Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 85

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 85
mundi reyna að leysa vanda þann er Ragnheiður var komin í. Fóru þau nú bæði með honum heim að Ósi og þáðu þar góðan beina. Óli hugði þá strax til heimferðar, en honum var eindregið ráðið frá að fara heiði til baka. Var hann fluttur yfir Steingrímsfjörð og hélt svo norður Bala, sú leið er mun lengri, en lá með bæjum. Það var orsök þess hve heimkoma hans dróst á langinn. Ragnheiður var nú í góðu yfirlæti á heimili þeirra mætu hjóna Gunnlaugs Magnússonar og Mörtu Magnúsdóttur og beðið átektar með að útvega henni heppilega ferð yfir heiðina, uns að því kom að ráðlegt þótti að leggja á stað á nýjan leik. Fyrsti áfanginn var að Kleppustöðum fremsta bæ í Staðardal. Þar bjó Sæmundur Brynjólfsson, ungur bóndi vanur ferðalög- um og dugnaðarmaður hinn mesti. Flonum fól Gunnlaugur að flytja Ragnheiði yfir heiðina. Skildi þar mikið á milli hvað öryggi snerti eða þá hún fór Trékyllisheiði, enda gekk þessi áfangi ferðarinnar vel. Eitthvað varð hún að bíða á Kleppu- stöðum veðurs vegna og naut þar gestrisni eins og allir er þann bæ gistu, því heimilið var annálað fyrir greiðasemi við þá mörgu ferðamenn, er þar áttu leið um. Frá Arngerðareyri fór Ragnheiður með póstbátnum út á ísafjörð og var heil heim komin. En erfiði og langur tími fór í þessa ferð, ólíkt því sem nú gerist, enda farin að vetrarlagi. Á þeim tímum, er hér um ræðir fékk vinnandi fólk ekki sumarfrí, það átti því síður kost á að sjá sínar æskustöðvar í sumarskrúða, varð að láta sér líka hvenær sem færi gafst að heimsækja ættingja og vini. Enda ég svo frásögn þessa, en vil þó nota tækifærið að beina því til lesenda, hver munur er á ferðalögum líkum þessum og þeim er nú tíðkast með alla nútíma tækni og síma á hverjum bæ. Oft voru þessi ferðalög hin mesta mannraun fyrir þá er þau fóru, þó er óvíst hver þrautin var þyngri, að vera sá er ferðina fór, eða hinir er heima sátu og biðu milli vonar og ótta eftir að fá fregnir af því hvernig ferðafólkinu reiddi af. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.