Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 6

Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Lundaveiðitímabilið í Vest- mannaeyjum hófst á laugardag um sl. helgi og stendur í níu daga. Ljós- myndari Morgunblaðsins til ára- tuga, Sigurgeir Jónasson er nú við veiðar í Álsey og sennilega með elstu lundaveiðimönnum í Eyjum, vantar fimm vikur upp á 87 árin. Sigurgeir byrjaði að mynda fyrir Morgunblaðið 1955 en þau eru orð- in 80 árin sem hann hefur farið í Álsey. Þær skipta milljónum mynd- irnar sem Sigurgeir hefur tekið en hann er líka liðtækur með háfinn. Átti lengi metið í Vestmannaeyjum, sem var 1.208 lundar á einum degi. Vestmannaeyjabær vill minna á að lundaveiði er einungis heimil þeim sem til þess hafa gilt veiðikort og eru skráðir í veiðifélagi sem hef- ur nytjarétt á tilteknum svæðum. Þó er almenningi heimil veiði í Sæ- felli. Í tilkynningu frá Vest- mannaeyjabæ eru lundaveiðimenn hvattir til að standa vörð um nátt- úruna og að ganga fram af hófsemi við veiðarnar. „Við hvetjum alla til að hafa í huga að veiði er í samofin menn- ingu eyjanna og í sambúð við aðra náttúruunnendur eins og t.d. ferða- mennsku og eru veiðimenn sem og aðrir hvattir til að ganga um lífríki Eyjanna með kærleik og virðingu,“ segir þar. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja telur afar mik- ilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki öllum stund- um fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Reynsla síðastliðinna ára hafi sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð nýtist til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni. Þá sé tíminn nýttur til að viðhalda hús- næði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir. Ljósmynd/Guðlaugur Sigurgeirsson Veiðimaður Sigurgeir Jónasson á kunnuglegum slóðum og í baksýn í norðaustri hér sést sjálf hin fagra Heimaey. Sigurgeir með háfinn í Álsey - Mættur í lundaveiðina nú í 80. sinn - Átti metið sem var 1.208 fuglar á einum degi - Veiðin stjórnist af viðkomu Kosning til Alþingis utan kjörfundar hófst bæði innanlands og erlendis í gær. Alþingiskosningar fara fram 25. september. Innanlands fer kosning utan kjörfundar fram hjá sýslumönn- um um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæð- inu, Sigríði Kristinsdóttur, kaus 41 utan kjörfundar í gær. Utan landsteinanna fer kosning fram í öllum sendiráðum og aðalræð- isskrifstofum Íslands erlendis. Einn- ig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðis- mönnum Íslands erlendis. Kosning hafin utan kjörfundar Morgunblaðið/Eggert Alþingiskosningar Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgar- svæðinu, opnaði fyrir kosningu utan kjörfundar í gær. Þar kaus 41 í gær. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir framlínustyrki til starfsmanna slökkviliðsins, líkt og heilbrigðis- starfsfólk og annað framlínufólk hef- ur fengið greitt frá ríkinu, vera til skoðunar og að niðurstaða um slíka styrki sé væntanleg á næstu dögum eða vikum. Í svörum slökkviliðsins sem birt var á fundi borgarráðs sl. fimmtudag varð- andi viðbrögð vegna Covid-19, segir að, að beiðni formanns stjórnar SHS hafi slökkvi- liðsstjóri óskað formlega eftir því við Sjúkratryggingar Íslands að álags- greiðslur, sem greiddar eru til starfs- fólks sjúkrahúsa og heilbrigðisstofn- ana sem starfa undir miklu álagi vegna Covid-19, myndu einnig ná til starfsfólks SHS sem sinnir sjúkra- flutningum, þar sem það hefur verið undir umtalsverðu álagi. Þessu erindi hafi ekki verið svarað. „Þetta er náttúrulega mjög víða í skoðun og fólk er búið að leggja hrika- lega mikið á sig við erfiðar aðstæður og klárlega erum við hjá Slökkviliðinu búin að vera hluti af þessari fremstu línu,“ segir Jón Viðar. „Það er búið að vera svakalegt álag undanfarnar vik- ur og í langan tíma. Fyrst í þessum faraldri í fyrra að þá var gírinn svona að þetta væri átaksverkefni, einhverj- ir örfáir mánuðir og að síðan myndi það klárast. Svo kom smá pása og síð- an fór þetta aftur af stað og núna er þetta orðið þannig að menn eru farnir að sjá fyrir sér, bæði við, stjórnvöld og aðrir, að þetta er ekki átaksverk- efni lengur.“ Jón Viðar segir þó gott að menn séu búnir að átta sig á því að þetta sé ekki átaksverkefni, þetta ástand sé komið til að vera í einhvern tíma og að því þurfi að beita verklagi og öðru í takt við það. „Þau geta ekki endalaust beðið alla um að hlaupa hraðar, það er hægt að gera það í styttri vegalengd- um en þegar þetta er orðið maraþon og jafnvel nokkur maraþon í röð að þá er vegalengdin orðin ansi löng,“ segir hann. rebekka@mbl.is Skoða fram- línustyrki - Slökkviliðið einnig í fremstu línu Jón Viðar Matthíasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraflutningar Mikið álag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segist gera ráð fyrir að skólastarf fari fram samkvæmt þeim römmum sem gefnir hafa verið, hann segist engu að síður hvetja skólastjórnendur til þess að gæta vel að öllum sóttvörnum og að jafnvel sé hólfað umfram það sem tilmæli segja til um. Hann fór yfir stöðu mála á skóla- og frístundasviði á fundi neyðarstjórnar Reykjavíkur í gær. Á fundinum var farið yfir smit- tölur síðustu viku og kynnt efni nýrra reglna um samkomutakmarkanir í skólastarfi. Í leiðbeiningum um sótt- varnir í skólastarfi haustið 2021 segir að viðbragðsáætlanir vegna smita séu til staðar í öllum skólum og að rekstraraðilar skóla og skólastjórn- endur geti gripið til frekari sóttvarn- arráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskipt- inga í starfsemi og aukinnar grímu- notkunar, m.a. til að vernda við- kvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nem- endur. „Til þess að við getum haldið okkar starfsemi óskertri að þá er gríðar- lega mikilvægt að foreldrar séu í virkri samvinnu við okkur og gæti þess að senda ekki börn í skóla ef að börnin eru veik. Eins líka með allri aðkomu foreldra, hvort sem um er að ræða í leik- eða grunnskólum, að fylgja fyrirmælum og leiðsögn stjórnenda hvað það varðar,“ segir hann. „Okkur er ætlað að halda úti óskertri starfsemi og við leggjum þunga áherslu á það, eðlilega, þar sem það er það sem skiptir máli fyrir samfélagið. Um leið vitum við líka að deildir, heilir leikskólar eða stór hluti í grunnskóla í sóttkví hefur eðlilega mjög mikil áhrif, bæði á starfsfólkið og svo fjölskyldurnar.“ rebekka@mbl.is Mikilvægt að foreldrar séu í virkri samvinnu - Skólastarf vetrarins rætt á fundi neyðarstjórnar í gær Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skóli Útikennsla í Fossvogsskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.