Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 107
Til lesenda
Strandapóstsins
Þessar 4 myndir eru úr myndasafni átthagafélagsins, en við
vitum ekki af hverjum þær eru. Nú er það vinsamleg ósk
ritnefndar, ef einhver þekkir af hverjum myndirnar eru, að
senda upplýsingar um það til Jóhannesar Jónssonar, Stóra-
hjalla 1, Kópavogi. Einnig óskum við eftir að fólk láti okkur fá
gamlar myndir, ef því eru þær ekki mjög fastar í hendi og má
senda þær til Jóhannesar, sem geymir myndasafn átthagafél-
agsins. Ennfremur vill ritnefndin biðja alla þá, sem eiga
gamlar myndir frá Ströndum, að skrifa með mjúkum blýanti
nafn þess sem myndin er af og heimilisfang aftan á myndirn-
ar. A mörgum gömlum myndum er nafn Ijósmyndarans aftan
á myndinni og má að sjálfsögðu ekki skrifa ofan í það, enda
nægilegt pláss út við rönd myndarinnar.
Það er mjög áríðandi að skrifa nöfnin aftan á myndirnar,
því nú þegar er ótrúlegur fjöldi mynda, bæði í Þjóðminjasafni
og hjá einstaklingum, sem enginn þekkir, eða veit af hverjum
er.
Við vonum að lesendur Strandapóstsins bregðist nú vel við
og sendi okkur þær myndir, sem þeir geta af hendi látið, hvort
sem þær eru af fólki, gömlum bæjum, bátum eða landslagi,
sem sagt, allar gamlar myndir í myndasafn átthagafélagsins.
105