Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 46
Jóhannes Jónsson:
Arndís auðga
Að loknu þjóðhátíðar ári, þar sem minnst var 1100 ára
búsetu á íslandi og á yfirstandandi kvenna ári, virtist sú
hugdetta eigi svo mikil fjarstæða, að minnast fyrstu og einu
landnámskonunnar á Ströndum, en sú kona var Arndís auðga,
er nam Hrútafjarðarströnd út frá Borðeyri og bjó í Bæ í
Hrútafirði.
En við nánari athugun kom í ljós, að þetta myndi ekki vera
svo auðvelt er á reyndi. Landnáma getur Arndísar með
örfáum orðum, en þar segir orðrétt á bls. 119:
„Arndís hin auðga, dóttir Steinólfs hins lága, nam síðan
land í Hrútafirði út frá Borðeyri. Hún bjó í Bæ. Hennar sonur
var Þórður, er bjó fyrr í Múla í Saurbæ.“
Þetta er allt sem Landnáma hefur að segja um þessa
landnámskonu okkar Strandamanna. Það lá því strax ljóst
fyrir, að ekki myndu fást neinar öruggar upplýsingar um ævi
og athafnir þessarar ágætu konu, en þó var eins og þessar
fátæklegu upplýsingar Landnámu, vektu forvitni um að vita
meira og nú hófst leit, er líkja má við leit að nálinni í
heystakknum, en árangurinn varð fátæklegur. Hér fer á eftir
44