Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 59
vestan þing. Vestur-Húnvetningar og Strandamenn stofnuðu
Borðeyrarfélagið fyrir vestari hluta Húnavatnssýslu og
Strandasýslu, en Austur-Húnvetningar og Skagfirðingar stofn-
uðu Grafarósfélagið.
18. mars. Þá var samkvæmt verðlagsskrá fyrir Strandasýslu,
aðal-meðalverð 70 krónur og 50 aurar og alin 58,8 aurar.
Alþingisgjald af lausafé árið 1875, var ákveðið V4 af 14
þúsund krónum. Vesturamtið var þá með 11,139 lausafjár-
hundruð og greiddi af þeim 693 krónur og 93 aura.
22. mars. Andaðist Guðmundur Einarsson bóndi á Kollsá í
Hrútafirði.
23. mars. Heitið verðlaunum, allt að 400 krónum fyrir að
íslenska landafræði eftir Erslew.
24. mars. Gefin út tilskipun um innköllun smápeninga á
íslandi.
29. mars., á annan dag páska, dundi ógurlegt öskufall yfir
Jökuldal, Fljótsdal og Fljótsdalshérað og allt niður í Fjörðu.
Askan féll 2 til 8 þumlunga djúp eða meira. Við öskufall þetta
varð vart í Noregi fyrir norðan Björgvin og jafnvel austur í
Svíþjóð. Þetta öskufall kom úr Oskju. Samskot voru hafin hér
og erlendis til hjálpar fólki á öskufallssvæðinu.
8. apríl. Haldið samsæti í Reykjavík með embættismönn-
um, borgurum og bændum í minningu afmælisdags Kristjáns
konungs hins níunda. „Minni voru öll á íslensku, í fyrsta sinn í
manna minnum“.
15.—17. apríl. Fundur í Þingnesi við Hvítá, komu þar
sýslumenn og bændur úr Borgarfjarðar, Mýra, Dala og
Strandasýslum. Þar voru ályktanir gjörðar um fjárkláðann í
Borgarfirði.
24. apríl. Andaðist Björn Jónsson í Hlíð í Kollafirði.
25. apríl. Herskipið Fylla kom á höfn í Reykjavík, á að verja
fiskveiðar landsmanna.
28. apríl. Andaðist presturinn séra Magnús Hákonarson að
Stað í Steingrímsfirði. Kona hans Þuríður Bjarnadóttir andað-
ist 6. júní og tvö börn þeirra, Guðrún og Bjarni dóu um sama
leyti.
57