Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
ÓL Í TÓKÝÓ
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Boðhlaupssveit Ítalíu vann í gær
ansi hreint magnaðan sigur í úrslit-
um 4x100 metra hlaups karla á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó. Filippo
Tortu, sá sem var fjórði og síðastur
til að taka við keflinu í hlaupi gær-
dagsins, náði frábærum endasprett
og kom í mark aðeins einum hundr-
aðshluta úr sekúndu á undan
Nethaneel Mitchell-Blake frá
Stóra-Bretlandi, sem virtist vera að
tryggja þjóð sinni gullið áður en
Tortu tók til sinna ráða.
Í liði Ítalíu ásamt Tortu eru þeir
Lamont Marcel Jacobs, Eseosa De-
salu og Lorenzo Patta. Af þeim var
Jacobs áður búinn að tryggja sér
óvænt ólympíugull í 100 metra
hlaupi karla. Ítalir hafa undanfarna
áratugi ekki þótt skara fram úr í
frjálsíþróttum en ólympíugullin í
þeim á leikunum í ár eru hins vegar
orðin fimm.
Áður hefur verið greint frá sögu-
legu gulli hástökkvarans Gianmarco
Tamberi, sem hann deildi með Kat-
arbúanum Mutaz Essa Barshim á
leikunum. Það var í fyrsta skipti
síðan á Ólympíuleikunum í Stokk-
hólmi árið 1912 sem gulli var deilt í
frjálsíþróttagrein. Þá var það þó
gert eftir að Bandaríkjamaðurinn
Jim Thorpe var sviptur gull-
verðlaunum sínum í tugþraut og
fimmþraut áður en hann fékk þau
aftur, en þeir sem lentu í öðru sæti
á eftir honum héldu einnig gull-
verðlaunum sínum eftir það.
Þá tryggði Antonella Palmisano
sér ólympíugull í 20 kílómetra
göngu kvenna í gær og Massimo
Stano hafði gert slíkt hið sama
karla megin daginn áður. Ólympíu-
gullin fimm hjá Ítölum í frjáls-
íþróttum á leikunum eru ansi
merkileg með það í huga að þau
voru alls aðeins fjögur samtals í
frjálsíþróttum á síðustu átta leik-
um, frá og með leikunum í Seúl í
Suður-Kóreu árið 1988 fyrir 33 ár-
um.
Löng ganga í óbærilegum hita
Pólverjinn Dawid Tomala tryggði
sér í fyrrakvöld ólympíugull í 50
kílómetra göngu karla eftir að hafa
komið fyrstur í mark á tæplega
fjórum klukkustundum í úrslitum
greinarinnar á leikunum.
Aðstæðurnar sem keppendur
þurftu að glíma við voru ansi erf-
iðar þar sem 31 stigs hiti og mikill
raki settu strik í reikninginn hjá
keppendum í Sapporo Odori-
garðinum í Japan, þar sem úrslitin
fóru fram.
Tomala kom í mark á 3:50:08
klukkustundum og skákaði silf-
urverðlaunahafanum Jonathan Hil-
bert frá Þýskalandi og Evan Dun-
free frá Kanada, sem komu í mark
skömmu á eftir Pólverjanum.
Ef það hefur verið lýjandi fyrir
fremstu menn að keppa þá hafa öft-
ustu menn sem kláruðu gönguna ef-
laust líka fundið fyrir talsverðri
þreytu að lokinni keppni, til að
mynda þeir Lukas Gdula, sem kom
í mark á 4:33:06 klukkustundum og
lenti í 46. og næstsíðasta sæti, og
Ekvadorinn Claudio Villanueva sem
gekk í tæpar fimm klukkustundir
og kom síðastur í mark. 47. sæti, á
4:53:09 klukkustundum.
Alls kláruðu tólf keppendur ekki
gönguna, þar sem þeir ýmist hættu
keppni sjálfir eða voru dæmdir úr
leik. Leiða má að því líkum að í ein-
hverjum tilfellum hafi þeir sem
hættu keppni gert það vegna erf-
iðra aðstæðna.
