Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 64
Ingólfur Jónsson frá Prestbakka:
Norður af
Hægt mjakast hestalestin í heiðartroðningunum hráslaga-
kaldan vordag 1928.
„Hvenær sjáum við norður af?“ spurði yngsti glókollurinn,
hartnær sex ára, eldri bræður sína, en þeir svöruðu ekki, þeir
vissu það ekki frekar en hann.
Hugur þeirra var enn bundinn dalbænum að baki, þar sem
þeir höfðu átt heima, reist sér bú fyrir horn og leggi í brekku
sem nefndist Bjalli, bú sem urðu eftir, þegar lagt var upp.
„Þið fáið nóg horn og nóga leggi nyrðra,“ hafði faðirinn sagt
og því sem hann sagði var óhætt að treysta.
En nú sást svört ær með hvítu lambi skokka hægt eftir
graslænu og yngsta systirin af þremur, tveggja ára hrokkin-
kolla opnaði munninn eftir þögn tveggja ferðadaga og sagði
lágt: „Lambið mitt.“
Bræðrunum létti, það voru þá kindur fyrir norðan eins og
heima, og von á hornum og leggjum er hausta tæki. „Hvað
heitir heiðin?“ spurði yngsti bróðirinn. „Laxárdalsheiði.“
svaraði móðirin, sem hélt á yngstu systurinni og sat keik í söðli
sínum með vakandi auga á öllum börnum sínum sjö.
„Það er fjara þar með skeljum,“ bætti hún við og hugur
bamanna var allt í einu fullur af þrá eftir þeim fjársjóðum
sem sjórinn bæri á sand fyrir börn.
„Það verður gott að búa þar, bæði horn leggir og skeljar,“
sagði einn bræðranna og benti um leið fram og hrópaði. „Ég
sé norður af, það er sjór þarna.“ Hann hafði séð rétt og sem
einn maður stöðvuðu öll hestana sína og horfðu af hæðardrag-
62