Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Undirbúa rýmingu sendiráða - Talibanar 50 kílómetrum frá Kabúl - Bandaríkin og Bretland senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða við brottflutning - Vestræn ríki loka sendiráðum sínum eða fækka mjög í starfsliði þeirra Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiftursókn talibana í Afganistan hélt áfram í gær og hertóku þeir meðal annars borgina Pul-e-Alam, höfuðborg Logar-héraðs, en hún er einungis í um 50 kílómetra fjar- lægð frá höfuðborginni Kabúl. Bandaríkjamenn og Bretar ákváðu í fyrrakvöld að senda herlið til borgarinnar til þess að aðstoða óbreytta ríkisborgara og sendi- ráðsstarfsmenn sína við að flýja hana, og hafa fleiri vestræn ríki ákveðið að fækka í sendiráðum sínum eða loka þeim tímabundið. Lashkar Gah, höfuðborg Helm- and-héraðs, féll í gær, en talibanar höfðu setið um borgina frá því í maí. Með falli Lashkar Gah og Kandahar, sem féll í fyrrakvöld, má segja að nánast allur suður- hluti Afganistan sé á valdi talib- ana, en uppreisn þeirra hefur notið mests stuðnings þar. Stjórnvöld í Kabúl ráða nú í raun einungis yfir þremur borg- um, Kabúl, Jalalabad og Mazar-i- Sharif, og er sú síðasttalda nú um- kringd. Þá var stríðsherrann Ismaíl Khan, sem kallaður var „ljónið frá Herat“ fyrir baráttu sína gegn þeim á 10. áratugnum, tekinn höndum, en sleppt gegn því að liðsmenn hans gengu til liðs við talibana. Hin mikla velgengni talibana í átta daga leiftursókn sinni hefur komið stjórnvöldum á Vesturlönd- um mjög á óvart. Ríki Atlantshafs- bandalagsins funduðu í gær um ástandið og sagði Jens Stolten- berg, framkvæmdastjóri banda- lagsins, að markmið þess væru að styðja við ríkisstjórn landsins og öryggissveitir þess að svo miklu leyti sem mögulegt væri. Því hygð- ist bandalagið halda borgaralegu starfsliði sínu í Kabúl áfram. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýs- ingu fundarins að bandalagið styddi pólitíska lausn á átökunum, og að yfirráð talibana yfir Afgan- istan yrðu ekki viðurkennd ef þau væru tekin með valdi. Höfðu Bandaríkin, Evrópusambandið, Pakistan og Kína áður sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um slíkt hið sama. Sendiráðin rifa seglin Nokkur vestræn ríki tilkynntu hins vegar í fyrrakvöld og í gær að þau hygðust annaðhvort loka eða fækka í starfsliði sendiráða sinna. Bandaríkjamenn greindu frá því í fyrrakvöld að þeir myndu senda um 6.000 hermenn til Kabúl til að flytja á brott bandaríska ríkis- borgara, sem og Afgani sem veitt hafa hernámsliðinu aðstoð. Þá munu Bretar senda 300 fall- hlífarliðsmenn sína til þess að færa breska þegna heim, og fundaði neyðarstjórn bresku ríkis- stjórnarinnar, COPRA, um ástandið í gær. Hvorki bresku né bandarísku hermönnunum er hins vegar ætlað að berjast við talib- ana. Danir og Norðmenn tilkynntu í gær að þeir hygðust loka sendi- ráðum sínum í Kabúl tímabundið og Þjóðverjar og Finnar sögðu að þeir hygðust fækka mjög í starfs- liði sendiráða sinna. Þá hyggjast Finnar bjóða um 130 Afgönum sem starfað hafa fyrir sendiráðið hæli í Finnlandi. AFP Afganistan Vígamenn talibana sjást hér á götum Kandahar. Grikkir telja sig hafa náð yfir- höndinni