Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 61
saman í þinghúsi lögsagnarumdæmisins fyrir opnum dyrum
og í votta viðurvist og rita embættisverkið í hina venjulegu
þingbók. Þetta hjónaband var hið fyrsta borgaralegt hjóna-
band á íslandi.
Keypt var hingað til lands áhald, sem ýmsir gerðu sér vonir
um, að gæti orðið ullariðnaði landsmanna til verulegra
hagsbóta. Er það prjónavél, sem Ólafur bóndi Sigurðsson í Ási
í Hegranesi útvegaði frá útlöndum. Með vél þessari má vinna
margra manna verk við ýmsan prjónaskap og gaf hún góða
raun.
Enskur maður, William L. Watts, fór yfir þveran Vatnajök-
ul, ásamt íslenskum fylgdarmönnum og þótti þetta hið
frækilegasta afrek.
10. júlí. Gerði haglél mikið í Haukadal í Biskupstungum um
miðjan dag, það stóð yfir um þrjár stundir með þrumum og
eldingum, en tók yfir lítið svæði frá Haukadal að Úthlíð, þar
fylgdi ofsastormur. Haglkornin voru á stærð við titlingsegg.
Um miðjan júlí kom mikið síldarhlaup inn á Hrútafjörð.
27. júlí. Veitti landshöfðinginn fröken Önnu Melsted 200
króna styrk í eitt ár til að segja til í meðferð á mjólk og annari
innanbæjar búsýslu.
Konur í Reykjavík stofnuðu svonefnt Thorvaldsensfélag,
kennt við Albert Thorvaldsen. Átti það að vinna að mannúðar
og líknarmálum.
7. júlí. Andaðist Jón Jónsson bóndi að Ósi í Steingrímsfirði.
Snemma í ágúst andaðist Hjálmar Jónsson. (Bólu-Hjálmar).
Hann varð hálf-níræður að aldri.
Alþingi samþykkti að fjölga héraðslæknum úr 8 í 20.
26. ágúst. Landshöfðingi skorar á alla sýslumenn að senda
eftirrit af manntalsbókum og aukatekjubókum um fimm
seinustu árin (1871 —1875), einnig að gefa skýrslu um gjald-
máta, gjaftolla og samlagningarskatt.
Áætlaður fjárhagur íslands fyrir árið 1875 var: Tekjur kr.
230,261.33 aurar. Gjöld kr. 198,061.50 aurar. Tekjuafgangur
kr. 32,199.83 aurar. Þá voru áætlaðar vaxtatekjur kr. 2268,00.
26. ágúst. Alþingi slitið. Tala þingmála var þessi.
59