Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 11

Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 11
11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALA VERÐ- HRUN 60-80% afsláttur Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is FISLÉTTIR DÚNJAKKAR ÚTSÖLU VÖRUR VERÐHRUN 60%-70% afsláttur Opið laugard. 11-15 Fasteignir Ekkert lát virðist vera á eldgosinu sem hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Gosóróinn er sá sami og hefur verið undanfarna daga en virðist detta niður í nokkra klukkutíma yfir daginn áður en hann tekur sig svo upp að nýju að kvöldi til, samkvæmt upp- lýsingum Lovísu Mjallar Guðmunds- dóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Gosið tekur sér lúr á daginn og er virkt á nóttunni. Óróinn fór upp um sex leytið í gærmorgun og þá sást krauma í gígnum, í fyrradag var það í kringum þrjú um nóttina og þar á und- an í kringum níu að kvöldi til. Svo er gosóróinn að detta niður aftur í kring- um hádegi. Þetta eru nokkrir klukku- tímar á milli,“ segir Lovísa í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru bara þessar reglulegu sveiflur sem við höf- um verið að sjá.“ Nær ómögulegt er að spá fyrir um þróun eldgossins segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur inntur eftir því. „Ef einhver reynir að segja eitthvað um það þá er það hrein ágiskun í bland við eitthvert bull.“ Þó lítið sé vitað um þróun eldgoss- ins í framtíðinni segir Páll hægt að draga mikinn lærdóm af því, sér- staklega fyrir jarðvísindamenn. „Þetta er mjög merkilegt gos að því leytinu til að það er mjög ólíkt öðrum gosum sem við höfum séð á fleka- skilum eins og til dæmis Kröflugosin, gosin í Grímsvötnum og jafnvel Heklu. Þau hafa yfirleitt byrjað með miklum látum og dáið svo út hægt og rólega,“ segir hann. „Gosið í Geldingadölum byrjaði hins vegar svo hljóðlega að það tók varla neinn eftir því. Svo hefur það verið með stöðuga hraunframleiðslu allan tímann sem er óvenjuleg hegðun fyrir gos á Íslandi.“ Eitt er þó víst um eldgosið í Geldingadölum og það er að það mun halda áfram að laða að fólk, hvaðanæva að úr heiminum, sem vill berja það augum á meðan það lætur enn á sér kræla. unnurfreyja@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hraunflæði Hraun flæðir nú niður í Meradali. Myndataka Eldgosið er eflaust eitt mest myndaða gos hér á landi. Gosið fær sér lúr á daginn - Margt hægt að læra af eldgosinu Eldgos Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Geldingadölum sem hófst 19. mars síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.