Morgunblaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
„Það var ánægjulegt að sjá hve
margir í Golfklúbbnum Teigi á Spáni
og gestir tóku þátt í mótinu sem við
slógum upp hér í Eyjum,“ segir
Eyjamaðurinn Bergur Sigmunds-
son, fyrrum formaður Golfklúbbs
Vestmannaeyja og núverandi for-
maður Teigs á Costa Blanca á Spáni.
„Fyrir mig var gaman að kynna
þennan frábæra völl hér í Eyjum.
Ekki síst vegna þess að ég á minn
þátt í með öflugum hópi að stækka
völlinn úr 9 holum í 18. Útkoman er
einstakur golfvöllur og voru þátttak-
endur ánægðir. Alls um 70 manns
sem áttu frábæran dag í Eyjum.“
Torfæra Atlantshafsins
Bergur segir golfvöllinn í Eyjum
krefjandi en ekki ósanngjarnan.
Hann sé með stærstu hliðarvatns-
torfæru í heimi, sjálft Atlantshafið.
„Í miðjum eldgíg með öllum sínum
sérkennum sem gera völlinn
skemmtilegan sem fólkið kunni að
meta. Allt kostaði þetta undirbúning
en áhuginn var strax mikill enda
eyða margir Teigsfélagar sumrinu á
Íslandi. Völlurinn bókaður og hótel-
gisting tryggð. Og hingað mætti all-
ur þessi glæsilegi hópur og naut
dagsins sem byrjaði á móti og lauk
með veislu og verðlaunaafhendingu í
skála GV,“ segir Bergur.
Verðlaun á mótinu voru myndar-
leg en öflun þeirra var með öðrum
hætti en Bergur segist eiga að venj-
ast. „Hringt var í mig og fleiri innan
stjórnar og sagt: Mig langar að gefa
og styðja ykkur. Eiga þeir og aðrir
sem veittu styrki heiður og mikið
þakklæti skilið fyrir rausnarlegar
gjafir,“ sagði Bergur og þakkaði GV
fyrir frábært samstarf og öllum sem
komu að framkvæmd mótsins.
Formaður í Eyjum og á Spáni
Bergur tók við formennsku Teigs
fyrir þremur árum og eru félagar í
dag 100 og 90 á biðlista. Hann segir
starfið um margt ólíkt því að stýra
GV því golfvellir á Spáni eru ekki í
eigu klúbbanna.
„Ég er að fjölga leikdögum í þrjá
úr tveimur. Klúbburinn gæti þá al-
veg ráðið við 150 félaga því aldrei eru
allir saman komnir á sama tíma.
Einn dagur í hverri viku er keppn-
isdagur með verðlaunum og útreikn-
ingum á skori,“ segir hann.
Framkvæmdir og peningamál
voru stærstu málin í tíð Bergs sem
formanns GV en á Spáni er aðalvinna
formanns að semja við stóru vellina
um rástímafjölda og verð með að
minnsta kosti árs fyrirvara. Ásamt
því að greiða úr vandamálum sem
upp koma. „Til að komast inn í
bankakerfið og hafa aðgang að ESB
stofnaði klúbburinn fyrirtækið Teig-
ur Amigos sem hefur á dagskrá sinni
íþróttaferðir, matarferðir, skipulag
íþróttaviðburða og hvers kyns ferða-
lög. Getum við hugsanlega sótt um
styrki til ESB síðar.“
Bergur segir kosta tíma og orku
að stýra golfklúbbum, það eigi bæði
við Ísland og Spán.
„Að taka á móti um 70 spilurum
eins og var jafnan á okkar árlega
Sumarmóti til Eyja var einstök til-
finning. Að geta boðið upp á falleg-
asta völl landsins og alla þá mat-
armenningu sem hér er ásamt
heimsfrægri þjónustulund og gest-
risni Eyjanna hlýjaði Eyjahjartanu.“
Landsmótið 1996 ber hæst
í minningunni
Landsmótið 1996 á nýjum 18 holu
velli í Vestmannaeyjum segir Bergur
að beri hæst í starfi hans hjá GV.
