Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 58
Fyrir hundrað árum
1. janúar 1875, kom í gildi sú myntbreyting, að krónumynt
kom í stað ríkismyntar. (2 krónur í stað 1 ríkisdals o.s.frv.).
12. jan. Voru þremur mönnum í Vesturamtinu veitt
verðlaun fyrir dugnað í landbúnaði. Þeir voru Eyjólfur
Halldórsson í Hlíð í Dalasýslu, Tómas Jónsson timburmaður í
Guðlaugsvík í Strandas\s!u og Sveinn Sveinsson í Álftártungu
í Mýrasýslu. Verðlaunin voru 50 krónur til tveggja og 48
krónur til eins. Þessi verðiaun voru af fé því, er árlega var veitt
úr landssjóði til eflingar garðræktar.
16. jan. Leyft að kaupa bát með seglum og árum handa
bæjarfógetanum í Reykjavík fyrir 70 ríkisdali af því fé, sem
ætlað var til óvissra útgjalda. Báturinn skal fylgja embættinu.
25. jan. byrjaði blaðið ,,Islendingur“ að koma út, ritstjóri
Páll Eyjólfsson gullsmiður.
27. jan. Blaðið Isafold ársgamalt, ritstjóri Björn Jónsson.
28. jan. Norræna fornfræðafélagið 50 ára.
Alþingiskostnaður, sem greiða skyldi á manntalsþingum
1875, var talinn 14 þúsund krónur. Þrír hlutir þar af, eða þrír
aurar á hvert krónu virði, skyldi falla á skattskyldar fasteignir.
15. febr. Staðfest reglugjörð frá 17. des. 1874, um slökkvitól
Reykjavíkur kaupstaðar.
19. febr. Fundur á Stóruborg með fulltrúum félagsverzlun-
arinnar við Húnaflóa, kosnir sex fulltrúar til að skipta
félagsverzluninni.
20. febr. Andaðist Jón Bjarnason í Hlíðarseli.
23. febr. Var fundur á Borðeyri með fulltrúum verslunar-
félagsins, þá var félaginu skipt í tvennt um Gljúfurá fyrir
56