Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Asparteigur 20, 250 Garði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Nýtt 4ra herbergja raðhús á einni hæð, með sólpalli.
Tilbúið til afhendingar við kaupsamning.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 43.400.000 95,3 m2
Íbúð sem uppfyllir
skilyrði um
hlutdeildarlán
O
rðið pabbabrandari er fremur nýtt í málinu; það virðist hafa breiðst
út á allra síðustu árum. Með orðinu er átt við orðaleiki í aumari kant-
inum, útúrsnúninga og ýmsa aðra meinta fyndni sem áður fyrr var
helst kennd við fimmeyringa. Dæmi: „Hvers vegna dóu mamm-
útarnir út? Af því að það voru ekki til neinir pabbútar.“ Sígilt dæmi um tegund-
ina er þessi hérna: „Hefur þú heyrt um minkabúið sem minnkaði og minnkaði
þar til það var búið?“
Karl Jónsson skrifaði skemmtilegan pistil í Feyki 2019 þar sem hann út-
skýrði fyrirbærið.
Hann hélt því auk þess
fram að enginn væri
„pabbi með pöbbum
nema kunna skil á því
sem bókmenntafræð-
ingar kalla pabba-
brandara“.
Hugtakið pabba-
brandari virðist vera
beint þýtt úr ensku þar
sem talað er um dad
jokes eða daddy jokes,
en um sama fyrirbæri
er að ræða, sbr. þennan
hér á ensku: „I’m afraid
for the calendar; its
days are numbered“
(Ég óttast að dagar
almanaksins séu taldir).
Löngu áður en farið
var að nota hugtakið
pabbabrandari, og þess
í stað talað um fimm-
aurabrandara, aulabrandara eða orðaleikjabrandara, var mér sagður þessi hér:
„Einu sinni voru hjón sem áttu fjóra syni. Sá elsti var nefndur Einar, en yngri
bræðurnir Tvennar, Þrennar og Fernar.“
Þegar og ef lesendur ná að jafna sig eftir hlátrasköllin geta þeir haldið áfram
lestri og litið nánar á orðin einir, tvennir, þrennir, fernir, sem stundum nefnast
fleirfaldstölur.
Þannig háttar til að í íslensku er talsvert um nafnorð sem eru sérstök að því
leyti að aðeins tíðkast að nota þau í málfræðilegri eintölu í vönduðu máli, svo
sem skilningurinn, hveitið, kjötið, kjarkurinn, skýjafarið og gasmengunin, og
svo eru mörg önnur nafnorð sem á hinn bóginn tíðkast á sama hátt aðeins í mál-
fræðilegri fleirtölu, svo sem samtökin, svalirnar, buxurnar, gleraugun, skærin
og hljómleikarnir.
Sumt af þessu tagi er þó merkingarlega vel hægt og oft nauðsynlegt að telja.
En í stað þess að telja með einn, tveir, þrír, fjórir er hefð fyrir því að grípa til
fleirfaldstalnanna fyrrnefndu með þessum svonefndu tölubundnu nafnorðum: í
tvennum skilningi; einir hljómleikar, í þrennum samtökum, fernar hjólbörur.
Til að tjá fleirtölumerkingu eru fleirfaldstölurnar þó ekki ávallt notaðar á
þennan hátt heldur eru stundum notuð sambönd með t.d. konar, sbr. tvenns
konar skýjafar, þrenns konar mengun.
Fleirfaldstölur eru líka hafðar til að telja pör, sbr. einir sokkar, tvennir skór.
Stundum koma fleirfaldstölur fyrir án nafnorðs: tvennt fórst í flugslysinu; ég
vil nefna þrennt; diskurinn brotnaði í fernt.
Loks má minna á að sum („venjuleg“) nafnorð hafa svolítið aðra merkingu
eða blæ í fleirtölu en í eintölu og það kallar stundum á að notaðar séu fleirfald-
stölur, sbr. að hafa lifað tímana tvenna; tvennum sögum fer af því sem gerðist.
Tvennum sögum fer
af pabbabröndurum
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Skæri Mörg
nafnorð eins
og t.d. skæri
tíðkast aðeins
að nota í mál-
fræðilegri
fleirtölu.
E
ftir blaðamannafund Sameinuðu þjóðanna
sl. mánudag er ljóst að ráðstefna SÞ um
loftslagsmál í Glasgow í nóvember mun
snúast um þær upplýsingar sem þar komu
fram. Og jafnljóst er að þingkosningarnar hér munu
snúast að verulegu leyti um þau. Flokkar og fram-
bjóðendur verða að hafa svör á reiðum höndum um
sína afstöðu. Í því sambandi er athyglisvert að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur skipað sérstakt loftslagsráð
sem er til fyrirmyndar og mun auðvelda frambjóð-
endum flokksins það sem fram undan er. Það er
æskilegt að það loftslagsráð efni til opinna og al-
mennra funda i Valhöll um þessi stóru mál.
