Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 113
„Þegar
mamma
kom heim“
Frásögn þessi birtist áður í tímaritinu „Akranesi“,
jan.-febr. 1949, 1.-2. tölubl. og er tekin þaðan óbreytt.
Ritnefnd Strandapóstsins þótti greinin athyglisverð og
góður fengur að henni. Þess vegna kemur hún hér fyrir
augu lesenda.
Margir kannast við hinn merka bónda og frœðimann Finn frá
Kjörseyn i Hrútafirði. M.a. af endurminningum sinum. Hér fer á eftir
einkar snotur og hugðnœm frásögn eftir Ragnhildi dóttur Finns, er hún
kallar. „ Þegar mamma kom heim. “ Saga þessi er hin merkilegasta,
bœði vegna draumsins, sem móður hennar dreymir svo oft og rœtist svo
nákvœmlega eftir tugi ára. Einnig vegna ýmislegs fleira, sem hér kemur
við þessa sögu, svo og vegna þess, hve vel er hér frá sagt, og sýmr
Ijóslega frásagnarhœfileika þessarar dóttur þeirra Kjörseyrarhjóna.
Móðir mín, Jóhanna Matthíasdóttir, bónda á Kjörseyri,
Sigurðssonar bónda á Fjarðarhorni, var fædd á Kjörseyri í
Hrútafirði 13. des. 1845. Á Kjörseyri ólst hún upp, og þegar
111