í barátt- unni við gróður- eldana miklu, sem skekið hafa landið síðustu daga. Kaldara hitastig og rigning hafa að- stoðað slökkviliðs- menn og sjálfboðaliða við að halda eldunum í skefjum, en þeir hafa nú þegar eyðilagt meira en 100.000 hektara gróðurlendis. Engu að síður vöruðu stjórnvöld við því að fagnað yrði of snemma, þar sem veðurspá helgarinnar gerir ráð fyrir miklum vindum, sem gætu hjálpað eldunum að breiða úr sér. Annars staðar við Miðjarðarhaf glímdu slökkviliðsmenn áfram við hina miklu elda, sem hitabylgjan þar hefur framkallað. Slökkviliðsmenn á Sikiley og Kalabríuhéraði á Ítalíu sinntu þannig nokkur hundruð út- köllum í gær, og bjarga þurfti um 30 manns frá þjóðgarði eftir að eldur kviknaði þar um nóttina. Hafa náð tökum á eldunum Miklir eldar hafa verið á Grikklandi. - „Erfiðir dagar“ sagðir fram undan Pandahúnarnir Fleur de Coton og Petite Neige, sem á íslensku gætu heitið Bómullar- hnoðri og Snævar litli, sjást hér í hitakassa í Beauval-dýragarðinum í Saint-Aignan-sur-Cher í Frakklandi í gær. Þeir fæddust 2. ágúst síð- astliðinn og heilsast vel, en móðir þeirra er risapandan Huan Huan, sem dýragarðurinn er með í láni frá Kína. Húnarnir eru þriðja got Huan Huan og karl- pöndunnar Yuan Zi, og þykir það gott í ljósi þess hve erfitt er að fá pöndur í dýragörðum til þess að fjölga sér. Pandahúnarnir sofa værum svefni AFP Breska lögreglan sagði í gær að hún væri að rannsaka orsakir skotárásar í Plymouth í fyrrakvöld, þar sem fimm manns voru skotnir til bana. Árásarmaðurinn, hinn 22 ára gamli Jake Davison, framdi sjálfsvíg að ódæði sínu loknu. Meðal fórnarlambanna var þriggja ára stúlka og faðir hennar, en þetta er fyrsta fjöldaskotárásin í Bretlandi í 11 ár. Samkvæmt lög- reglunni var enn ekki vitað um ástæðu þess að Davison ákvað að láta til skarar skríða, en sagt var að ekki væri um hryðjuverk að ræða. Davison var með skotvopnaleyfi í fullu gildi og á samfélagsmiðlasíðum hans mátti lesa skilaboð um hatur hans á kvenfólki. Fyrsta fórnarlamb Davison var móðir hans, Maxine, sem var 51 árs gömul, en hann skaut hana til bana á heimili hennar, áður en hann hélt út á götu og skaut fjórar manneskjur til viðbótar. Þar á meðal var hin þriggja ára gamla Sophie Martyn og Lee, faðir hennar. Tveir særðust í árás- inni, en ekki lífshættulega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi aðstandendum samúðarkveðjur og lýsti yfir hryll- ingi vegna árásarinnar, sem og þeirri kynjahyggju sem Davison hefði sýnt á samfélagsmiðlum. Sagði Johnson ljóst að rannsaka þyrfti það vandlega. Priti Patel innanríkisráðherra sagði að rannsakað yrði hvers vegna Davison var metinn hæfur til að eiga skotvopn, auk þess sem til stæði að leggja fram frumvarp til að taka á öfgum á netinu. Skotárásir eru mjög sjaldgæfar í Bretlandi, en landið er með eina ströngustu vopnalöggjöf á Vestur- löndum. Nær allar skammbyssur voru bannaðar eftir skotárásina í Dunblane árið 1996, en þá létust 16 nemendur og einn kennari. Barn á meðal hinna látnu - Breska þjóðin slegin óhug vegna fjöldamorðs í Plymouth AFP Sorg Syrgjendur lögðu blóm við götuna þar sem árásin átti sér stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.