Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 42
ljúft að labba til næsta bæjar, inn að Heydalsá í vorblíðunni
og bjartri vornóttinni, því það var komið nokkuð fram á nótt
þegar við komum að Smáhömrum. Hvað klukkan var man ég
ekki, en það hefur verið nálægt miðri nótt. Við vorum fjórir,
sem fórum að Heydalsá, við Runólfur bróðir minn og aðrir
tveir bræður, Aðalsteinn og Jens Aðalsteinssynir. Áður en ég
gerði vart við mig heima, þá settist ég upp við höfðann í
næturkyrrðinni (Höfði er klettabelti hér innan girðingar). Þá
heyrði ég óminn af vélaskellunum í Norden, en óljóst þó,
klettarnir tóku við hljóðinu, en bátinn sá ég ekki, hann var
kominn það langt út á flóa. Nú fór hann hafskipaleið eftir
kompás og korti, skipstjórinn hefur vitað strikið. Ekki er
ósennilegt að sama þokumyrkrið hafi verið kringum Strand-
irnar og var þegar við komum, það vill oft vera þoka þar. Eftir
litla bið þarna í töfrum vornæturinnar fór ég að láta foreldra
mína vita af komu minni.
Það var yndislegt að vera kominn heim.
40