Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 82
frá gegningum, en var eitthvað að gera heima við bæinn og
yngri systkini mín í kring um hann að vanda. Við vorum farin
að vonast eftir Óla og rétt í því sást til hans á Nesgrundinni
með poka á baki og í fyrir, berandi nauðsynjar heimilisins.
Hafði hann fengið flutning yfir fjörðinn, en hann var ekki
einn, það var stúlka með honum, sem við þekktum ekki. Afi
brá hönd fyrir augu, — var það rétt sem honum sýndist?
Innan stundar var það enginn vafi, hún var komin, litla
stúlkan, sem hann hafði setið með og kveðið við. A hinum
löngu vetrarkvöldum var óblandin gleði að, er gest bar að
garði, hvað þá þegar hún svona óvænt bættist í hópinn. Afa
þótti hún hugrökk að leggja upp í svona ferðalag. Og nú komu
dagar með töluverðri tilbreytni, öll fengum við gjafir frá
Ragnheiði. Daginn lengdi, en vorið var í fjarska.
Það var komið fram á góu og nú þurfti Ragnheiður að fara
að hugsa til að komast vestur, skipaferðir voru engar, en heyrst
hafði að von væri á skipi til Hólmavíkur. Hún hugsaði sér því
að fara þá leið og með því að nokkrir menn frá Gjögri ætluðu
vestur að Djúpi (ísafjarðardjúpi) í atvinnu, var það umtalað,
að hún fengi að fylgjast með þeim, því vanalega fóru þeir
heiðina frá Kjós. Beið hún því róleg, tilbúin að fara með þeim
hvenær sem væri. Það voru hæg og stillt veður um þetta leyti,
snjór mikill eins og áður er sagt, stöðug frost og gangfæri hið
besta.
Voru því oft ferðir bæja á milli. Að áliðnum degi kom
maður frá Kúvíkum að Kjós og sagði þær fréttir að Gjögrarar
hefðu þann dag farið upp frá Kúvíkum inn heiði. Vænst þess
að fá skipaferð frá Hólmavík eða öðrum kosti fara vestur
Steingrímsfjarðarheiði. Nú vandaðist málið, og þótti Ragn-
heiði illa horfa þar sem hún var búin að missa af samfylgd
þeirra félaga, sem hún hafði reitt sig á. Það var orðið áliðið
dags, og ekki um aðra fylgdarmenn að ræða en afa minn
aldurhniginn, eða Óla tæpra 15 ára, sem aldrei hafði farið
heiðina. Er nú ráðgast um hvað gera skuli, og að síðustu
ákveðið að Ragnheiður leggi á heiðina þá þegar með Óla að
fylgdarmanni. Varð hún þá að treysta á sjálfa sig, en hún
80