Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11.
Félagar úr Kór Árbæjarkirkju leiða sönginn. Und-
irleikari er Birkir Bjarnason. Sr. Þór Hauksson
prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffispjall eftir
stundina.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sig-
urður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Jóhönnu Maríu Eyjolfsdóttur djákna. Fé-
lagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti er Bjartur
Logi Guðnason.
Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í Garðakirkju,
alla sunnudaga klukkan 11. Ástjarnarkirkja tek-
ur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á
síðunni.
BAKKAGERÐISKIRKJA | Kvöldmessa mið-
vikudaginn 18. ágúst kl. 20. Prestur er Þorgeir
Arason. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Bakkasystur syngja. Meðhjálpari er Kristjana
Björnsdóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessur í Bústaða-
kirkju eru samerustundir með breyttu og frjáls-
legu messuformi. Kantor Jónas Þórir leiðir tón-
listina með félögum úr Kammerkór kirkjunnar.
Sr. Pálmi og messuþjónar annast þjónustu.
DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag
kl. 11. Prestur er sr. Gunnar Sigurjónsson. Tón-
list Matthías V. Baldursson. Súpa að guðþjón-
ustu lokinni. Fermingarmessa í Hjallakirkju kl.
14. Prestur er Helga Kolbeinsdóttir. Tónlist ann-
ast Matthías V. Baldursson. Guðþjónusta í
Hjallakirkju kl. 17. Prestur er Bolli Pétur Bolla-
son. Tónlist Matthías V. Baldursson.
DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Prestur er
Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar er organisti og
félagar úr Dómkórnum syngja.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta
sunnudag kl. 20. Stundin hefst í kirkjunni með
stuttri hugvekju og söng. Síðan verður gengin
þægileg kvöldganga um bæinn og staðnæmst
nokkrum sinnum til bæna og ritningarlestra. Á
hverjum áningarstað mun Sigurjón Bjarnason
flytja fróðleiksmola tengda Egilsstaðabæ og
sögu hans. Kaffisopi í kirkjunni í göngulok. Ver-
um velkomin! Sr. Þorgeir Arason sóknarprestur.
FELLA- og Hólakirkja | Helgistund kl. 20. Sr.
Guðmundur Karl Ágústson þjónar. Forsöngvari
er Kristín R. Sigurðardóttir. Organisti er Arnhild-
ur Valgarðsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 15.
ágúst kl. 11 verður kaffihúsamessa í Grafar-
vogskirkju. Kaffihúsamessurnar eru sumar-
messur og verða á sunnudögum kl. 11 út ágúst-
mánuð. Forsöngvari, prestur, organisti og
kirkjuvörður annast þjónustuna. Kaffi og með-
læti.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag
kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar
ásamt messuþjónum. Organisti er Antonía He-
vesi, Kirkjukór Grensáskirkju leiðir almennan
messusöng. Við minnum líka á kyrrðarstund á
þriðjudaginn kemur kl. 12.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöldhelg-
istund sunnudag kl. 20. Prestur er sr. Leifur
Ragnar Jónsson sem þjónar og predikar fyrir alt-
ari. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð-
arkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovisa Guð-
mundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgelsumar í Hallgríms-
kirkju. Orgeltónleikar laugardag kl. 12. Jónas
Þórir leikur á orgelið. Guðsþjónusta sunnudag
kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. For-
söngvarar syngja og leiða safnaðarsöng. Org-
anisti er Björn Steinar Sólbergsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra
Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju
syngja. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
HVALSNESKIRKJA | Sumarmessur á Suður-
nesjum. Sjá Sandgerðiskirkju.
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum |
Sumarmessa í Sandgerðiskirkju sunnudag kl.
20. Njarðvíkurprestakall tekur þátt í sumar-
messunum.
Sjá Sandgerðiskirkja hér á síðunni.
KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund í safnaðar-
heimili Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhann-
esdóttir leiðir stundina og Peter Máté annast
tónlist.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Guð-
björg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar
ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista. Félagar
úr Kór Langholtskirkju syngja við athöfnina og
verða fjögur börn fermd í messunni. Molasopi í
safnaðarheimilinu að messu lokinni.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina
ásamt sunnudagaskólakennurum. Guðsþjón-
usta kl. 20. Regína Ósk og Emil Hreiðar sjá um
tónlistina. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er
Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða
safnaðarsöng. Guðsþjónustan fer fram á Torg-
inu þar sem viðgerðir standa yfir á kirkjunni.
Kaffi á könnunni.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sum-
armessa í Sandgerðiskirkju kl. 20. Njarðvíkur-
prestakall tekur þátt í sumarmessunum.
