Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 75

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 75
Það þótti gott að ná til kunnugra manna þarna í nágrenni prestssetursins til þessa starfa, svo að grafir væru tilbúnar á jarðarfarardag. Þær voru því um það er lauk og ég flutti í burtu, orðnar allmargar þessar grafartökur mínar þarna í garðinum. Ég var þá líka orðinn þar allkunnugur og þekkti þar flestar þúfurnar (þ.e. leiðin) og var það að sjálfsögðu margt fyrir ábendingar frá frænda mínum, sem mest vann með mér við grafartökurnar allt þar til að hann lést árið 1940, en hann hafði fylgst þarna með greftrunum frá því fyrir aldamót og honum var sagt nokkuð á yngri árum um legstaði í garðinum, en flest leiði voru þá ómerkt. Nú er margt af þessu gleymt, enda hef ég vart komið þar síðan ég flutti burt árið 1943. Mér leið vel þarna í garðinum og okkur frændum báðum, þeir framliðnu voru okkur vinsamlegir og við reynd- um ætíð að sýna þeim virðingu og vinsemd. Þarna kom oft allmikið upp af beinum, við söfnuðum þeim ætíð vel saman og létum þau vel og snyrtilega niður aftur. Ég hef aldrei séð neitt eða orðið neins þess var, sem dularfullt má kallast nema þetta eina sinn, sem hér er áður sagt frá. Mér hefur hinsvegar oft fundist eitthvað ósýnilegt í nálægð minni og mér hefur meira en fundist það, áhrifin hafa verið greinileg og oft ærið misjöfn. Því tel ég nokkra vissu fyrir því að við mannanna börn erum ekki ein á ferð hér í þessum heimi, þar er fleira á ferð, sem okkur er dulið. Þessi duldu öfl eru oft að verki og geta valdið okkur ýmsum óþægindum í lífi og starfi, en þau veita okkur líka traust, trú og huggun á erfiðleikastundum okkar. Élest eigum við líklega vitneskju eða hluti (ef ég má orða það svo), sem við ein viljum eiga og ekki deila með öðrum. Við viljum fara með það með okkur að ferðalokum hér, af því að það er tengt því, sem við teljum merkast og helgast í lífssögu okkar. Einhversstaðar er sagt að „það sé yfir oss vakað,“ bæði þessa heims og annars. En er þá, þegar allt kemur til alls, þessi heimur ekki bara einn? Einhversstaðar segir að í húsi drottins séu margar vistarverur, er það þá ekki aðgreiningin á því, sem við köllum þessa heims og annars, eða dáinn mann og lifandi? 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.