Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Vorum að fá í einkasölu fasteignina Egilsgötu 3 ( Domus Medica). Um er að ræða u.m.þ.b 60% af heildareigninni. Skráð 2.540 fm ( brúttó). Fasteignin er frábærlega staðsett í hjarta borgarinnar í nálægð við miðborgina og helstu stofnbrautir. Stutt er á Háskólasvæðið og hinn nýja Landsspítala. Gert er ráð fyrir afhendingu innan 6 mánaða eða eftir nánara samkomulagi. Fasteignin gæti hentað undir ýmiskonar starfsemi, svo sem heilbrigðis- þjónustu, skrifstofur, hótel og jafnvel íbúðarhúsnæði. Þetta er þó háð samþykki byggingaryfirvalda. Allur mögulegur byggingarréttur sem fæst með eigninni hlutfallslega, fylgir með í sölunni. Húsið er í góðu standi og hefur verið haldið vel við. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður og sýnir eignina eftir samkomulagi: Stefán Hrafn Stefánsson lögm, lögg.fasteignasali. Sími 895 2049 – stefan@storborg.is TIL SÖLU DOMUS MEDICA HÚSIÐ EGILSGATA 3 101 Reykjavík STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiðin í þremur laxveiðiánna er kom- in yfir þúsund laxa markið, þar á með- al í Rangánum báðum en veiðin er þó mun dræmari í þeim systurám en á sama tíma í fyrra, sérstaklega í þeirri eystri. Á miðvikudagskvöldið var höfðu svo 1.030 laxar veiðst í Norðurá þar sem veiðin er mun betri en síð- ustu sumur og fleiri ár á Vesturlandi eru að lyfta sér upp úr niðursveiflu síðustu ára, eins og Þverá-Kjarrá og Laxá í Leirársveit. Árnar í Húnavatnssýslu eru hins vegar ekki að ná þeirri viðspyrnu sem vonast hefur verið eftir. Veiðin í Víði- dalsá er þó á ágætu róli, 351 lax veidd- ur og síðasta vika gaf 92, en í Vatnsdal er afar rólegt, bara 194 veiddir og 39 í vikunni. Þá voru 100 komnir á land í Hrútafjarðará á miðvikudag, eftir 29 laxa viku. Einnig er rólegt í ám á norðaustur- horninu. Í Selá höfðu á miðvikudag veiðst 395, sem er talsvert minni veiði en á sama tíma í fyrra, og veiddust 65 þar eystra í vikunni, en í Hofsá og Sunnudalsá höfðu veiðst 283 eftir 62 laxa viku. Þá hefur heyrst að gang- urinn sé hægur í Þistilfjarðaránum – „það er lítið að gerast,“ sagði viðmæl- andi sem veiddi í einni ánna þar á dögunum. Á miðvikudag höfðu 136 veiðst á stangirnar þrjár í Svalbarðsá og 109 á fjórar stangir í Hafralónsá. Þrjár með meira en tvo á stöng Það er vissulega athyglisvert að horfa á heildarveiðitölur í bestu ám landsins en sú tala sem segir þó meira um það sem kalla má gæði veiðinnar í hverri á er hversu margir laxar veið- ast að meðaltali á stöng á dag. Og þar breytist listinn talsvert. Á toppnum trónir veiðin í Urriðafossi í Þjórsá þar sem veiðimenn hafa að meðaltali fengið 3,13 laxa á stöng á dag. Í öðru sæti er Haffjarðará, með 2,18 laxa að meðaltali á dagsstöngina. Í Miðfjarð- ará er meðalveiðin 2,1 lax á dags- stöng, Í Eystri-Rangá 1,92, í Laxá á Ásum 1,84 laxar, í Selá 1,66 laxar, í Laxá í Kjós 1,55 og í Laxá í Leirár- sveit 1,52 laxar á stöng á dag. Á þremur veiðisvæðum hafa því veiðst að meðaltali yfir tveir laxar á stöng í sumar. Á svæðinu við Urriða- foss, sem er tiltölulega nýtt í stang- veiðinni og býður upp á fjölbreytilegt agn í jökulvatni, hafa veiðst yfir þrír á dag, og í Haffjarðará og Miðfjarðará þar sem árum saman hefur mátt ganga að þessum gæðum vísum. „Mikið af laxi í ánni“ Eins og sjá má þá hefur verið góður gangur í Laxá í Leirársveit og veiði- menn sem þar hafa verið hafa verið lukkulegir. 62 laxar veiddust í Laxá í síðustu viku en í vikunum þar á undan 100 og 122. „Það er mikið af laxi í ánni og það hefur líka gengið mikið af stórum sjó- birtingi eins og verið hefur. Hann er líka skemmtilegur flugufiskur,“ segir Haukur Geir Garðarsson staðar- haldari í Leirársveitinni. „Þetta hefur verið mjög gott í sumar og góð dreifing á veiðinni,“ bætir hann við og að vatnsstaðan hafi verið nokk- uð góð í sumar, sem hefur líka hjálpað. Eftir lélegar smálaxagöngur í fyrra gekk lítið af tveggja ára laxi í ár landsins nú og Haukur Geir segir það einnig hafa verið svo í Laxá. „Þetta er meira eins árs lax og það var áberandi framan af hvað hann var vel haldinn, mikið 64 til 68 cm, og hængar áber- andi. Flottur fiskur.“ Haukur Geir segir að í gegnum ár- in hafi virst sem Laxárnar í Leirár- sveit og í Kjós séu nokkuð samstiga í upp- og niðursveiflum og skeri sig líka nokkuð hvað það varðar frá ánum í Borgarfirði. Og á miðvikudaginn var voru veiðitölur í þessum ám nánast þær sömu. Veiðin er oft mjög góð í Leirársveit seinnipart sumars og á haustin. „Við eigum því talsvert inni,“ segir hann og væntir þess að ná að minnsta kosti meðalveiði í sumar, um eitt þúsund löxum. „Við eigum því talsvert inni“ - Besta laxveiðin að meðaltali á stöng er við Urriðafoss og í Haffjarðará og Miðfjarðará - Upp- sveifla í ánum á Vesturlandi en dræmari veiði á norðausturhorni - „Mjög gott“ í Laxá í Leirársveit Lukkulegur Nicolas Hill-Norton hampar 104 cm löngum hæng sem hann landaði eftir 40 mínútna baráttu í hnum gjöfula veiðistað Gretti í Haffjarð- ará, með aðstoð Þóris Halldórssonar. Laxinn tók Frances-míkrókón. Aflahæstu árnar Staðan 4. ágúst 2021 Heimild: www.angling.is *Tölur liggja ekki fyrir 0 250 500 750 1.000 1.500 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 5. ágúst 2020 7. ágúst 2019 Eystri-Rangá 18 1.492 3.981 1.823 Ytri-Rangá&Hólsá,vesturbakki 20 1.059 1.385 707 Norðurá 15 1.030 705 241 Þverá + Kjarrá 14 883 617 470 Miðfjarðará 10 819 920 767 Urriðafoss í Þjórsá 4 790 874 705 Haffjarðará 6 588 669 348 Langá 12 494 494 235 Laxá í Kjós 6 475 431 103 Laxá í Leirársveit 6 470 269 * Selá í Vopnafirði 6 395 620 794 Elliðaárnar 8 376 325 390 Blanda 8 371 410 541 Laxá á Ásum 4 361 363 358 Víðidalsá 8 351 292 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.