Sjá Sandgerðiskirkja hér á síðunni.
Sandgerðiskirkja | Sumarmessur á Suður-
nesjum. Síðsumarssælustund kl. 20. Almennur
söngur við gítarslátt sóknarprests, hugvekja og
bæn.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólaf-
ur Jóhann Borgþórsson prédikar. Félagar úr Kór
Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er
Douglas A. Brotchie.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir
Stefánsson er organisti. Þorgils Hlynur Þor-
bergsson guðfræðingur prédikar. Félagar úr
Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðsþjónusta 15.
ágúst kl. 11. Sr. Axel Á Njarðvík annast prests-
þjónustuna. Bjarki Geirdal Guðfinnsson guð-
fræðinemi predikar. Veitingarhúsið Skálholt er
opið í hádeginu, sem og alla daga.
STRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir, er organisti
Ester Ólafsdóttir. Grímuskylda.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Sumarmessur á Suður-
nesjum. Sjá Sandgerðiskirkju.
VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Sunnudaginn
15. ágúst verður formlega opnað sögusvið á Val-
þjófsstað með kynningarathöfn sem hefst þar
við kirkjuna kl 14.
Norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skilt-
um þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu
Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar
frá öndverðu. Allir eru velkomnir að kynningarat-
höfninni en minnum á gildandi sóttvarnareglur
og fjarlægðarmörk. Kaffi í lok dagskrár í boði
sóknarnefndar. Undirbúningsaðilar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garða-
kirkju, alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumar-
messur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11.
Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sumarmessa í Sand-
gerðiskirkju kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í sumarmessun-
um.
Sjá Sandgerðiskirkja hér á síðunni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skálholtskirkja
Messur á morgun
Við á Íslandi búum
við stjórnarskrá þar
sem 48. grein kveður á
um að alþingismenn
séu eingöngu bundnir
við sannfæringu sína,
en eigi við neinar regl-
ur frá kjósendum sín-
um. Ekkert er kveðið
á um það í stjórnar-
skránni að Alþingi eigi
að gæta hagsmuna al-
mennings og engin
kvöð er á alþingismönnum að gera
það. Alþingi er eins og sjálfstæður
heimur inni í samfélaginu sem setur
samfélaginu reglur, dóms- og stofn-
anakerfi án þess að hafa skýrar
lagaskyldur við almenning.
Í 1. grein stjórnarskrárinnar seg-
ir að Ísland sé lýðveldi með þing-
bundinni stjórn, nema hvað að sama
stjórnarskráin afléttir af þingmönn-
um í 48. greininni þeirri skyldu að
halda trúnað og gæta hagsmuna al-
mennings, lýðsins í landinu. Þeir
eiga bara að vinna drengskaparheit
við stjórnarskrána samkvæmt 47.
grein hennar, en ekki þjóðina.
Íslendingar eiga sitt land og ráða
sjálfir hvað þeir gera við það. Í
landinu er lýðræði og þjóðin hefur
ekki afsalað sér neinum rétti til Al-
þingis, engu eignarhaldi eða veitt
Alþingi umboð til að afsala eða ráð-
stafa því sem þjóðin á eða hefur átt.
Alþingi er bara stjórnunar- og lög-
gjafarsamkunda en fer ekki með
eignarhald á þjóðinni. Ekkert full-
trúaþing getur komið saman og sett
þjóðinni afarkosti gegn vilja hennar.
Engin slík heimild er í stjórn-
arskránni né í vitund þjóðarinnar
og mun aldrei verða.
Það er viðurkennt að Alþingi sé
löggjafarsamkunda þjóðarinnar en
það umboð nær bara til að setja
samfélagsreglur en ekki lög sem
kveða á um að afsala eignum þjóð-
arinnar eða afsala af þjóðinni ein-
hverjum rétti eða eignum. Í sjálf-
stæði hennar felst að þjóðin á
Ísland og allt sem Íslandi tilheyrir.
Alþingi getur ekki gefið land Ís-
lendinga né auðlindir eða önnur
réttindi eða sameig-
inleg verðmæti okkar
Íslendinga.
Íslenska stjórn-
arskráin hefur mjög
takmarkaða eða nánast
enga möguleika á
breytingum til batn-
aðar til að bæta stöðu
eða réttindi almenn-
ings ef sú staða kemur
upp að rangt sé gefið í
samfélaginu. Um þau
mál hefur verið tekist
á undanfarin ár í fram-
haldi af málefnum og
málarekstri um nýja stjórnarskrá.