Eftirtektarverður árangur
- Ítalir slá í gegn í spretthlaupum á Ólympíuleikunum í Tókýó - Hafa fengið
fimm gull í frjálsum á leikunum - Aðeins fjögur á 33 árum á undan
AFP
Boðhlaupssveitin Lamont Marcell Jacobs, Eseosa Desalu, Lorenzo Patta og Filippo Tortu fagna sigri.
Kanada er ólympíumeistari kvenna
í knattspyrnu eftir að hafa haft bet-
ur gegn Svíþjóð í bráðabana í víta-
spyrnukeppni í úrslitaleiknum á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó í gær.
Markahrókurinn mikli, Stina
Blackstenius, kom Svíum yfir á 34.
mínútu og voru Svíar yfir að lokn-
um fyrri hálfleik. Svíþjóð var með
Íslandi í riðli í síðustu undankeppni
og gerði jafntefli í Laugardalnum
síðasta haust.
Julia Grosso tryggði Kanada sig-
urinn þegar vítaspyrnukeppnin var
komin í bráðabana.
Vítaspyrnukeppni
þurfti í úrslitaleik
AFP
Sigurmarkið Julia Grosso horfir á
eftir tuðrunni hafna í netinu.
Körfuknattleiksdeild KR hefur
gengið frá þjálfaramálum meist-
araflokks karla og mun Helgi Már
Magnússon taka við stjórnartaum-
unum en Darri Freyr Atlason lét af
störfum að eigin ósk fyrr í sumar
eftir eitt ár í starfi.
Jakob Örn Sigurðarson, sem
lagði skóna á hilluna í sumar, verð-
ur Helga til aðstoðar. Báðir eru
þeir uppaldir KR-ingar, þraut-
reyndir landsliðsmenn og marg-
faldir Íslandsmeistarar. Helgi á eitt
tímabil að baki sem þjálfari hjá KR
og var það tímabilið 2013-2014.
Helgi Már tekur
við af Darra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þjálfari Helgi Már Magnússon er
tekinn við KR-liðinu.
Eitt
ogannað
_ Kvennalið Hauka í körfuknattleik
hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku en
tveir leikmenn liðsins hafa samið við
erlend félagslið og leika því ekki með
Hafnarfjarðarliðinu á komandi tímabili.
Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir
og Þóra Kristín Jónsdóttir, sem eru
báðar landsliðskonur. Karfan.is greindi
frá því í gær að Sara Rún hafi samið við
rúmenska úrvalsdeildarliðið Phoenix
Constanta út komandi tímabil. Þóra
Kristín heldur til náms í Danmörku og
mun jafnframt leika með AKS Falcon.
_ Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands-
ins verður haldin í 54. skipti í dag.
Keppt verður í Kaplakrika, bæði í flokki
fullorðinna en einnig í flokki 15 ára og
yngri. Keppt verður tíu greinum hjá
körlunum og tíu greinum hjá konunum.
Bikarkeppnin er liðakeppni og liðið sem
safnar flestum stigum verður bik-
armeistari. Lýkur keppninni á skemmti-
legri grein sem er 1.000 m boðhlaup.
Einn hlaupari hleypur 100 metra, sá
næsti 200 m, sá þriðji 300 m og loks er
síðasti spretturinn 400 m sprettur. Af-
lýsa þurfti bikarkeppninni í fyrra vegna
hertra sóttvarnareglna en FH sigraði
2019. FH eða ÍR hefur unnið keppnina
síðustu þrjá áratugi.
_ Danski knattspyrnumaðurinn Thom-
as Mikkelsen mun yfirgefa Breiðablik á
næstu dögum eftir að hafa komist að
samkomulagi við félagið um að losna
undir samningi. Samkvæmt yfirlýsingu
á Facebook-síðu félagsins óskaði Mikk-
elsen eftir því að losna undan samningi
við félagið af persónulegum ástæðum
og mun leika sinn síðasta leik fyrir fé-
lagið á næstu dögum og halda heim til
Danmerkur.
_ Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson
setti í gærkvöldi glæsilegt Íslandsmet í
3.000 metra hlaupi í Jessheim í Noregi.
Hlynur hljóp á 7:54,72 mínútum og
stórbætti metið sem hann átti sjálfur.
Eldra metið var 8:01,37.
