Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 99
Jóhannes Jónsson:
Hugleiðingar
um framtíðar veðurspár
og veðurfar
á Ströndum 1877
Fátt er okkur Islendingum tíðræddara um, en veðurfarið,
enda ekki óeðlilegt, þar sem efnahagsleg afkoma fjölda heimila
er háð veðráttunni á hverjum tíma.
Deilt er um það, hvort veðurfar fari hlýnandi eða kólnandi
á síðustu árum, einnig koma fram furðulegar hugmyndir og
spádómar um veðurfar komandi ára. Meðal nýjustu kenninga
í þessu sambandi er ein sú, að vegna aukinnar brennslu á
kolum og olíu myndist svo mikill kolsýringur í andrúmsloftinu,
að jörðin nái ekki að eyða honum, og þegar hann safnast fyrir í
loftinu, þá myndist svo mikil hlýindi, að Grænlandsjökull
muni bráðna og þá að líkindum heimskautsísinn. Við það
myndi yfirborð sjávar hækka svo mikið, að mörg byggðarlög á
íslandi færu undir sjó, þar á meðal hluti af Reykjavík. Þá
myndu til dæmis Danmörk, Suður-Svíþjóð, Holland og fleiri
lönd fara í kaf undir sjó. Síðastliðinn vetur bendir þó ekki til
að þetta hlýviðrisskeið sé byrjað, jafnvel þó áður taldar
hitabreytingar eigi að vera staðreynd eftir 50 ár.
Þá er því og haldið fram, að vegna mengunar í andrúmsloft-
inu nái geislar sólar ekki eins auðveldlega til jarðar, þeir brotni
á rykögnum í gufuhvolfinu og nái ekki til jarðarinnar á stórum
svæðum. Þetta myndi valda kólnandi loftslagi, eða jafnvel
nýrri ísöld.
97