Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 47
það sem fannst og ennfremur ýmislegt, er bendir til, að hefði
getað verið, en er þó með öllu ósannanlegt.
Fyrst verður getið þess manns, er að líkindum hefur haft
mest áhrif á æviferil Arndísar og sagt frá börnum hans. Því
næst verður sagt frá ættfólki hennar, þá verða dregnar
ályktanir af ósannanlegum líkum um ástir hennar og að
síðustu er getið nokkurra afkomenda Arndísar.
Og þrátt fyrir myrkur ellefu alda, reynum við, á kvenna ári,
aðminnastlandnámskonunnarokkar,þó á ófullkominn hátt sé.
Bálki hét maður Blængsson, Sótasonar af Sótanesi. Hann
barðist móti Haraldi konungi í Hafursfirði. Eftir það fór hann
til íslands og nam Hrútafjörð allan og bjó á Bálkastöðum.
Bróðir hans, Önundur, nam land að Ási í Kelduhverfi.
Dóttir Önundar, Þorbjörg, átti Hallgils Þorbrandsson úr
Rauðuskriðu.
Börn Bálka Blængssonar voru. Bessi goðlaus, Geirbjörg og
Þórður í Múla í Saurbæ.
Bessi goðlaus bjó fyrst á Bessastöðum í Hrútafirði, en síðan
nam hann Langa-Vatnsdal allan og bjó á Torfhvalastöðum.
Bessi fékk Þórdísar, dóttur Þórhadds í Hítardal og fékk með
henni Hólmslönd, þeirra sonur var Arngeir faðir Bjarnar
Hítdælakappa.
Þórhaddur í Hítardal, faðir Þórdísar konu Bessa Bálkason-
ar, var sonur Steins Mjögsiglandi, Vígbjóðssonar, Böðmóðs-
sonar, úr Búlkarúmi. Börn Þórhadds voru Þórdís kona Bessa
og Þorgeir forfaðir Hítdæla.
Geirbjörg, dóttir Bálka Blængssonar bjó að Tungufelli í
Lundareykjadal. Hennar maður var Þorgeir meldun, land-
námsmaður. Sonur þeirra var Véleifur gamli.
Þá er komið að þriðja barni Bálka Blængssonar, Þórði í
Múla í Saurbæ, en látum bíða um stund að segja frá honum.
Maður hét Steinólfur Hrólfsson kallaður hinn lági. Foreldr-
ar hans voru Hrólfur hersir á Ögðum og kona hans Öndótt,
dóttir Ölvis barnakarls.
Steinólfur hinn lági nam land inn frá Klofasteinum til
Grjótvallarmúla og bjó í Innri-Fagradal. Hann gekk þar inn á
45