Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Gluggaþvottur Hinn litríki glerhjúpur Hörpu var þrifinn í gær.
Eggert
Ríkisstjórnin sem nú
situr er fyrsta þriggja
flokka ríkisstjórnin á
Íslandi sem situr heilt
kjörtímabil og sú fyrsta
til að klára kjörtímabil
sitt frá árinu 2013.
Stjórnin var mynduð
þvert á hið pólitíska lit-
róf með skýra sýn á
uppbyggingu og um-
bætur á fjölmörgum
sviðum almannaþjónustunnar. Þar
má nefna þessi tíu stóru mál:
1) nýtt og réttlátara skattkerfi sem
tryggir aukinn jöfnuð og eykur ráð-
stöfunartekjur hinna tekjulægstu,
2) vinnuvikan var stytt til að auka
lífsgæði vinnandi fólks,
3) kostnaður sjúklinga var lækk-
aður kerfisbundið til að tryggja að-
gang allra að heilbrigðisþjónustu,
4) lengra fæðingarorlof sem eykur
jafnrétti kynjanna og samveru barna
og foreldra,
5) félagslega húsnæðiskerfið eflt
sem tryggir fleirum þak yfir höfuðið,
6) fyrsta raunhæfa aðgerðaáætl-
unin í loftslagsmálum leit dagsins
ljós,
7) framlög til baráttunnar gegn
loftslagsvánni voru áttfölduð,
8) mikilvægar umbætur í mann-
réttindamálum gerðar með lögum
um kynrænt sjálfræði og réttarstöðu
trans og intersex-barna og nútíma-
legri löggjöf um þungunarrof,
9) forvarnaáætlun gegn kyn-
bundnu og kynferðislegu ofbeldi og
áreitni sem er risastórt
skref til að útrýma
þeirri meinsemd sem
kynbundið og kynferð-
islegt ofbeldi er í sam-
félaginu,
10) átaksverkefni í
uppbyggingu innviða
sem sést í stórfelldum
framkvæmdum í sam-
göngumálum og orku-
málum um land allt sem
margar hverjar voru
löngu tímabærar.
Þessi mál eru næg
ástæða fyrir stuðningsfólk stjórnar-
flokkanna til að fagna líðandi kjör-
tímabili en margt fleira er þó ótalið.
Samstarf stjórnarflokkanna hefur
gengið vel og orðið þéttara eftir því
sem meira blés á móti. Þegar heims-
faraldur skellur á er ekki annað í boði
en að allir leggi sig fram um að finna
bestu lausnirnar fyrir samfélagið allt.
Það er það sem þessi ríkisstjórn hef-
ur gert undanfarna 18 mánuði. Hún
hefur forgangsraðað lífi og heilsu
fólksins í landinu og ráðist í mark-
vissar efnahagslegar og félagslegar
aðgerðir til að lágmarka samfélags-
leg áhrif. Það hefur borið góðan ár-
angur þannig að faraldurinn hefur
óvíða haft vægari áhrif á líf flestra en
hér, bæði þegar litið er til árangurs
af sóttvarnaráðstöfunum og þess að
tekist hefur að tryggja kaupmátt
launafólks og efnahagslegan stöðug-
leika á þessum erfiðu tímum. Það
skiptir nefnilega máli að hafa félags-
lega sýn við völd þegar áföll dynja á.
Í kosningunum fram undan verður
þó ekki aðeins kosið um góðan árang-
ur fortíðarinnar heldur einnig um Ís-
land framtíðarinnar og hvernig
tryggja megi samfélagslegar fram-
farir, velsæld og jöfnuð fyrir fólkið í
landinu, árangur í loftslagsmálum og
blómlegt efnahags- og atvinnulíf.
Efnahagslíf framtíðar þarf að vera
undirstaða jöfnuðar. Við eigum að
skapa fjölbreytt störf og græn störf.
