Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 109
Hermann Búason:
B ernskuminning
Vorið 1921 héldu Hrútfirðingar upp á 110 ára afmæli Jóns
Sigurðssonar 17. júní.
Þar sem ég fór þá í fyrsta skipti á skemmtisamkomu, varð
hún mér all minnisstæð. Ég réð því af að hripa á pappír
eitthvað af því, sem ég man um þann atburð.
Pabbi gaf mér eina krónu, og sagði mér að kaupa mér
„eitthvað upp í mig“ á skemmtuninni. Ég steig á bak Herði,
jörpum stólpagrip, er pabbi átti. Ég slóst í för með vini
mínum, Óla á Borgum (Ólafur Ólafsson). Við létum hestana
brokka inn grundirnar, inn að Kollsá. Óli reið Smára, röskum
klár. A Kollsá bættust við tveir: Valdi — Valdimar Tómas-
son, frændi minn, og Siggi — Sigurður Þórðarson. Báðir voru
þeir allvel ríðandi. Var því heldur sprett úr spori. Man ég að
allir hleyptu, er við komum á Skildina, á milli Prestbakka og
Ljótunnarstaða.
Jóreykur steig eins og ský upp í loftið og mér fannst ég vera
orðinn dálítill karl.
Þegar að Borðeyri kom, spurði ég strax eftir bróður mínum,
Brandi, sem þá var búsettur á Borðeyri. Brandur kom skjótt,
og er við höfðum heilsast, komum við Herði í gæslu, og mig
minnir að það kostaði 50 aura. Annaðist Brandur allan
kostnað af dvöl minni á samkomunni, svo ég man ekki um þá
hlið málsins.
Síðan fór Brandur með mig heim til sín. Hann bjó í
Riis-húsi. Það var íbúðarhús þáverandi verslunarstjóra,
Hendriks Theódórs og frú Ásu, konu hans. Þegar ég hafði
þvegið mér og greitt, fór ég með Brandi þangað sem skemmt-
107