Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 53

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 53
vantaði og allt féð á Kollsá. Nokkru eftir að hríðin skall á, fór Tómas ásamt sonum sínum, Brandi og Valdimar, að leita en fundu ekkert. Leituðu þeir alla nóttina. Erindið var því að fá hjálp til að leita Guðmundar, svo fljótt sem unnt væri. Það fór ónotageigur um mig við þessi tíðindi, þó að ekki gerði ég mér fyllilega ljóst hvað í efni var. Þó skildi ég, að allir óttuðust um Guðmund. Pabbi og Eiður Jónsson, en hann var í húsmennsku hjá foreldrum mínum, hröðuðu sér inn að Kollsá, en þaðan skyldi leitinni stjórnað. Leitarmenn skiptu sér. Fóru þeir Brandur og Valdimar inn að Prestbakka til að kanna hvort Guðmundur hefði þar komið, og leita svo áfram. En Tómas og Hvalsár- menn gengu upp í grófina, þar sem þeir vissu að Guðmundur ætlaði að beita fénu. Veður var þá orðið allgott. Á Seljadaln- um. fundu þeir féð, en Guðmund sáu þeir hvergi. Tóku þeir það ráð að koma fénu til húsa og gekk það vonum betur, þótt það væri ærið fannbarið. Síðan var lagt af stað með sleða, brekán, heita mjólk og ef til vill fleira, til að hressa gamla manninn, ef þeim tækist að finna hann lifandi. Það voru þungbúnir menn, sem drógu sleðann. Þegar leitarmenn komu upp á Vatnsásinn, brá þeim nokkuð. Maður kom á móti þeim, er virtist vera með hvítt brjóst, eins og þegar mest var við haft í þá daga. Sýndist þeim þetta vera Guðmundur, þótt þeir þyrðu varla að trúa augum sínum. Tómas spurði hvort hann væri heill og ókalinn. Ekki gaf Guðmundur því gaum. En með rámri rödd heyrðist þetta. „Funduð þið nokkuð af fénu?“ Honum var nú sagt að það væri fundið og komið heim í hús. „Það var gott“, sagði Guðmundur. Dreypti Tómas Hoffmannsdropum á fjármann- inn. En Hoffmannsdropar voru þá taldir lífdrykkur. Guðmundi var boðoð sæti á sleðanum, en það þáði hann ekki og fylgdist hann með leitarmönnum heim að Kollsá. Má geta nærri hvernig viðtökurnar hafa verið, því að öllum þótti sem Guðmundur væri úr Helju heimtur. Ekki minnist ég þess, að neinir fjárskaðar yrðu að áhlaupi þessu. Guðmundur var drifinn niður í rúm og sofnaði hann skjótt. 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.