_ Joshua Cheptegei frá Úganda varð í
gær ólympíumeistari í 5.000 metra
hlaupi karla. Cheptegei er heimsmets-
hafi í greininni og sigraði á 12:58,15
mínútum. Cheptegei fékk silf-
urverðlaun í 10.000 metra hlaupi á leik-
unum, en hann á sömuleiðis heims-
metið í þeirri grein. Hann hafði ekki
komist á verðlaunapall á leikunum í Ríó
2016 og hefur því bætt sig mjög und-
anfarin ár.
_ Faith Kipyegon tryggði sér ólympíu-
gull með stæl þegar hún setti ólympíu-
met í 1.500 metra hlaupi kvenna á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó. Hin hollenska
Sifan Hassan var stærstan hluta
hlaupsins fremst en Kipyegon átti hún
nóg inni þegar komið var á fjórða og
síðasta hring hlaupsins. Þá þaut hún
fram hjá Hassan og stakk hana hrein-
lega af, kom langfyrst í mark og sló ól-
ympíumetið í greininni með því að
hlaupa á 3:53,11 mínútum. Laura Muir
frá Bretlandi tók einnig fram úr Hassan
og tryggði sér silfurverðlaun á 3:54,50
mínútum. Hassan endaði í þriðja sæti
er hún kom í mark á 33:55,86 og vann
þar með sinn annan verðlaunapening á
leikunum í ár. En hún sigraði í 5.000
metra hlaupi kvenna fyrr í vikunni.
Hulda Clara Gestsdóttir, úr Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar,
jók forskot sitt á öðrum keppn-
isdegi Íslandsmótsins í golfi sem
fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri.
Hulda Clara lék fyrsta hringinn á
70 höggum og fylgdi því eftir með
69 höggum í gær. Er hún sú eina
sem er undir pari í kvennaflokki.
Hulda er á þremur höggum undir
pari samanlagt.
Ragnhildur Kristinsdóttir úr
Golfklúbbi Reykjavíkur kemur
næst en hún er á á samtals fimm
yfir pari eftir að hafa leikið á 74 og
73 höggum.
Aron Snær Júlíusson úr GKG
skaust upp í efsta sætið í karla-
flokki þegar hann lék á 67 höggum.
Er hann samtals á fimm höggum
undir pari. Hlynur Bergsson var
efstur að loknum fyrsta keppn-
isdegi og er högg á eftir Aroni eftir
að hafa leikið á 72 höggum í gær.
Hulda með átta högga
forskot eftir 36 holur
Mynd/seth@golf.is
Efst Hulda Clara er í góðri stöðu
þegar mótið er hálfnað.
Kórdrengir fóru aftur upp í þriðja
sæti Lengjudeildar karla í knatt-
spyrnu með öruggum 3:0-útisigri á
Þrótti úr Reykjavík í gær. Hreinn
Ingi Örnólfsson, Leonard Sigurðs-
son og Magnús Andri Ólafsson skor-
uðu mörkin. Kórdrengir eru með 25
stig eftir 13 leiki. Þróttur er í næst-
neðsta sæti með 10 stig.
Vestri vann dramatískan 2:1-sigur
á Grindavík á útivelli Benedikt V.
Warén skoraði sigurmark Vestra í
uppbótartíma en Pétur Bjarnason
skoraði fyrra markið. Diogo Coelho
hjá Vestra fékk sitt annað gula
spjald og þar með rautt á 70. mínútu.
Oddur Ingi Bjarnason jafnaði fyrir
Grindavík á 82. mínútu. Grindvík-
ingurinn Sigurður Bjartur Hallsson
brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 0:1.
Vestri er einnig með 25 stig en eft-
ir 15 leiki. Grindavík er með 20 stig
eftir 15 leiki og hefði því getað farið
upp fyrir Vestra.
Afturelding sleit sig nokkuð frá
neðstu liðunum með 2:0 sigri gegn
Þór Akureyri. Mosfellingar eru með
16 stig eftir 13 leiki í 9. sæti en Þór
er með 19 stig.
Arnór Gauti Ragnarsson og Elm-
ar Kári Enesson Cogic skoruðu fyrir
Aftureldingu í gær. sport@mbl.is
Fjögurra stiga forskot ÍBV
á Kórdrengi og Vestra
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Á hliðarlínunni Davíð Smári La-
mude þjálfari Kórdrengja.