Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
„ÞETTA ER SÍÐASTA PARIÐ AF ÞESSUM!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... vatnsheld.
KOMIÐ SÆL! OG VELKOMIN Í …
UM … UM … UM …
KANNSKIÆTTUÐ
ÞIÐ BARA AÐ FARA
HALLÓ HELGA!
ÉG ER KOMINN HEIM
EFTIR TVO MÁNUÐI Á
SJÓNUM!
VELKOMINN
HEIM!
FÖRUM ÚT AÐ
BORÐA!
MIG LANGAR
MIKLU
FREKAR Í
HEIMALAGAÐA
MÁLTÍÐ!
SÆKTU KÁPUNA ÞÍNA
„DRAGÐU DJÚPT ANDANN OG HALTU
HONUM. ÉG HEYRI EKKI HJARTSLÁTTINN
FYRIR ÖLLU SURGINU.“
með aðstöðu í höfuðstöðvum
velferðarsviðs.“
Guðný hefur sinnt fjölmörgum fé-
lagsstörfum í heilbrigðismálum allt
frá háskólaárunum enda hefur hún
alltaf haft brennandi áhuga á sínu
fagi. Á æskuheimilinu voru oft heim-
spekilegar samræður um andleg mál-
efni sem örvuðu gagnrýna hugsun og
vöktu þennan áhuga á mannskepn-
unni. „Sem unglingur las ég líka
jógabók sem breytti varanlega
heimssýn minni og snemma þótti
mér lífið ærið mótsagnakennt, eig-
inlega bara furðuleg ráðstöfun. En
það er auðvelt að missa jarðteng-
inguna þegar maður týnir sér í svona
pælingum og þá finnst mér dásam-
legt að finna tenginguna aftur í sam-
skiptum við mín dásamlegu barna-
börn. Gefandi samskipti eru svo
mikilvæg fyrir okkur manneskj-
urnar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðnýjar Önnu er
Hjálmar Kjartansson, viðskiptafræð-
ingur MBA, f. 1.3. 1958. Þau eiga
dótturina Freydísi Guðnýju, f. 30.11.
1984, næringarfræðing MSc, Side-
kick Health Reykjavík og HSS í
Reykjanesbæ. Maki hennar er Emil
Ásgrímsson, grafískur hönnuður, f.
11.2. 1985. Þau eiga börnin Móeiði, f.
2013; Dýrleif, f. 2018, og Styr, f. 2020.
Þau búa í Reykjavík. Fyrri maki
Guðnýjar var Friðrik Kr. Guð-
brandsson læknir og áttu þau soninn
Friðrik Gauta, f. 30.5. 1979, texta-
smið í Reykjavík. Barn hans og
Thomasinu Larkin er Violet Evolina,
f. 2009.
Systkini Guðnýjar eru Gauti, f.
20.2. 1933, fv. yfirlæknir FSA,
kvæntur Sólrúnu Sveinsdóttur, bú-
sett í Kópavogi; Valur, f. 1.3. 1935, d.
13.10. 1990, kaupfélagsstjóri KEA og
bankastjóri Landsbankans, kvæntur
Sigríði Ólafsdóttur, búsett í Garða-
bæ, og Hlíf (nú Linda Hlíf Christen-
sen), f. 2.8. 1940, dómtúlkur og
skjalaþýðandi, gift Bent Christensen
(d. 2020), búsett í Danmörku.
Foreldrar Guðnýjar voru hjónin
Guðný Anna Pétursdóttir Jensen
húsfreyja, f. 8.3. 1911, d. 30.7. 1988,
og Arnþór Jensen framkvæmdastjóri
á Eskifirði, f. 22.5. 1906, d. 9.1. 1993.
Guðný Anna
Arnþórsdóttir
Jens Peder Jensen
beykir á Eskifirði
Jóhanna María Jensen Pétursdóttir
húsfreyja á Eskifirði
Vilhelm Jensen
kaupmaður á Eskifirði
Þórunn Markúsdóttir
húsfreyja á Eskifirði
Arnþór Jensen
framkvæmdastjóri
á Eskifirði
Sr. Markús Gíslason
prestur á Stafafelli, Lóni
Metta Einarsdóttir
prestsfrú á Stafafelli, Lóni
Sr. Þorsteinn Þórarinsson
prestur í Berufirði og Heydölum
Þórunn Sigríður Pétursdóttir
prestsfrú í Berufirði og Heydölum
Sr. Pétur Þorsteinsson
prestur í Heydölum í Breiðdal
Hlíf Bogadóttir Smith
prestsfrú í Heydölum í Breiðdal
Bogi Lárentíus Mariinius Smith
b. og smiður í Arnarbæli á Fellsströnd
Oddný Þorsteinsdóttir Smith
húsfreyja í Arnarbæli á Fellsströnd
Úr frændgarði Guðnýjar Önnu Arnþórsdóttur
Guðný Anna
Pétursdóttir Jensen
húsfreyja á Eskifirði
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Í geimnum er sífellt á sveimi.
Svolítill dreitill í máli.
Af fjölmörgum dáð hér í heimi.
Hryssa í vísu frá Páli.
„Þá er það lausnin,“ skrifar Helgi
R. Einarsson:
Geislar frá stjörnunum stafa.
Stjarna er dreitill í máli.
Stjörnurnar stuðningsmenn hafa.
Stjarna er hryssa hjá Páli.
Guðrún B. á þessa lausn:
Stjörnur geysast geiminn um,
í glas stjarnan að tarna.
Vont að missa af vinsældum
og vera stjarna af hugsjónum,
þar á ofan þegar það var hún Stjarna.
Knútur Ólafsson svarar:
Stjarna skín ósjaldan sterkt í myrkum
geimi.
Stjarna er dreitill í glasi eða máli.
Ýmsar mennskar stjörnur eru dáðar hér
í heimi.
Hryssan ’hún Stjarna er í vísu hjá Páli.
Eysteinn Pétursson leysir gátuna
þannig:
Starir frá himninum stjarnanna gnægð.
Stjarna er dreitill í máli.
Kvikmyndastjörnurnar státa af frægð.
Stjarna’ er í vísu frá Páli.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Stjarnan er stöðugt á sveimi.
Stjarna er vínsopi í máli.
Strauss var hér stjarna í heimi.
Um Stjörnu var kveðið af Páli.
Þá er limra:
Það var angist og uppnám hjá konum
og ekki nema að vonum,
þegar filmstjarna ein
kyssti afgamla Svein
og andlitið datt af honum.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Tíminn er á fleygiferð,
flýta mér ég núna verð.
Skáldagyðja ljá mér lið,
svo ljúka megi gátu við:
Hlýðir þessu hundurinn.
Hermir ýmsum dauða sinn.
Eitthvað, sem ég á mér finn.
Oft þér geri, vinur minn.
Þessi limra flaut með lausn Helga
R. Einarssonar:
Bisnessmaðurinn
Hjartað í honum sló,
en hætti þegar ’ann dó.
Þá samdi við
sómalið,
sjálfan „Guð og co.“
Guðríður í Múlakoti orti um Jón-
atan Þorsteinsson:
Skáldgyðjuna þarf ei þvinga,
þreyir glaður óðs við stjan
besta skáldið Borgfirðinga
bráðgáfaður Jónatan.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Með stjörnur í augunum