Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 79
Faðirinn aldinn d ströndinm stóð
og starði á hafsvelginn hvina,
i vitund hans dvinaði vonanna glóð
,,Hvað verður um drengina mina“.
Þá leit hann á öldutopp örlitið far
er ákveðið stefndi að landi,
hjartfólgnu symna báða það bar
en boðarnir hótuðu grandi.
Hann vissi það fullvel að ófœrt var allt
og enginn gat bjargast að landi.
Hann skildi tilfulls, hversu vonlaust og valt
var þeim að forða frá grandi.
I örvœnting kraup hann og bœn sina bað,
hann bœnheyrði faðirinn góði.
Og enn er sem helgi séyfir þeim stað
er ithellti ’ann táranna flóði.
Og samstundis kom þar i lendingu lag
sem Ijósblik á haustmyrku kveldi,
sem örlitið hik eftir ógnþrunginn dag
er óðar þó magnar sitt veldi.
Drengirnir lentu i lendingu þar
lífgjöf var þökkuð með gleði,
en fegnastur allra þófaðinnn var
fyrir þá náð er hér skeði.
Lengi þeir stóðu i lendingu þar
og lituyfir brimrasta slóðir,
að klettóttri ströndinni brotskafla bar
er brotnuðu i tryllingi óðir.
En þarna kom aldrei aftur neitt lag,
ógnþrungnar bárurnar gnauða.
Brosljúf er minmng, sem blessar þann dag
er bœnarmál hreif þá frá dauða.
77