Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Í keppni áskorendaflokks á Skákþingi Íslands 2021 sem nú stendur yfir er keppt um tvö sæti í landsliðsflokki á næsta ári. Þetta mót kemur á góðum tíma fyrir þátttakendur sem eru 33 talsins því 26. ágúst nk. hefst hið sameinaða Reykjavíkurskákmót og Evrópumót einstaklinga sem var fyrirhugað á síðasta ári en var frest- að. Vonandi boða þessi mót eðlilegra ástand á næstu misserum. Þegar lit- ið er yfir þátttakendalistann blasir við að nokkrir keppenda eiga fullt erindi í landsliðsflokkinn en athyglin beinist nú að Akureyringnum Sím- oni Þórhallssyni sem eftir sigur á Pétri Pálma Harðarsyni í sjöundu umferð hefur unnið allar skákir sín- ar og spurningin snýst um það hvort hann vinni mótið með fullu húsi. Staða efstu manna eftir skákir fimmtudagskvöldsins var þessi: 1. Símon Þórhallsson 7 v. (af 7) 2. Stef- án Bergsson 5 ½ 3.- 5. Birkir Ísak Jóhannsson, Lenka Ptacnikova og Pétur Pálmi Harðarson 5 v. Margar skemmtilegar skákir hafa litið dagsins ljós en sú allra fjör- ugasta var tefld í fimmtu umferð þegar þeir mættust, Gauti Páll Jóns- son og hinn 13 ára gamli Ingvar Wu Skarphéðinsson. Slíkar glæringar eru sjaldséðar. Vissulega lagði Gauti Páll mikið undir en það er nú einu sinni hans stíll, en Ingvar Wu bægði öllum atlögum frá af öryggi og var kominn með unnið tafl en steig þá feilspor eitt og Gauti gat snúið taflinu sér í vil en valdi í staðinn erfitt enda- tafl sem honum tókst þó að halda: Skákþing Íslands 2021, áskor- endaflokkur: Gauti Páll Jónsson – Ingvar Wu Skarphéðinsson Frönsk vörn 1.e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Re4!? Sjaldséður leikur. 5. Rxe4 dxe4 6. Rh3 b6 7. Bb5+ c6 8. Bc4 Bb7 9. O-O c5 10. Bg5 Dxd4 11. De2 Rc6 12. Had1 Dxe5 13. f4 Dc7 14. f5!? Hann gat undirbúið þetta með því að leika 14. c3 fyrst og valda d4- reitinn. 14. … Rd4 15. Hxd4 cxd4 16. Bb5+ Bc6 17. fxe6 f6 18. Hxf6! Um annað er ekki að ræða. 18. … gxf6 19. Dh5+ Kd8 20. Bxf6+ Be7 21. Bxh8 d3! Snjall millileikur sem opnar ýmsar línur. 22. Be5? Missir þráðinn. Best var 22. cxd3 og staðan er í jafnvægi. 22. … Db7 23. Bxc6 Dxc6 24. Dxh7 Dc5+ 25. Rf2 dxc2 26. Dg8+ Bf8 27. e7+ Spilar út síðasta trompinu en svartur getur einfaldlerga leikið 27. … Kxe7! sem vinnur létt t.d. 28. Dg5+ Ke6 29. Df6+ Kd5 o.s.frv. 27. … Kd7 28. exf8(R)!+ Hxf8 29. Dg4+ Kd8 30. Dg5+ Kc8 Svartur átti í vandræðum með skákirnar en gat leikið kónginum að drottningunni, t.d. 30. … Kd8 31. Dg5+ Kd7 32. Dg4+ Ke7 33. Dg5+ Ke6 og vinnur. 31. Dg4+ Kb7 32. Dxe4+ Ka6 33. Da4+ Kb7 34. De4+ Dc6 35. Dxc6+ Kxc6 36. Rd3 Kd5 37. Rb4+? Hann þurfti að finna h6-reitinn til þess að snúa taflinu við, 37. Bg7! og síðan – Bh6 þaðan sem bisk- upinn valdar c1-reitinn. 37. … Kxe5 38. Rxc2 Hd8 39. Re1! Slóttugur varnarleikur en hvíta staðan er samt töpuð eftir 39. … Ke4! o.s.frv. 39. … Hd1? 40. Kf2 Hd2+ 41. Ke3 Þar sem ekki gengur að leika 41. … Hxb2 vegna 42. Rd3+ og hrók- urinn fellur hefur hvítur unnið tvö tempó og á nú góða jafnteflis- möguleika. 41. … Hd7 42. g4 Kf6 43. Rf3 He7+ 44. Kf4 He2 45. h4 Hxb2 46. h5 Hxa2 47. g5+ Kg7 48. Rd4 Ha4 49. Ke5 Ha5+ 50. Kf4 Ha4 51. Ke5 Ha5+ 52. Kf4 Ha4 - og hér var jafntefli samið. Barist um tvö sæti í landsliðsflokki Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Fullt hús Símon Þórhallsson við upphaf sjöundu umferðar. Á þessum óvissutím- um hefur álag á heil- brigðiskerfið stórauk- ist. Frá því í mars 2019 hafa sjúkraliðar og ann- að heilbrigðisstarfsfólk borið hitann og þung- ann af því að sinna fólki sem sýkst hefur af Co- vid-19, sinnt forvörnum og unnið markvisst að því að halda heilbrigð- iskerfinu gangandi. Lífsógnandi aðstæður Á Landspítala og innan heilbrigð- isþjónustunnar sinna sjúkraliðar nærhjúkrun, og aðstoða fólk við að sinna frumþörfum sínum. Sjúkraliðar eru í störfum sínum í mjög nánum samskiptum við skjólstæðinga sína. Sjúkraliðar sem og annað heilbrigð- isstarfsfólk starfa í lífsógnandi að- stæðum þegar Covid-19-smituðum