Við eigum að styðja áfram við ný-
sköpun og lítil og meðalstór fyrir-
tæki. Fjölbreyttur vinnumarkaður er
um leið öruggur vinnumarkaður því
áföll í einstökum atvinnugreinum
hafa þá hlutfallslega minni áhrif. Við
höfum stigið stór skref á þessu kjör-
tímabili til að styðja betur við grunn-
rannsóknir, nýsköpun og þekking-
argeirann. Efling Rannsóknasjóðs og
Tækniþróunarsjóðs, endurgreiðsla
rannsókna- og þróunarkostnaðar og
stofnun vísisjóða eru allt stórir
áfangar á réttri braut sem gerir fleir-
um kleift að þróa hugmyndir sínar og
skapa úr þeim verðmæti. Við eigum
að halda áfram á þeirri braut, efla
sjóðina enn betur, styrkja stöðu há-
skólanna í þessu umhverfi og gera
tímabundin framlög vegna heimsfar-
aldurs varanleg. Við eigum að
tryggja matvælaöryggi, styðja betur
við innlenda matvælaframleiðslu,
auka framlög í matvælasjóði og setja
fram tímasetta áætlun um eflingu líf-
rænnar matvælaframleiðslu enda
eigum við ómæld tækifæri í fram-
úrskarandi íslenskum matvælum.
Á þessu kjörtímabili höfum við
unnið markvisst samkvæmt því leið-
arljósi að hlutverk stjórnmálanna sé
að auka velsæld og hamingju fólks. Í
því skyni þróuðum við nýja velsæld-
armælikvarða í breiðu samráði og
settum í fyrsta sinn fram sérstakar
velsældaráherslur í fjármálaáætlun.
Ástæðan er einföld. Velsæld fæst
ekki eingöngu með efnahagslegum
árangri. Hún snýst líka um gott sam-
félag og heilnæmt umhverfi. Meðal
annars þess vegna lagði núverandi
ríkisstjórn áherslu á að stytta vinnu-
viku, lengja fæðingarorlof, tryggja
sjálfsákvörðunarrétt kvenna með
nýrri þungunarrofslöggjöf, efla geð-
heilbrigðisþjónustu, vinna gegn kyn-
bundnu og kynferðislegu ofbeldi og
áreitni, draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda, friðlýsa náttúruperlur
og að tryggja afkomu almennings –
allt snýst þetta um raunveruleg lífs-
gæði og hamingju fólks.
Velsældarhugmyndafræðin bygg-
ist á rótgrónum hugmyndum um
jöfnuð og sjálfbærni og á næsta kjör-
tímabili eigum við mikil tækifæri til
að gera enn betur og auka þannig
raunveruleg lífsgæði fólksins í land-
inu. Stór verkefni eru fram undan,
einkum þegar kemur að tryggu hús-
næði fyrir okkur öll og mikilvægur
þáttur í því verður að stíga fleiri
skref til að efla félagslega húsnæðis-
kerfið. Þannig tryggjum við líka stöð-
ugleika á hinum almenna húsnæðis-
markaði. Gera þarf breytingar á
framfærslu öryrkja til að tryggja
betur stöðu hinna tekjulægstu í þeim
hópi. Halda þarf áfram að styrkja
barnabótakerfið en þar höfum við á
kjörtímabilinu hækkað verulega
barnabætur tekjulægri hópa. Jöfn-
uður og jafnrétti eru lykillinn að vel-
sæld og að tryggja öllum jöfn tæki-
færi.
Loftslagsváin verður stærsta við-
fangsefnið fram undan en ný skýrsla
Sameinuðu þjóðanna sýnir að núver-
andi markmið þjóða heims í loftslags-
málum duga ekki til að ná mark-
miðum Parísarsáttmálans.
