Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 10
2021 ALÞINGISKOSNINGAR10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er mikil umferð af gangandi
fólki hérna og mannlífið líflegt.
Okkur fannst þetta því kjörinn
staður,“ segir Aðalsteinn Haukur
Sverrisson, formaður Framsókn-
arfélags Reykjavíkur og frambjóð-
andi í öðru sæti flokksins í Reykja-
víkurkjördæmi suður.
Framsóknarflokkurinn hefur
tryggt sér húsnæði fyrir kosn-
ingaskrifstofu á jarðhæð Borg-
artúns 26, þar sem Vínbúðin var
lengi til húsa. Aðalsteinn segir að
ekki sé búið að ákveða nákvæmlega
hvenær skrifstofan verði opnuð en
kveðst búast við að það verði ein-
hvern tímann á milli 15. og 20.
ágúst. Kosið verður til Alþingis 25.
september næstkomandi og ljóst að
kosningabaráttan er að hefjast.
„Við erum komin í starthol-
urnar,“ segir Aðalsteinn við Morg-
unblaðið. Hann kvaðst ekki vita til
þess að aðrir flokkar væru komnir
jafn langt við undirbúning kosn-
ingaskrifstofa, en skrifstofa Fram-
sóknar fer ekki fram hjá nokkrum
manni. Stórar myndir af frambjóð-
endum blasa við vegfarendum, rétt
eins og slagorð flokksins; framtíðin
ræðst á miðjunni.
„Við hlökkum til að opna dyrnar
og bjóða fólki í kaffi. Það er mikill
hugur í okkur og við erum spennt
að kynna okkar stefnumál og hvað
við stöndum fyrir. Hér ætlum við að
gera umhverfið skemmtilegt, nóg
er af plássi og við getum boðið bæði
upp á fræðslu og skemmtun en um
leið virt þennan raunveruleika sem
við þekkjum í dag vegna Covid.“
Morgunblaðið/sisi
Skrifstofa Framsóknarflokkurinn opnar brátt miðstöð í Borgartúni 26.
Framsókn ríður á
vaðið í Borgartúni
- Opnar fyrstu kosningaskrifstofuna
Laugavegur 114, 116 og 118b
Rauðarárstígur 10
• U.þ.b. 8.200 m2 fasteign í hjarta miðbæjarins sem býður upp á mikla
framtíðarmöguleika
• Fasteignin er eitt af kennileitum Reykjavíkur og er staðsett á horni
Laugavegar og Snorrabrautar
• Staðsetning er við Hlemm, miðpunkt fyrirhugaðrar Borgarlínu
• Fjölbreytt mannlíf, veitingastaðir, kaffihús og hótel í nágrenninu
• Við Hlemmtorg eru fyrirhugaðar spennandi breytingar sem auka
notkunargildi svæðisins
• Fasteignin við Laugaveg 114-118b var teiknuð af Gunnlaugi
Helgasyni arkitekt
• Bílastæðahús með 191 stæðum er í göngufæri
• Aðgangsstýrt bílastæði í bakgarði með 91 stæði
• Burðarvirki hússins samanstendur af steyptum bitum og súlum
• Lagnakerfi hússins þarfnast endurnýjunar samhliða breyttri notkun
og uppbyggingu
Tækifæri fyrir fjárfesta eða þróunaraðila til að finna byggingunni nýtt og nútímalegt hlutverk.
Frekari upplýsingar um eignina er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fasteignir@rikiskaup.is. Fyrirspurnum verður svarað í
ágúst eftir sumarleyfi. Aðilar eru hvattir til að kynna sér fyrirliggjandi gögn.
Mat verður lagt á tilboð sem berast um miðjan ágúst. Boðið verður upp á skoðunarferð áður.
Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
TIL SÖLU
„Það hefði verið óábyrgt að ætla að
halda slíkan fund í þessu ástandi,“
segir Þórður Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Miðstjórn flokksins ákvað í gær að
fresta landsfundi flokksins sem fyr-
irhugað var að halda 27. ágúst
næstkomandi. Ekki hefði verið
unnt að halda fundinn með hefð-
bundnum hætti vegna sam-
komutakmarkana.
„Það hafa um 1.800 manns setu-
rétt á landsfundi og þetta er jafnan
um 1.200-1.300 manna samkoma.
Slíkt rúmast ekki innan núverandi
takmarkana,“ segir Þórður. Hann
segir jafnframt að í staðinn verði
boðað til formanna- og flokksráðs-
fundar um sömu helgi. Sá fundur
verður rafrænn og hafa um 700
manns seturétt á honum.
Framsóknarflokkurinn hyggst
halda flokksþing um sömu helgi.
Samkvæmt upplýsingum frá Helga
Hauki Haukssyni, framkvæmda-
stjóra flokksins, má gera ráð fyrir
að í næstu viku verði tekin umræða
um fyrirkomulag flokksþingsins.
Framhaldslandsfundur VG verð-
ur frestað, upplýsir Björg Eva Er-
lendsdóttir, framkvæmdastjóri
flokksins. Hún segir framhalds-
fundinn, sem átti að fara fram 27.
ágúst, hafa verið komið á fyrr á
árinu í þeim tilgangi að tryggja að
fólk geti hist. Nú er ljóst að svo
verður ekki. Þá á eftir að kjósa
stjórn, flokksráð og trúnaðarráð og
mun kosning fara fram með raf-
rænum hætti.
Fresta landsfundi vegna
samkomutakmarkana
- Tveimur landsfundum frestað - Framsókn skoðar málið
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsfundur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á landsfundi fyrr á árinu.