Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 110
unin átti að vera. Á milli Riis-húss og Riis-verslunar var svæði,
opið til suðurs, en lokað af pakkhúsi að norðan, sem heita
mátti að næði á milli áðurnefndra húsa.
Myndaðist þama allgott skjól í norðanátt. Þama hafði verið
komið fyrir palli fyrir kór, svo og ræðustól.
Merki með fánalitum voru seld og giltu þau sem aðgöngu-
miði að skemmtuninni.
Snögglega vatt sér ungur maður upp í ræðustólinn, Hendrik
Theódórs. Hann var formaður skemmtinefndar og bar hann
og aðrir skemmtinefndarmenn stærra merki, og fannst mér til
um það skraut.
Hendrik setti skemmtunina og las skemmtiskrá. Hún var á
þessa leið en ef til vill man ég ekki röð skemmtiatriða rétt:
Minni Jóns Sigurðssonar: Björn Magnússon, símstjóri.
Söngur bl. kór, stjórnandi: Elín Theódórs.
Kapphlaup.
Kappsund.
Reipdráttur.
Ræða.
Einleikur á orgel: Páll ísólfsson.
Einsöngur: Finnbogi Theódórs.
Dans.
Er Hendrik hafði lokið máli sínu, dundi við lófaklapp og
bergmálaði það í húsunum í kring.
Þá talaði Björn, og sagði eitthvað á þá leið að hann vildi
bregða upp mynd af lífl forsetans í daglegri önn. Lýsti hann
klæðaburði hans og háttum.
Þar næst söng kórinn, og þótti mér skrítið að sjá stjórnand-
ann slá taktinn.
Síðan hófst kappsundið. Var synt frá Riis-bryggju í vestur
50 metra. Þessir syntu: Brandur Búason, Jóhann Jónsson og
Stefán Hallgrímsson. Stjórnaði Björn Magnússon símstjóri
startinu, og taldi: einn, tveir og — þrír. Þá steyptu sundmenn-
irnir sér. Fyrstur varð Stefán, þá Brandur og Jóhann varð
síðastur. Heldur var nú kalt að svamla í sjónum þennan dag,
sólarlaust og norðan gola.
108