus en ólu upp, m.k. að einhverju
leyti, stúlku að nafni Stefanía, sem var um eða innan við
fermingaraldur þegar Guðmundur læknir andaðist. Guðm-
undur Scheving var í lægra lagi meðalmaður vexti, bjartur í
andliti, fljótlegur og allt að því fumkenndur í framgöngu,
asmæltur og stamaði töluvert. Hann var laglega hagorður og
ritfær vel, söngvinn og söngmaður góður. Almælt var, að hann
hefði á sinni tíð verið fyrirmynd læknisins hjá Jóni Trausta í
skáldsögunni ,,Leysing,“ sem kom út í Reykjavík árið 1907.
Hvort sem það almenningsálit hefur verið rétt eða rangt er svo
mikið víst, að á árunum í kringum 1890, þegar hið verðandi
35