einstaklingum er sinnt. Heilbrigðis- starfsfólk hefur því meðvitað lagt heilsu sína í hættu og þurft að sæta ýmsum takmörkunum umfram aðra í samfélaginu vegna náinna samskipta við viðkvæma hópa í störfum sínum. Vonbrigði og vaxandi ólga Sjúkraliðar hafa lagt mikið á sig til að sinna skjólstæðingum sínum. Langvarandi álag hefur verið á stétt- inni og hafa ítrekaðar ábendingar borist til Sjúkraliðafélagsins um að starfið gangi nærri heilsu starfsfólks. Þá hefur undirmönnun á ýmsum deildum Landspítala verið tilfinnan- leg þar sem ítrekað er óskað eftir auknu vinnuframlagi sjúkraliða sem eru nú þegar við störf eða biðlað til þeirra um að snúa til vinnu úr sum- arleyfum sínum. Þá er nokkuð mikið um langtímaveikindi meðal hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða sem gerir slæma stöðu enn verri. Afleiðingar langvarandi álags hjá fólki, sem miss- erum saman hefur borið mikla ábyrgð og staðið í löngum stormi, er vel þekkt. Það getur örmagnast and- lega. Það birtist í síþreytu og sleni, depurð, langvarandi veikindum og að lokum kulnun í starfi. Sjúkraliðar eru vonsviknir yfir- völdum að hafa ekki brugðist hraðar við til að tryggja betri mönnun. Til viðbótar við að biðla til starfsfólks um að halda sig inni í sinni „búblu“, snúa til vinnu úr sumarfríum sínum, hefur bakvarðasveitin verið endurvakin og leitað hefur verið til heilbrigðisstarfs- fólks sem nýlega hefur hafið töku líf- eyris. Viðurkenning á framlagi Margsinnis hefur það komið fram að sjúkraliðar og annað heilbrigðis- starfsfólk hefur lagt miklu meira á sig en krafist er í samningum og starfs- lýsingum vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi af völdum Covid-19. Þetta þarf að hafa hugfast gagnvart okkar einstaka heilbrigðisstarfsfólki. Viðurkenning stjórnvalda á mikil- vægi vinnuframlags þeirra sem eru í eins nánum samskiptum við fólk og raun ber vitni, er nauðsynleg. Sjúkra- liðar sem og aðrir sem sinna heil- brigðisþjónustu þurfa að finna fyrir hvatningu og stuðningi frá stjórn- völdum, bæði í orði og verki. Það dugar skammt að kalla eftir liðsauka til að takast á við þessar krefjandi aðstæður þegar skortur er á sanngjörnu endurgjaldi. Álags- eða viðbótargreiðslur þurfa að koma til svo unnt sé að auka hvata fólks til að sinna auknum verkefnum í þessu starfsumhverfi. Stjórnvöld þurfa því að viðurkenna vinnuframlag heil- brigðisstarfsfólks hratt og örugglega með því að tryggja hærri launa- greiðslur til þeirra. Eftir Söndru B. Franks » Það dugar skammt að kalla eftir liðs- auka til að tak- ast á við þessar krefjandi að- stæður þegar skortur er á sanngjörnu endurgjaldiSandra B. Franks Höfundur er formaður Sjúkraliða- félags Íslands. Sanngjarnt endurgjald, takk! Haraldur Pétursson fæddist að Arnarstöðum í Hraungerðis- hreppi 15. ágúst 1985, sonur Péturs Guðmundssonar skóla- stjóra á Eyrarbakka og Ólafar Jónsdóttur. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu á Eyrar- bakka til 10 ára aldurs en var þá sendur í vist að Bræðratungu í Biskupstungum. Hann kvæntist Margréti Þormóðsdóttur árið 1924 og þau eignuðust fjögur börn og komust þrjú þeirra til manns. Haraldur var mikill fræði- maður þrátt fyrir skamma skólagöngu og hann var safn- húsvörður í Safnahúsinu í Reykjavík í þrjá áratugi. Hann var vel metinn í samfélaginu og var kjörinn yfirskoðunarmaður ríkisreikninga frá 1965 til 1978 og sat í niðurjöfnunarnefnd Rvk. 1947-1962. Hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum, m.a. var hann formað- ur Vinnumiðlunarskrifstofunn- ar, sat í lýðveldiskosninganefnd 1944 auk þess að starfa fyrir verkalýðshreyfinguna og tók þátt í byggingu Alþýðuhússins við Hverfisgötu. Ótalin eru þá ritstörfin aðallega á sviði ætt- fræði. Eftir hann liggja m.a. Kjósarmenn, æviskrár sem kom út 1961 og Ljósmæðratal 1762- 1953. Haraldur var kjörinn heiðursfélagi Ljósmæðrafélags Íslands árið 1979. Haraldur Pétursson lést 1. janúar 1982. Merkir Íslendingar Haraldur Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.