En auðvitað var rétt, sem fram kom hjá Auði Önnu
Magnúsardóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, í
fréttum RÚV sl. þriðjudag að stjórnmálamennirnir
bera ábyrgð á því hversu hægt hefur gengið hér að
grípa til mótaðgerða.
Það er ekki lítið í húfi fyrir okkur. Athyglin hér
hefur beinzt að skógareldum og stórflóðum úti í
heimi. En hvað ef rétt reynist að breytingar á haf-
straumum vegna loftslagsbreytinga
svo og hitun sjávar hafi í för með sér
breytingar á göngum fiskistofna og að
þeir færi sig stöðugt norðar, jafnvel út
úr lögsögu okkar?
Ef slíkt gerðist væru forsendur að
bresta fyrir lífi okkar í þessu landi.
Það getur allt gerzt. Suður-Evrópa stendur í ljósum
logum. Slíkir eru skógareldarnir í Grikklandi, Ítalíu
og Katalóníu. Hvenær kemur að því að fólkið fer að
flytja sig norðar, undan eldunum, jafnvel til Íslands.
Hvað getum við tekið við mörgum?
Þetta er alvörumál. Það þýðir ekki lengur að halda
því fram að þetta sé plat. Við, eins og aðrar þjóðir,
verðum að grípa til raunhæfra aðgerða strax, ekki
einhvern tímann í framtíðinni.
Og hvað er það sem við þurfum að gera? Í meg-
indráttum þurfum við að draga úr neyzlu, hverju
nafni sem nefnist. Hvort sem það snýst um að keyra
út um allt land á benzíni eða dísilolíu eða fljúga oft á
ári til útlanda. Og svo mætti lengi telja. Er skyn-
samlegt að kaupa hlutabréf í flugfélögum eða olíufé-
lögum?
Gamla fólkið er orðið svo gamalt og á ekki mörg ár
eftir en það er unga fólkið sem finnur fyrir breyting-
unum. Sá sem er áttræður í dag mun ekki lifa þær
að ráði en unga fólkið mun gera það. Þess vegna er
líklegt að ungir kjósendur muni taka sérstaklega eft-
ir þessum umræðum fyrir kosningarnar.
Orkuskiptin í bílum eru komin vel af stað en þau
þurfa líka að fara fram í skipum og flugvélum og þar
eru þau styttra á veg komin. En þessar umræður
geta vel haft þau áhrif að fólk dragi úr ferðalögum á
milli landa og að minna verði úr hinni nýju atvinnu-
grein okkar, ferðaþjónustu, en við höldum.
Og það er ekki bara fólk sem ferðast heldur eru
vörur fluttar á milli landa. Kannski á það eftir að
gerast að framleiðsla flytjist inn í landið í stórum
stíl, þótt hún verði dýrari. Það á við um matvörur
ekki síður en annað. Aðgerðir vegna loftslagsbreyt-
inga geta því haft mikil áhrif á uppbyggingu at-
vinnulífsins. Það verða ekki bara breytingar á
starfsemi olíufélaga og flugfélaga. Landbúnaður í
margvíslegri mynd mun blómstra á ný. Það skiptir
máli að við verðum sjálfum okkur nóg í ríkum
mæli.
Það þýðir að við leggjum áherzlu á kjötfram-
leiðslu hér heima fyrir í stað innflutnings þess. Að
við leggjum áherzlu á ræktun grænmetis og ávaxta
hér heima í stað innflutnings.
Breytingar af þessu tagi verða út um allan heim.
Alþjóðleg stórfyrirtæki sem hafa blómstrað und-
anfarna áratugi láta undan síga.
Og þótt tækifærum fækki til þess
að þau geti hagnýtt sér lág laun
annars staðar næst sparnaðurinn
fram með öðrum hætti.
Hinn harði veruleiki er sá, að
til þess að draga úr hlýnun jarð-
ar verða þjóðir heims að draga úr neyzlu sinni og
þá sérstaklega þær, sem stunda óhóflega neyzlu, og
við erum í þeim hópi.
Munu stjórnmálamenn okkar flytja þjóðinni þann
boðskap fyrir kosningar? Það kemur í ljós en kæmi
mörgum á óvart. Það er líklega ekki boðskapur
sem höfðar til margra. En hann er eftir sem áður
nauðsynlegur. Loftslagsmálin eru ekkert grín. Það
reynir á stjórnmálamenn okkar en það reynir líka á
kjósendur. Kannski meira en nokkru sinni fyrr.
