Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 WWW.ASWEGROW.IS Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 7. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.91 Sterlingspund 173.97 Kanadadalur 99.9 Dönsk króna 19.902 Norsk króna 14.176 Sænsk króna 14.514 Svissn. franki 137.9 Japanskt jen 1.1403 SDR 178.19 Evra 148.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.4461 « Flugfélagið Ice- landair flutti tæp- lega 200 þúsund farþega til og frá landinu í júlí sam- kvæmt frétta- tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þeg- ar horft er bæði til alþjóðaflugsins og innanlands- flugsins flutti félagið samtals um 220 þúsund farþega á tímabilinu. Farþegafjöldinn í alþjóðafluginu er umtalsvert meiri en á sama tíma á síðasta ári en þá flutti félagið rúm- lega 73 þúsund farþega. Í júní síðast- liðnum var farþegafjöldinn 72 þús- und. Sé rýnt nánar í tölurnar má sjá að félagið flutti 117 þúsund farþega til Íslands í júlí sl. en rúmlega 58 þús- und á sama tíma í fyrra. Farþegar frá Íslandi voru tæplega 28 þúsund í júlí en rúmlega 13 þúsund í júlí í fyrra. Farþegar sem flugu í gegnum Ís- land á leið til annarra landa voru um 51 þúsund, sem er mesti fjöldi slíkra farþega síðan í febrúar á síðasta ári. Þegar horft er nánar á innanlands- flugið þá voru farþegar þar rúmlega 24 þúsund í júlí síðastliðnum. Það er aukning um tvö þúsund farþega frá mánuðinum á undan og aukning um tæplega tíu þúsund farþega frá júl- ímánuði í fyrra. 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Flug Mikil aukning varð í júlí. STUTT BAKSVIÐ Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Heildarkostnaður við uppsetningu og kaup á þriggja fasa 22 kw hleðslu- stöð á Íslandi með hleðslukapli er á bilinu 250.000 til 300.000. Þar er mið- að við eina hleðslustöð í sérbýli. Af því hleypur uppsetningarkostnaður- inn á bilinu 75.000 til 150.000 krónur. Hér er miðað við snjallstöðvar sem er hægt að stjórna með þar til gerðu snjallforriti í farsímum. Aflmestu heimahleðslustöðvar sem bjóðast neytendum í dag eru 22 kw/h og það mætti segja að þær séu framtíðartrygging fyrir nægri hleðslu, sé ætlunin að ferðast langar vegalengdir á hreinum rafbíl ef stóla þarf á hleðslu yfir nótt við heimili. Aflmesti kosturinn í dag Orka náttúrunnar, dótturfyrir- tæki OR, býður sérbýlum upp á þann kost að vera með hleðslustöð í áskrift hjá félaginu. Áskriftargjaldið er 2.990 krónur á mánuði en innifalið í því er leiga á hleðslustöð og þjónusta ON en enginn kapall. Þá fá viðskipta- vinir ON 10% aflsátt á raforkuverði heimilisins. Uppsetning stöðvarinnar er ekki innifalin í gjaldinu en ON áætlar að hún sé á bilinu 75.000 til 150.000 eftir aðstæðum hverju sinni. Fimm metra kapall kostar á bilinu 20 til 30 þúsund krónur sem bætist við kostnað not- enda sem velja þjónustuna hjá ON. Fjögur ár að borga sig Neytendur standa því frammi fyr- ir þeim kosti að kaupa hleðslustöð eða leigja hana af ON gegn mánaðar- gjaldi. Flestar 22 kw/h hleðslustöðv- ar kosta á bilinu 120 þúsund til 170 þúsund. Það tekur því 4 til 5 ár fyrir hleðslustöðina að borga sig upp mið- að við 2.990 krónur greiddar til ON að ótöldum þeim afslætti og fríðind- um sem fylgir þeirri áskrift. Flestar hleðslustöðvar eiga að endast 10 ár hið minnsta og hleðslustöðvarnar sem N1 selur eru með 5 ára ábyrgð gegn verksmiðjugalla svo dæmi sé tekið. N1 er í eigu Festis sem á auk þess Íslenska