Núverandi ríkisstjórn hefur sett
þessi mál á dagskrá með afgerandi
hætti en við Íslendingar þurfum að
gera enn betur í okkar áætlunum,
bæði í markmiðum og aðgerðum. Við
eigum sóknarfæri í orkuskiptum í
þungaflutningum, sjávarútvegi og
aðgerðum í landbúnaði og landnýt-
ingu sem við þurfum að fullnýta. Við
þurfum að flýta öllum okkar aðgerð-
um, hvort sem þær varða samdrátt í
losun eða kolefnisbindingu. Við þurf-
um líka að tala hátt og skýrt á al-
þjóðavettvangi um loftslagsvána því
stórlosendur, hvort sem um er að
ræða stórþjóðir eða stórfyrirtæki,
þurfa að gera miklu betur. Við þurf-
um að vera reiðubúin að taka á móti
fleira fólki sem flýr afleiðingar lofts-
lagsbreytinga. Og við þurfum að
tryggja að græna umbreytingin verði
réttlát og að markmið okkar um sam-
drátt í losun fari saman við aukna
velsæld fólksins í landinu.
Ísland er sannarlega land tækifær-
anna. Við höfum öll sem eitt staðið
okkur frábærlega og komist saman í
gegnum eitt mesta áfall lýðveldissög-
unnar, heimsfaraldur og afleiðingar
hans. Það skiptir máli hvernig við
byggjum upp til framtíðar og um það
er kosið í haust.
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur » Í kosningunum fram
undan verður þó
ekki aðeins kosið um
góðan árangur fortíð-
arinnar heldur einnig
um Ísland framtíð-
arinnar
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Saman til framtíðar
Baráttan vegna kom-
andi kosninga er rétt að
hefjast og ekki fyllilega
komið fram hvaða mál-
efni það verða, sem
mesta athygli munu fá
af hálfu flokkanna.
Sumt er þó farið að
skýrast, meðal annars
það að allnokkrir flokk-
ar og frambjóðendur á
vinstri vængnum virðast
telja það vænlegt til árangurs að stað-
setja sig sem lengst til vinstri og
kenna sig jafnvel við ómengaðan
sósíalisma.
Málflutningur frá miðri
síðustu öld
Að hluta til birtist þessi vinstri
sveifla í stefnumálum viðkomandi
flokka, en þó enn frekar í upphróp-
unum og orðavali, sem oft á tíðum ber
meiri keim af stjórnmálaumræðu frá
miðri síðustu öld heldur en þeim
áherslum sem ríkjandi hafa verið í
stjórnmálaumræðu á Vesturlöndum
síðustu 30 árin eða svo. Málflutning-
urinn snýst um stéttabaráttu, öreiga
og auðkýfinga, ofurríka fámenna yf-
irstétt sem mergsýgur snauða alþýð-
una, andúð á atvinnurekstri í einka-
eigu og ofurtrú á ríkislausnum og
opinberum rekstri. Birtingarmynd-
irnar eru mismunandi en undirtónn-
inn sá sami; til að bjarga almenningi
úr heljargreipum kapítalismans þarf
að umbreyta samfélaginu í anda
sósíalískrar hugmyndafræði. Virðist
þá litlu skipta, að allar tilraunir til að
byggja þjóðskipulag á þeim grunni
hafa endað með skelfingu.
Flokkurinn, sem fremstur fer í
þessum málflutningi, kennir sig feimn-
islaust við sósíalisma en fleiri leita á
sömu mið. Sérstaklega hefur hraðferð
Samfylkingarinnar til vinstri vakið at-
hygli en augljóst er að sá flokkur lítur
á Sósíalistaflokkinn sem harðvítugan
samkeppnisaðila. Vinstri græn vilja
svo auðvitað minna á sig í þessu sam-
bandi og mun það sjálfsagt færast í
aukana eftir því sem
nær dregur kosningum.
Bilið milli Pírata og ann-
arra flokka á vinstri
vængnum hefur að
mörgu leyti verið að
styttast jafnt og þétt á
undanförnum árum en
forvitnilegt verður að
sjá hvort þeir blanda sér
nú af fullum krafti í
keppnina um það hver
sé mesti sósíalistinn.