Þeir verða að sýna ábyrgð ekki síður en stjórn-
málamennirnir.
Skógareldar og stórflóð víða um heim hafa orðið
til þess að fólk hefur hrokkið við og gerir sér betur
grein fyrir alvöru málsins. Það samfélag, sem er
fram undan, mun líkjast meira því sem var um
miðja 20. öld en því sem við höfum kynnzt síðustu
áratugi. Eftirsóknin eftir að komast til Miðjarð-
arhafslandanna verður minni þegar búast má við
óþolandi hitum þar, að ekki sé talað um elda.
Og kannski verður það svo, að þorri fólks fagni
einfaldara lífi, sem loftslagsvandinn knýr okkur til.
Það er margt, sem er að breyta lífi okkar á stutt-
um tíma, sem við ráðum ekki við. Fyrir utan lofts-
lagsmálin er það heimsfaraldurinn, sem er erfiðari
viðureignar en við kannski héldum. Og hann gerir
kröfu til þess að við söfnumst ekki eins mikið sam-
an og við höfum gert.
Við sem teljumst til eldri kynslóða berum mikla
ábyrgð á því hvernig komið er.
Það er afkomenda okkar að leysa úr því.
Loftslagsmál í brennidepli
Jörðin ræður ekki við
eldana og vatnið
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Carl Baudenbacher, forseti
EFTA-dómstólsins 2003-2017,
gerir harða hríð að eftirmanni sín-
um, Páli Hreinssyni, í Morgun-
blaðinu 31. júlí 2021. Nefnir hann
nokkur dæmi, þar sem hann telur
dómstólinn undir forystu Páls draga
taum norska ríkisins, en Páll hafi
auk þess tekið að sér launaða ráð-
gjöf fyrir forsætisráðuneytið ís-
lenska og skert með því sjálfstæði
sitt. Ég þekki ekki hin norsku mál,
en kann eitt íslenskt dæmi.
Í árslok 2008 var Páll skipaður
formaður rannsóknarnefndar Al-
þingis á bankahruninu. Með honum
í nefndinni skyldu sitja Tryggvi
Gunnarsson lögfræðingur og Sigríð-
ur Benediktsdóttir hagfræðingur.
Hinn 31. mars 2009 birtist í banda-
rísku stúdentablaði viðtal við Sig-
ríði, þar sem hún sagði um banka-
hrunið: „Mér finnst sem þetta sé
niðurstaðan af öfgakenndri græðgi
margra sem hlut eiga að máli og
tómlátu andvaraleysi þeirra stofn-
ana sem hafa áttu eftirlit með fjár-
málakerfinu og sjá áttu um fjár-
málalegan stöðugleika í landinu.“
Með „tómlátu andvaraleysi“ gat
Sigríður ekki átt við nema tvær
stofnanir, Fjármálaeftirlitið, sem
átti að hafa eftirlit með fjár-
málakerfinu, og Seðlabankann, sem
átti að sjá um fjármálastöðugleika.
Hún hafði þannig fellt dóm fyrir-
fram.
Eftir þessu var strax tekið. Ás-
mundur Helgason, aðallögfræðingur
Alþingis, taldi Sigríði hafa gert sig
vanhæfa með þessum ummælum.
Þeir Páll og Tryggvi voru sömu
skoðunar, en Páll er sérfræðingur í
hæfisreglum stjórnsýslu, sem hann
hafði skrifað um heila doktors-
ritgerð. Í símtali 22. apríl 2009 báðu
Páll og Tryggvi Sigríði um að víkja
úr nefndinni. Hún neitaði, og hófst
vel skipulögð fjölmiðlaherferð henni
til stuðnings. Við svo búið skiptu
þeir Páll og Tryggvi um skoðun og
kváðu nú ummæli Sigríðar hafa ver-
ið almenns eðlis, enda hefði hún
ekki nafngreint neinar stofnanir.
Hún gæti því setið áfram í nefnd-
inni. Þessi rökstuðningur var frá-
leitur. Lögum samkvæmt hefur ein
stofnun eftirlit með fjármálakerfinu,
Fjármálaeftirlitið, og önnur stofnun
sér um fjármálastöðugleika, Seðla-
bankinn. Auðvitað var Sigríður að
tala um þessar stofnanir og engar
aðrar. Doktorsritgerð Páls var þegj-
andi og hljóðalaust sett upp í hillu.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sjálfstæði
dómarans