Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 104
hélst það veður með litlum breytingum til 14. nóv., snérist þá
til vestanáttar hluta úr degi, en fór svo í austnorðanátt með
skafbyl og hélst það veður með litlum breytingum til 23. nóv.,
en þá snérist áttin í háttnorðan hvassviðri með svælingsbyl. 24.
nóv. birti upp, en 25. nóv. var skollinn á austan skafbylur og
26. nóv. var hátt-norðan stormur og ofsabylur og hélst það til
29. nóv., en þá snérist veðrið til hvassrar austanáttar með
sólskini og góðu veðri til mánaðarloka.
Desember. Byrjaði með sunnanátt, þíðviðri og sudda fyrst, svo
ofsaveðri með rigningu, 4. des. gekk í útsynningskóf og 5. des.
var útsynningur með éljagangi. 6. des. snérist veður í hæga
norðanátt með kafaldsmusku fyrst, en síðar með snjókomu og
frosti, er snérist í útnorðan með éljum. 9. des. gekk í útsynning
og hélst það veður með litlum breytingum til 15. des., þá gerði
sunnan hláku og rigndi ókjör. 17. des. gekk í útsynning og
hélst til 21. des. með miklum rosa. Stundum rigndi ókjör, en
þess á milli éljagangur en alltaf frostlítið. Frá 21. til 28. des.
var ýmist vestanátt eða norðanátt með miklu frosti. 28. des.
gekk í austan storm með kafaldséljum af og til, en lítið frost og
hélst það veðurlag til mánaðarloka.
Áður fyrr var ríkjandi meðal fólks einskonar átrúnaður á
það hvernig veður var vissa daga ársins, svo sem á Pálsmessu,
Kyndilmessu, Öskudag o.fl., og hefur oft verið um það rætt og
ritað.
Aftur á móti var annar átrúnaður, sem minna hefur verið til
umræðu, en það er, ef að veðurbreytingar (sérstaklega til hins
verra) urðu á vissum dögum vikunnar, til dæmis á laugardög-
um, samanber, sjaldan stendur lengi laugardags veður.
Það var algeng trú, að ef veðurbreytingar yrðu á þriðjudög-
um og föstudögum, þá stæði það veður lengur, en ef veður-
breytingin hefði orðið aðra daga vikunnar. I sambandi við
þennan átrúnað, hef ég gert athugun á árinu 1877 og læt þá
athugun flakka hér með til gamans.
Þann 9. janúar, sem var þriðjudagur, gekk í útsynning með
éljum, úr norðan stillu og frosti. Þessi útsynningur stóð yfír
með snjókomu, kafaldshryðjum, fannfergi og mikilli snjókomu
102