Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 89
hans Sigríðar Benediktsdóttur. (Sjá Strandapóstinn 2. árg. bls.
85).
Friðrik Söebeck síðar bóndi í Reykjarfirði, stundaði beykis-
iðn. Kona hans var Karólína Fabína Jakobsdóttir kaupmanns
á Reykjarfirði (Kúvíkum) Thorarensen.
Kjós. Guðmundur Pálsson, Jónssonar á Kaldbak, harðdugleg-
ur sjósóknari og hákarlaformaður, hann var afi dr. Símonar
Ágústssonar prófessors.
Reykjarfjörður. Jens Ólason, Ólasonar Viborg í Reykjarfirði.
Kona hans var Jóhanna Jóhannsdóttir Söebecks, hún var
föðursystir Ragnheiðar konu Eiríks frá Dröngum.
Naustvi'k. Sveinn Guðmundsson, Sveinssonar í Byrgisvík, hann
var lista sjómaður. Dóttir hans Elísabet átti Steindór Halldórs-
son á Melum.
Kjörvogur. Þorsteinn Þorleifsson, Þorleifssonar í Grundarkoti í
Vatnsdal og Helgu skáldkonu Þórarinsdóttur frá Miðhúsum í
Þingi.
Þorsteinn nam járnsmíði í Kaupmannahöfn. Listasmiður og
hugvitssamur, smíðaði bátaspil, einnig plóg og herfi, fyrstur
manna á Ströndum. Nærfærinn við lækningar, heppinn
yfirsetumaður, smíðaði fæðingartengur. Afburða stjórnari á
sjó. Talinn forvitri. Hann drukknaði í Húnaflóa 9.sept.l882.
Gjögur. Bjarni Sæmundsson, Björnssonar á Gautshamri. Dóttir
hans var Guðrún kona Níelsar á Grænhól á Gjögri.
Pétur Jónsson, Magnússonar á Tindum og Ingunnarstöðum
í Geiradal. Dóttir hans er Guðbjörg kona Sörla Hjálmarssonar
frá Gjögri.
Friðrik Friðriksson, Guðmundssonar, afi Bjarnveigar konu
Jóns Magnússonar á Gjögri.
Litla-Ávik. Þorsteinn Sigurðsson, Jónssonar á Reykjanesi. Með-
al barna hans var Guðbjörg móðir Kristínar er ólst upp hjá
Margréti og Matthíasi á Kaldr.nesi.
Stdra-Árvik. Sigurður Hjaltason, Jónssonar í Hólum í Staðar-
dal. Drukknaði í Húnaflóa með Þorsteini í Kjörvogi. Meðal
barna hans var Konráð faðir Jóns á Hafnarhólmi og Isleifs
listmálara.
87