orkumiðlun sem sinnir raf- orkusölu í smásölu. Viðskiptavinir N1 fá þó engan afslátt á rafmagni eins og ON býður sínum notendum. Sigurður Ástgeirsson eigandi Ís- orku segir það ekki hlutverk hleðslu- stöðvasala að selja rafmagn: „Við skiptum okkur ekki af raforkusölu- markaði. Við viljum meina að rekst- ur hleðslustöðva og sala á rafmagni í gegnum hleðslustöðvar sé ekki hluti af raforkusölumarkaði. Við viljum meina að svo sé þótt ekki séu allir sammála okkur. Sem dæmi þarftu ekki raforkusöluleyfi til þess að að setja upp hleðslustöð og selja raf- magn til viðskiptavina.“ Kaupendur leita hleðslustöðva Bjarni Gnýr Hjarðar, sérfræðing- ur hjá Eignaumsjón, heldur því fram að bílahleðlustöðvar séu gulls í gildi fyrir fasteignir og segir þær skila sér margfalt til baka í fasteignaverði. Margar leitarvélar fasteignavefja eru nú með haka sem síar út eignir án hleðslustöðva fyrir kaupendur sem gera þessa kröfu. Rafbílaeigendur geta keypt eða leigt sér stöðvar 22 KW, 32 ampera snjallstöðvar með 5 m kapli Stöð og snúra og uppsetning* Hleðslan 169.900 kr. 299.900 kr N1 145.900 kr.** 245.900 kr. ON 2.900 kr. á mánuði 75.000-150.000 kr. Ísorka 159.900 kr. 284.900 kr. *Viðmiðunarverð, getur verið hærra ef aðstæður eru erfiðar Kunnuglegir kostir » Rafbílaeigendur geta keypt sér hleðslustöð fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur og þannig sennilega aukið verð- gildi fasteignarinnar. » ON býður upp á leigu sem inniheldur afnot af stöð og þjónustu í appi og afslátt af rafmagni heimilisins. » Aðilar á markaði segja spurnarvert að raforkusölufyr- irtækin séu komin inn á hleðslustöðvamarkaðinn. - Raforku- og hleðslustöðvarsölur bjóða rafbíleigendum margvíslegar ívilnanir Morgunblaðið/Baldur Orkugjafi N1 og ON bjóða notendum upp á Zaptec-hleðslustöðvar. Hvorki Reykjavíkurborg né Orka náttúrunnar vilja gefa upp til hvaða ráða þau hyggjast grípa eftir að kærunefnd útboðsmála hafnaði beiðnum um frestun réttaráhrifa og endurupptöku máls Ísorku gegn Reykjavíkurborg um útboð hleðslu- stöðva í borginni. Borgin taldi sér ekki skylt að bjóða verkið út, enda væri samningurinn undir viðmiðun- arfjárhæðum kærunefndar útboðs- mála. Reykjavíkurborg hélt því fram að sérstakar ástæður réttlættu einnig beiðni um frestun réttaráhrifa yrði tekin til greina. Skyldan um upp- setningu stöðvanna væri nánast að öllu leyti uppfyllt og því væri þessi niðurstaða verulega íþyngjandi, bæði fyrir samningsaðilana ON og Reykjavíkurborg, en sér í lagi raf- bílaeigendur sem treysti á þjónustu stöðvanna. Ákvörðun kærunefndar var kunn- gjörð borginni og ON fyrir viku en var ekki birt á vefsíðu hennar. ON harmar niðurstöðuna í skrif- legri yfirlýsingu: „Í góðri trú og höf- um að fullu staðið við okkar samn- inga.Varðandi það að kærunefndin hafni kröfu okkar um endurupptöku á málinu er eitthvað sem við erum að skoða með okkar lögmanni og ótíma- bært að tjá sig um næstu skref hvað það varðar.“ Reykjavíkurborg segist nú skoða næstu skref en ekkert er vitað um hver þau verði að svo stöddu. Ef annað útboð verður fram- kvæmt gæti það tekið rúmt hálft ár samkvæmt Guðmundi B. Friðriks- syni, skrifstofustjóra umhverfis- gæða hjá Reykjavíkurborg. Morgunblaðið/Hari Vonbrigði Ætlunin var að tryggja lóðarlausum hleðslumöguleika. Reykjavíkurborg og ON undir feldi - ON segir lokun hleðslustöðva stein í götu orkuskipta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.