Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 62
A. Stjórnarfrumvörp. 11 afgreidd sem lög, 5 voru felld.
B. Þingmannafrumvarp. 15 afgreidd sem lög, 19 felld, 3
ekki útrædd.
C. Uppástungur og ályktanir. 9 afgreiddar til stjórnarinnar,
6 ályktanir um nefndarkosningar, 3 felldar af þinginu og 3
teknar aftur.
D. Fyrirspurnir voru 7. Þingmál alls 81.
Þingið stóð yfir í 57 daga. Neðri deild hélt 50 fundi. Efri
deild 50.
5. september. Gufuskip frá Björgvin, Freyr að nafni 500
tonn að stærð, fór tvívegis til íslands á hafnir verslunarfélag-
anna, Grafarós, Borðeyri, Flatey og Stykkishólm, á þeirra
kostnað.
21. sept. Landshöfðingi birti tilboð frá Thorne í Moss í
Noregi, að hann vilji kenna íslendingum kauplaust að sjóða
niður lax, sauðakjöt o.fl.
15. okt. Konungur samþykkti lög um verslunarstað á
Blönduósi.
20. okt. Landshöfðingi leyfði bæjarstjórninni í Reykjavík að
taka 2000 króna lán, til að kaupa fyrir ljósker, til að lýsa götur
bæjarins.
19. nóv. Afhjúpuð eirmynd Thorvaldsens á Austurvelli í
Reykjavík. Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochums-
son ortu kvæði og Jónas Fíelgason með söngflokki sínum
,,FIörpu“, söng þau.
25. nóv. Andaðist Guðmundur Jónsson bóndi í Kjörvogi og
Ingólfsfirði.
17. des. Konungur samþykkti 4 lagaboð frá alþingi 1875,
þar á meðal yfirsetukvenna-lög.
Jóhannes Jónsson tók saman.
60