Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 98
var svo ófríð. Viðbrögð hennar gagnvart lífinu urðu þau, að
hún varð þunglynd og skaphörð, treysti engum og bjóst við
illu frá öllum sem hún kynntist.
Strax þegar færi gafst á, hætti hún að vera vinnuhjú annara
og iifði ein út af fyrir sig, vann fyrir lífsnauðsynjum sínum og
var af flestum sögð skapvond og varla í húsum hæf, enda
glumdu oft á brynjunni hennar illgirnislegar athugasemdir og
ókvæðis orð.
Hún var orðin öldruð kona þegar ég kynntist henni, en þá
hélt hún til í litlum eyðibæ. Það vakti athygli hvað allt var
hreint og fágað í kring um hana og allt, sem var til
fegurðarauka í íbúðinni var handunnið af henni sjálfri.
Hún sendi mér boð um, að sig langaði til að tala við mig og
sem betur fór, varð ég við þeirri beiðni hennar. Þó að ég væri
ungur og gæti lítið gert fyrir gömlu konuna, þá held ég að
henni hafi þótt vænt um að ég kom til hennar og gaf mér tíma
til að stoppa hjá henni dagsstund.
Það sem gamla konan vildi hitta mig, var í sambandi við
það, að í einverunni hafði hún tekið upp á því, að yrkja ljóð og
vísur. Mest voru það andleg ljóð og undir sálmalagi og vildi
hún fá álit mitt á þessari ljóða- og vísnagerð sinni. Ég
viðurkenni, að ég komst þarna í nokkurn vanda. Mörg af
ljóðum gömlu konunnar voru ekki ort samkvæmt ströngustu
reglum um rím og stuðla, þó sumt væri all-gott, en það sem ég
undraðist mest, var að í þessum ljóðum hennar kom fram, ekki
einungis heit og einlæg trú, heldur var svo mikil hlýja og
manngæska í túlkun ljóðanna, svo mikil trú á lifið og þakkir
fyrir gæði þess og uppörvun til þeirra, sem vanmeta gæði þess,
að ég átti ekki von á slíku fráþessuolnbogabarnilífsins. í einni
sjónhending sá ég ævi þessarar gömlu konu og sá, að hún var
búin að fyrirgefa allt, hún var sátt við allt og alla.
Ég hef oft hugsað um þessa dagsstund hjá gömlu konunni
og hversu hún varð mér lærdómsrík. Fyrst hún gat fyrirgefið,
hve auðvelt ætti okkur þá að vera að fyrirgefa, okkur sem lífið
hefur farið mýkri höndum um og gefið margt af því besta og
dýrmætasta, sem það hefur upp á að bjóða.
96