Morgunblaðið - 07.08.2021, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
. up.is
Úrval útiljósa
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Fyrsta héraðshöfuðborg Afganistan
hefur fallið í hendur talíbana. Um er
að ræða verslunarborgina Zaranj í
Nimroz-héraði sem er nærri landa-
mærum Afganistan við Íran. Yfirráð
talíbana í borginni er þungt högg
fyrir ríkisstjórn landsins. Einn af
talsmönnum talíbana sagði á Twit-
ter að sigurinn á Zaranj væri upp-
hafið, nú myndu önnur héruð falla
fljótlega í hendur þeirra. Frá því í
maí hafa talíbanar sótt í sig veðrið í
Afganistan á sama tíma og herlið
Bandaríkjanna og annarra ríkja
undirbúa brottför úr landinu. Stefnt
er á að allir hermenn verði farnir í
þessum mánuði.
Mikil átök hafa verið í landinu og
áætla Sameinuðu þjóðirnar að um
1.600 almennir borgarar hafi látið
lífið vegna átakanna frá byrjun árs.
Þá óttast stjórnvöld að talíbanar
muni sigra fleiri héraðshöfuðborgir,
svo sem Herat í vestri og Lashkar
Gah í suðri.
Myrða embættismenn
Í gær myrtu talíbanar yfirmann
upplýsingamála ríkisstjórnarinnar,
Dwa Khan Menapal, en hann var
skotinn til bana í Kabúl, höfuðborg
landsins. Talíbanarnir sögðu morðið
vera „refsingu fyrir gjörðir hans“.
Á þriðjudag slapp Bismillah Mo-
hammadi varnarmálaráðherra
naumlega undan tilræði þar sem
árásarmenn beittu sprengju og
byssum á hann í Kabúl. Var það
fyrsta árásin sem hefur átt sér stað
í höfuðborginni í marga mánuði.
Talíbanar segjast munu halda
áfram árásum sínum á stjórnarher-
inn og fulltrúa stjórnvalda en þeir
ráða nú yfir meira landsvæði en þeir
hafa gert síðan árið 2001.
Talíbanar auka umsvif sín
- Fyrsta héraðshöfuðborg Afganistan hefur fallið í hendur talíbana - Þungt högg
fyrir ríkisstjórn landsins - Myrtu yfirmann upplýsingamála ríkisstjórnarinnar
AFP
Eyðilegging Mikil átök geisa á milli
talíbana og stjórnarhersins.
Bandaríska fréttastofan CNN hefur
rekið þrjá starfsmenn fyrirtækisins
fyrir að vera óbólusettir gegn Cov-
id-19. Jeff Zucker, forstjóri CNN,
greindi frá þessu í minnisblaði til
starfsmanna. Þar segir að bólusetn-
ing sé skylda fyrir alla starfsmenn,
hvort sem þeir vinni úti á vettvangi
eða innan veggja fyrirtækisins.
„Svo ég tali alveg skýrt: við leyf-
um engar undantekningar frá þess-
ari reglu,“ skrifar Zucker. Í Banda-
ríkjunum er löglegt að fyrirtæki
krefjist bólusetningar starfsmanna.
Meðal fyrirtækja sem hafa þessa
stefnu eru Google og Facebook.
Sagt upp fyrir að
vera óbólusettir
BANDARÍKIN
AFP
Bólusetning Fréttastofan CNN rak þrjá
óbólusetta starfsmenn.
Leikfangaframleiðandinn Mattel
hefur látið hanna barbídúkku eftir
breska prófessornum Söruh Gil-
bert, sem átti þátt í þróun bóluefn-
isins AstraZeneca. Dúkkan er hluti
af herferð Mattel sem nefnist „fyr-
irmyndir“. Gilbert er prófessor við
Oxfordháskóla og segir það und-
arlega tilfinningu að dúkkan sé af
henni. Hún segist vona að dúkkan
hvetji ungar stelpur til starfsframa
í vísindum.
Dúkka í líki bólu-
efnaframleiðanda
Dúkka Gilbert og barbídúkkan.
BRETLAND
Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa
verið sviptir leyfum sínum til að
þjálfa á Ólympíuleikunum í Tókýó
vegna tilraunar til að þvinga frjáls-
íþróttakonuna Krystinu Tim-
anovskayu til að yfirgefa leikana. Al-
þjóðaólympíunefndin staðfesti í gær
að Artur Shimak og Yury Maisevich
hafi yfirgefið ólympíuþorpið og að
rannsókn á málinu standi yfir.
Mál Timanovskayu vakti mikla at-
hygli fyrr í vikunni eftir að hún neit-
aði að fljúga heim til Hvíta-Rúss-
lands samkvæmt fyrirskipunum
þjálfara sinna og óskaði eftir aðstoð
lögreglunnar. Hún sagðist óttast um
öryggi sitt ef hún sneri aftur til
Hvíta-Rússlands en hún er á meðal
tvö þúsund hvítrússneskra íþrótta-
manna sem undirrituðu opið bréf þar
sem kallað er eftir nýjum kosningum
í Hvíta-Rússlandi og frelsun póli-
tískra fanga í landinu. Þá gagnrýndi
hún þjálfara sína á Instagram fyrir
að skrá hana í hlaup á Ólympíuleik-
unum að henni forspurðri. Þjálfar-
arnir gáfu hins vegar þá skýringu að
Timanovskaya hafi verið dregin úr
keppni að læknisráði vegna „tilfinn-
ingalegs og sálræns ástands“ henn-
ar. Timanovskaya er nú stödd í Pól-
landi þar sem hún hefur fengið
landvistarleyfi af mannúðaraðstæð-
um.
Fá tækifæri til að andmæla
Í tilkynningu frá Alþjóðaólympíu-
nefndinni segir að þjálfararnir hafa
tækifæri til að andmæla aðgerðun-
um en að nefndinni ynni í þágu hags-
muna keppenda. Ólympíusamband
Hvíta-Rússlands gaf frá sér tilkynn-
ingu þar sem óskað er eftir nánari
útskýringu frá Alþjóðaólympíusam-
bandinu á ákvörðuninni og heitið því
að hvítrússneska liðið yrði varið
gegn hvers konar mismunun. Þá
segir að þjálfararnir séu á leið heim.
Þjálfararnir
sviptir leyfum
- Rannsókn á málinu stendur nú yfir
AFP
Vernd Krystina Timanovskaya fékk
landvistarleyfi í Póllandi.
Margir stórir skógareldar brenna enn í Vest-
urríkjum Bandaríkjanna og hafa tugir þúsunda
þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Einn
af stærri gróðureldunum kallast Dixie-eldurinn
sem brennur í Kaliforníu-ríki. Hann hefur meðal
annars lagt sögufræga þorpið Greenville í rjúk-
andi rúst eins og sjá má á myndinni. Smábærinn
átti blómaskeið sitt í gullæðinu mikla á seinni
hluta 19. aldar.
AFP
Sögufrægt þorp brunnið til kaldra kola