Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Veðurmetunum rigndi á Akureyri í
nýliðnum júlímánuði, ef hægt er að
taka svo til orða. Meðalhitinn var sá
hæsti frá upphafi mælinga og sömu-
leiðis mældist sólskin meira en
nokkru sinni fyrr. Þar með féll met
sem staðið hafði í rúm 90 ár. Þá
mældist úrkoman ekki nema 12
millimetrar, sem er 35% af meðal-
úrkomu mánaðarins.
Þetta kemur fram í yfirliti Veður-
stofunnar um tíðarfar í júlí. Þar
kemur fram að mánuðurinn var
mjög hlýr og þurr, sérstaklega á
Norður- og Austurlandi. Meðalhiti
júlímánaðar í þeim landshlutum var
víða sá hæsti frá upphafi mælinga.
Hins vegar var þungbúnara suðvest-
anlands en tiltölulega þurrt. Á lands-
vísu var mánuðurinn sá næsthlýjasti,
hlýrra var í júlí 1933. Hiti fór yfir 20
stig einhvers staðar á landinu, alla
daga mánaðarins nema einn.
Bæting upp á heilt stig
Á Akureyri var meðalhitinn 14,3
stig, 3,1 stigi yfir meðallagi áranna
1991 til 2020 og einnig 3,1 stigi yfir
meðallagi síðustu tíu ára. Mánuður-
inn var hlýjasti júlímánuður frá upp-
hafi mælinga á Akureyri fyrir 141
ári. Fyrra met var frá júlí 1933 þegar
mánaðarhitinn var 13,3 stig og er
bætingin því upp á heilt stig. Sömu-
leiðis var mánuðurinn sá hlýjasti á
Dalatanga, en þar hefur hiti verið
mældur í 83 ár samfellt. Í Grímsey
hefur verið mælt í 148 ár og þar rað-
ast mánuðurinn í 2. sæti. Meðalhit-
inn þar var 10,7 stig. Sömuleiðis var
mjög hlýtt á hálendinu. Þannig var
júlí í 2. sæti af 57 mældum mánuðum
á Hveravöllum. Á hálendinu fóru
hitavik miðað við síðustu tíu ár vel
yfir fjögur stig sem þykir mjög mikið
í sumarmánuði. Jákvæð hitavik mið-
að við síðustu tíu ár voru mest 4,7
stig við Upptyppinga, Biskupsháls
og á Möðrudalsöræfum. Meðalhiti í
Reykjavík í júlí var 11,7 stig og er
það 0,1 stigi yfir meðallagi áranna
1991 til 2020 en -0,1 stigi undir með-
allagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn
raðast í 31. særti af 151 mælingu. Í
Stykkishólmi var meðalhitinn 11,6
stig og 10,9 stig á Höfn í Hornafirði.
Sem fyrr segir var meðalhiti mán-
aðarins hæstur á mönnuðu stöðinni á
Akureyri, 14,3 stig. Meðalhitinn fór
einnig yfir 14 stig á Torfum í Eyja-
firði (14,3 stig), Grímsstöðum á
Fjöllum (14,2 stig) og á Hallorms-
stað (14,1 stig). Meðalhiti eins mán-
aðar á Íslandi hefur aldrei áður farið
yfir 14 stig á nokkurri stöð með bein-
um mælingum (eldra met var 13,7
stig og er frá Egilsstöðum júlí 1955,
Írafossi júlí 1991 og Hjarðarlandi
júlí 2019).
Meðalhámarkshiti mánaðarins
var einnig hærri en áður, 20,5 stig á
Hallormsstað. Eldra met var 18,7
stig (Hjarðarland í júlí 2008).
Hæsti hiti mánaðarins mældist
27,5 stig á mönnuðu stöðinni á
Akureyri hinn 20. Hæsti hiti mán-
aðarins á sjálfvirkri stöð mældist
27,3 stig á Akureyri-Krossanes-
braut hinn 20. Lægsti hiti mældist
0,0 stig á Grímsstöðum á Fjöllum
hinn 31.
Júlí þurr um mestallt land
Júlí var þurr um mestallt land og
úrkoma yfirleitt um þriðjungur til
helmingur af meðalúrkomu.
Úrkoma í Reykjavík mældist 26,5
millimetrar sem er um 50% af með-
alúrkomu áranna 1991 til 2020. Á
Akureyri mældist úrkoman 12,0 mm
sem er um 35% af meðalúrkomu ár-
anna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi
mældist úrkoman 17,2 mm og 35,5
mm á Höfn í Hornafirði.
Mjög sólríkt var á norðaustan-
verðu landinu í júlí en þungbúið var
suðvestanlands.
Sólskinsstundir á Akureyri
mældust 243,9 sem er 91,4 stundum
yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.
Sólskinsstundirnar hafa aldrei
mælst eins margar á Akureyri í júl-
ímánuði. Fyrra sólskinsstundamet
júlímánaðar á Akureyri er frá 1929,
238,6 stundir. Í Reykjavík mældust
sólskinsstundirnar 121,0, sem er
62,2 stundum undir meðallagi ár-
anna 1991 til 2020.
Veðurmetunum „rigndi“ á Akureyri
- Hæsti hitinn, mesta sólskinið en lítil úrkoma í júlí - Mánuðurinn var mjög hlýr og þurr á landinu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Sólarmánuður Ungir sem aldnir nutu veðurblíðunnar á Akureyri í júlí, sem fer í sögubækurnar fyrir veðursæld.