Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 114

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 114
hún giftist föður mínum, Finni Jónssyni, árið 1869, þá fóru þau að búa á Kjörseyri og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Á yngri árum hafði mamma mjög skarpa sjón. Á þessum árum dreymdi hana oft sama drauminn, svo iðulega, að hún var farin að segja á morgnana. „Nú dreymdi mig bæinn minn í nótt.“ Þá sáust ekki timburhús til sveita, jafnvel kirkjan var úr torfi, en draumurinn var á þá leið, að hana dreymdi, að hún kæmi að húshlið og það var allt úr timbri. Hún fór þar inn í anddyrið og upp stiga, sem lá þaðan upp á loftið, en hún veitti því eftirtekt, að hún sneri sér öðruvísi, þegar hún kom upp en þegar hún steig fyrst upp í stigann. Stiginn var snúinn, en þannig lagaðan stiga hafði hún aldrei séð. Svo gekk hún inn eftir loftinu inn í herbergi, sem þar var. Gluggi var þar beint á móti dyrunum, borð undir glugganum, rúm annars vegar, en stóll hins vegar við borðið. Hún settist á stólinn og leit út um gluggann, og þar blasti við augum stór, græn flöt. Lengri var draumurinn ekki, en þetta dreymdi hana iðulega, en þegar hún varð fullorðin, þá hætti hana að dreyma þennan draum. Þegar mamma var um þrítugt fór hún að missa sjón, og það svo hröðum fetum, að þegar hún var liðlega þrítug, gat hún hvorki lesið eða saumað eða gert nokkurt verk, sem reyndi á sjónina. Þá var ráðizt í það, að hún færi til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga. Faðir minn ílutti hana landveg til Reykjavíkur, urðu þau samferða Pétri Eggerz, sem þá var kaupstjóri á Borðeyri. Var hann að fara til Bretlands. Með sömu ferð fór Gunnlaugur Briem og kona hans, og þar sem þau fóru alla leið til Kaupmannahafnar, þá tóku þau að sér að leiðbeina mömmu þegar þangað kæmi. Þau fóru með póst- skipinu „Valdimar“. Þetta var sumarið 1877. Mamma var mjög sjóveik á allri þessari ferð. í Færeyjum fór hún í land með samferðafólkinu, ekki man ég hverjir voru húsráðendur á því heimili, sem hún kom á, en þar sá hún sessu, sem bóndadóttir úr Hrútafirði hafði saumað. Það var Ingunn Jónsdóttir frá Melum, síðar húsfreyja á Kornsá. Þegar til Kaupmannahafnar kom og hún hitti augnlækn- inn, Hansen að nafni, þá sagði hann henni, að hún kæmi allt 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.