Að sumu leyti er allt í
lagi fyrir okkur, sem nálgumst stjórn-
málin úr annarri átt, að íslenskir
vinstri menn gefi sig alla í þessa Ís-
landsmeistarakeppni í sósíalisma. Það
er gott fyrir alla að skerpa á hug-
myndafræðinni og rifja upp að stjórn-
mál snúast um mismunandi hugsjónir
og val milli ólíkra sjónarmiða og raun-
verulegra valkosta en ekki bara um
tæknilegar útfærslur eða vinsælda-
keppni einstaklinga. Það að uppvakn-
ingar sósíalismans eru komnir á stjá
gefur okkur, sem teljum okkur hægra
megin á hinu pólitíska litrófi, tilefni til
að skerpa á okkar eigin málflutningi
og rifja upp á hvaða hugmynda-
fræðilega grundvelli við stöndum.
Aukin skautun – allt eða ekkert
Gallinn við vinstri sveiflu vinstri
flokkanna er hins vegar einkum aukin
harka í umræðunni og það sem stjórn-
málafræðingar tala um sem skautun í
stjórnmálum, sem felur í sér að bilið
milli flokka eykst og getur haft þær af-
leiðingar að sífellt erfiðara verði að ná
sæmilegri samstöðu um málamiðlanir,
sem alltaf eru nauðsynlegar í stjórn-
málum, ekki síst í fjölflokkakerfi eins
og við búum við. Stjórnmálaumræða,
sem byggir á ófrávíkjanlegum skil-
yrðum, úrslitakostum, kröfum um allt
eða ekkert og útilokun málamiðlana er
ekki gæfuleg þegar kemur að úrlausn
raunverulegra viðfangsefna við stjórn
landsins eða lagasetningu á Alþingi.
Það er nefnilega eitt að hafa skýr
stefnumál og hugsjónir og annað að
vera svo ósveigjanlegur að engar
málamiðlanir komi til greina. Menn
mega ekki gleyma því að stjórnmál
eru list hins mögulega og til þess að ná
árangri getur verið nauðsynlegt að
setja ágreining til hliðar, slá af ýtrustu
kröfum og finna frekar það sem sam-
einar heldur en það sem sundrar.
Skökk mynd
En það eru fleiri gallar, sem fylgja
stóryrðakapphlaupi vinstri manna um
þessar mundir. Þannig er það
áhyggjuefni, að sú mynd sem dregin
er upp af þjóðfélagi okkar er á margan
hátt skökk og í litlum tengslum við
raunveruleikann. Málflutningur
sumra þeirra háværustu úr röðum
vinstri manna er stundum á þá leið, að
hér hafi á undanförnum árum verið við
lýði óheft nýfrjálshyggja, hreinn kapí-
talismi, grimmur niðurskurður í opin-
berri þjónustu, vaxandi ójöfnuður og
versnandi lífskjör alls almennings.
Ekkert af þessu stenst skoðun. Hvort
sem litið er til þróunar hér innanlands
eða samanburðar við nágrannalöndin
kemur skýrt í ljós að ekkert gefur til-
efni til fullyrðinga af þessu tagi. Heild-
arumsvif hins opinbera, ríkis og sveit-
arfélaga, hafa fremur vaxið en
minnkað á undanförnum árum. Ætti
sú þróun reyndar að vera meira um-
hugsunarefni fyrir okkur sem stönd-
um hægra megin en þá sem tala fyrir
sósíalisma.
Þá er til þess að líta, að jöfnuður er
meiri hér á landi en víðast hvar í
helstu samanburðarlöndum, hvort
sem litið er til tekna eða eigna. Lífs-
kjör alls almennings hafa líka farið
batnandi og kaupmáttur aukist jafnt
og þétt. Tímabundnir erfiðleikar
vegna Covid-19 virðast ekki breyta
þessari heildarmynd.
Samfélag okkar er svo sannarlega
ekki fullkomið og margt má bæta, en
sú mynd af stöðu mála, sem talsmenn
sósíalisma úr ýmsum flokkum hafa
haldið á lofti, er víðs fjarri raunveru-
leikanum.
Eftir Birgir
Ármannsson
» Samfélag okkar er
ekki fullkomið en sú
mynd, sem talsmenn
sósíalisma úr ýmsum
flokkum hafa haldið á
lofti, er víðs fjarri raun-
veruleikanum.
Birgir Ármannsson
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Íslandsmeistara-
mótið í sósíalisma?