„Keppnin sjálf og öll umgjörðin, mat-
arveisla um borð í Herjólfi við Surts-
ey og verðlaunaafhendingin á bíla-
dekkinu. Síðast en ekki síst
verðlaunagripirnir, uppstoppaðir
lundar á hraungrjóti með áföstum
golfbolta sem eru í dag safngripir.
Forseti GSÍ sagði í ræðu sinni eftir
mótið að Vestmannaeyingar væru
búnir að eyðileggja landsmótið því
þetta væri ekki hægt að toppa,“
sagði Bergur að endingu.
Golfklúbburinn Teigur er stofn-
aður í byrjun febrúar 2011 af Íslend-
ingum sem dvöldu á Costa Blanca
ströndinni. Fjöldi annarra Íslend-
inga dvelur hluta vetrar á Spáni og
finnst fátt ánægjulegra en að spila
golf á glæsilegum völlum í veðurblíð-
unni.
Golf á falleg-
asta velllinum
- Teigsfélagar frá Spáni heimsóttu
Eyjar - Íslendingar dveljast ytra
Golfarar Myndarlegur hópur Teigsfélaga á heimavelli klúbbsins ytra sem heitir því virðulega nafni, Vista Bella. Gleði Símon Aðalsteinsson, einn stofnenda Teigs, umvafinn kátum konum.
Ljósmyndir/Jónína Jónsdóttir
Verðlaunahafar Sigursælir keppendur ásamt Bergi formanni að loknu sumarmótinu, á fallegum degi úti í Eyjum.
PORSCHE NOTAÐIR BÍLAR
Skoðaðu úrvalið á benni.is
Krókhálsi 9
Sími: 590 2000
Virka daga 9 -18
Laugardaga 12 - 16
Upplifðu sanna ökugleði...
TMD69
Porsche Panamera 4 E-Hybrid
DAA16
Porsche 911 Carrera
OGR18
Porsche Cayenne S E-Hybrid
THP39
Porsche Cayenne S E-Hybrid
Hér er dásamleg bifreið á ferð, allt í senn sportlegur
ogelegant! heil-leðraður, næs! Sportpústkerfimeð
svörtum stútum,hiti í fram- og aftursætum sem og
stýri, panorama glerþak,14 stillinga þæginda-
sportsæti svo eitthvað sé nefnt. Geðveikur bíll
Verð: 12.990.000 kr.
Nýskráður 20.09.2017 | Ekinn 25.000 km.
Einstakt tækifæri. Helsti útbúnaður: 19" Carrera S
felgur, Sport Chrono pakki, sóllúga, BOSE hljómkerfi,
Bi-Xenon aðalljós og að sjálfsögðu, beinskiptur.
Glæsilegur og vel hirtur bíll.
Verð: 8.490.000 kr.
Nýskráður 01.01.2004 | Ekinn 85.000 km.
Ljómandi fallegur Cayenne E-Hybrid. Helsti
útbúnaður: stillanleg loftpúðafjöðrun, rafdrifinn
dráttarkrókur, hiti í framsætum og stýri, litað gler og
hugguleg viðarinnrétting til að toppa þetta.
Verð: 7490.000 kr.
Nýskráður 20.07.2016 | Ekinn 79.000 km.
Lítið ekinn og flottur Cayenne E-Hybrid. Helsti
útbúnaður: stillanleg loftpúðafjöðrun, dráttarkrókur
rafmagns, hiti í framsætum, lyklalaust aðgengi,
skyggðar rúður, fjarlægðarskynjarar og BOSE
hljómkerfi svo eitthvað sé nefnt.
Verð: 7.490.000 kr.
Nýskráður 12.07.2016 | Ekinn 57.000 km.