Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 38
skáld Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) stundaði prent-
nám á Seyðisfirði, þá var Guðmundur Scheving héraðslæknir
austur þar og sat á Seyðisfirði
Föðurmóðir Guðmundar Schevings læknis og bræðra hans,
Brynjólfs í Þverárdal og Páls sýslumanns í Stykkishólmi, var
Þóra dóttir hins þjóðkunna athafnamanns Guðmundar Schev-
ings Bjamasonar, fyrrum sýslumanns Barðstrendinga og síðar
kaupmanns og útgerðarmanns í Flatey á Breiðafirði (d. 1837).
Um hann var þetta kveðið:
,,Sigldur stúdent sélegur,
sýslumaður kallaður.
Átta daga amtmaður,
agent bóndi kaupmaður.“
Er sennilegt að Guðmundur læknir hafi verið látinn heita í
höfuðið á þessum fræga langafa sínum, sem meðal annars átti
á sinni afrekaskrá uppljóstrun Sjöundármorðanna (1802), auk
þess að vera einn fyrsti meiri háttar eigandi og útgerðarmaður
þilskipa hér við land. Svo þótti ýmsum sem Guðmundi lækni
Scheving fyndist allmikið til um ætterni sitt, og væri þó
nokkuð drjúgur af öfum sínum er svo bar undir, en eigi mun
hann hafa miklazt af þeim hversdagslega.
36