Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 121

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 121
„Og móðurinni barnahópur hvarf og hljómurinn var hennar eina gleði“ o.s.frv. Það sagði mamma, að hún hefði misst minni eftir að hún fékk sjónina, áður hafði hún óbrigðult stálminni, en nú kom svo ótal margt nýtt til að muna. Eitt kvöld var mamma frammi í búri eitthvað að gera og var í myrkrinu, ein systranna kom þá til hennar. „Því kveikirðu ekki?“ sagði hún. „Æ, ég mundi ekkert eftir því,“ sagði hún, hún var svo vön að vinna í myrkrinu, en þá kveikti hún strax. Mér var minnisstæðast hversu allir samglöddust mömmu af heilum hug. Gamall maður kom og var að heilsa henni og bætti við. „og ég óska þér-----ég óska þér-------gleðilegrar hátíðar.“ Hann var góðglaður, en þarna fylgdi hugur máli, þó honum vefðist tunga um tönn, en orð hans áttu þó vel við. Það var sumarið eftir, 1892, að mamma fór einn morgun suður að læk í glaðasólskini. Þegar hún kom inn aftur, þá sagði hún. „Nú sá ég sama bláa litinn, sem ég sá, þegar augun voru skorin upp, það var í daggardropa suður við læk.“ Sextán árum síðar, sumarið 1907, fóru foreldrar mínir með „Vestu“ frá Borðeyri til Reykjavíkur. Samskipa þeim var Jón blindi frá Mýlaugsstöðum, einnig voru margir þingmenn með skipinu, voru þeir Norðlendingarnir oft að koma til Jóns og vita hvernig honum liði. Einu sinni voru þau að drekka kaffi og buðu Jóni með sér og var mamma að hjálpa honum. Þá sagði Jón. „Það er einkennilegt með þessa konu, það er eins og hún viti allt, sem ég hugsa.“ „Það er ekki einkennilegt,“ sagði faðir minn, „því sjálf hefur hún verið blind í mörg ár.“ Rétt í þessum svifum koma þeir inn Jón í Múla og Karl Finnboga- son. „Nú, þú ert ekki einn í ráðum, karl,“ sögðu þeir. „Nei,“ sagði Jón, „en það er annað, ég hef hitt hér konu, sem hjálpar mér af svo mikilli nákvæmni, að það er eins og hún viti allar mínar hugsanir, en mér er líka sagt, að hún hafi verið blind í mörg ár. Þetta er það einkennilegasta, sem fyrir mig hefur komið.“ „Það er þó ekki sú, sem kvæðið var um,“ sagði Karl Finnbogason. „Jú, það er hún.“ 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.