Meðan þjóðin hefur ekki sett skýr-
ari ákvæði í núverandi stjórnarskrá
um vald þjóðþingsins til að fara með
umdeilda málaflokka án þess að
bera það undir þjóðaratkvæði, þá
verður að telja að þjóðþingið hafi
ekkert umboð til að leysa úr eða
fara með umboð í slíkum umdeild-
um málaflokkum.
Fulltrúaþing eins og okkar þar
sem þingið sjálft hefur fríað þing-
mennina því að gæta trúnaðar við
hagsmuni almennings og að þeir
styðjist bara við samvisku sína er
augljóslega komið út fyrir valdsvið
sitt. Þetta eru ekki fulltrúar með
ótakmarkað umboð samkvæmt 1.
grein stjórnarskrár lýðveldisins Ís-
lands sem segir að Ísland sé lýð-
veldi með þingbundinni stjórn. Það
er bara svindl að binda ekki fulltrúa
þjóðþingsins í stjórnarskrá til að
halda trúnað við þjóðina og hags-
muni hennar. Hver slík undanþága
er augljóslega ekki í gildi enda svik
við óskráðan þjóðarsáttmálann og
getur aldrei verið í gildi.
Stjórnarskráin kveður sem sagt
ekki á um að þingið og þingmenn-
irnir virði í hvívetna hagsmuni al-
mennings í landinu. Nær gagns-
laust er að láta þingmennina vinna
drengskaparheit við stjórnarskrá
sem tryggir ekki hagsmuni almenn-
ings og þjóðarinnar. Þjóðþing með
svona stjórnarskrá getur haldið
stjórnarskránni óendanlega í því
formi að ákvæði hennar gagnist fá-
mennum hópi í landinu sem hefur
hagsmuni af því að stjórnarskráin
sé án strangra ákvæða um að þingið
gæti jafnræðis, réttinda og trúnaðar
við almenning í landinu.
Núna er lögbundið í stjórnarskrá,
æðstu lögum þjóðarinnar, að það sé
hægt með löglegum hætti að mis-
muna þjóðinni. Þetta ástand hefur
sundrað þjóðinni og á eftir að valda
miklum erfiðleikum við að leysa
stjórnarfarsleg mál hennar með far-
sælum hætti.
Í Bretlandi hefur þróun stjórn-
arskrárinnar staðið í um 800 ár og
samanstendur af tíu merkum skjöl-
um sem hafa verið samþykkt á
þessum tíma sem ígildi stjórn-
arskrárfyrirmæla. Ekkert eitt skjal
er með stöðu stjórnarskrár heldur
er þetta samsafn samþykktra skjala
sem forma stjórnarskrána auk sam-
félagslegra reglna: „The con-
stitution of the United Kingdom ex-
ists in hearts and minds and habits
as much as it does in law,“ – eins og
spekingarnir orða þetta. Nauðsyn-
legar viðbætur eru samþykktar eft-
ir því sem þjóðin þarfnast til að
tryggja réttlæti og frið með þjóð-
inni en hjá okkur er þjóðþingið nán-
ast í stríði við fólkið með vægast
sagt vafasamt umboð í vasanum.
Núverandi þjóðþing Íslendinga
með þingmenn sem ekki hafa svarið
eið að því að sýna þjóðinni hollustu
hefur ítrekað samþykkt lög og regl-
ur gegn hagsmunum fólksins. Má
þar til dæmis nefna 72. grein stjórn-
arskrárinnar þar sem stendur að
engan megi skylda til að láta af
hendi eign sína nema almennings-
þörf krefji. Þetta ákvæði stjórn-
arskrárinnar var endalaust brotið í
framhaldi af bankahruninu, sem var
einn stærsti skandall þjóðarinnar
og var meira og minna orsakað
vegna laga frá Alþingi. Alþingi
einkavæddi bankana sem í fram-
haldinu stóðu fyrir einu stærsta
bankahruni í heiminum.
Eftir Sigurð
Sigurðsson » Íslendingar eiga sitt
land og ráða sjálfir
hvað þeir gera við það.
Sigurður
Sigurðsson
Höfundur er BSc MPhil
byggingaverkfræðingur.
Stjórnarskrár
Nú líður að næstu
alþingiskosningum og
ljóst virðist vera að
enn muni metmargir
flokkar komast á
þing. Þó er þetta allt
á vissan hátt eins-
leitur hamagangur, af
því þótt ekki vanti
framtíðarsýnina, þá
skortir samt fortíð-
arsýn.
Unnið gegn forgengileikanum
Við erum ekki þjóð sem lifir bara
í núinu; við viljum láta nútímann
enduróma í bakgrunnsbjörgum
okkar litla eyríkis til að stæra okk-
ur eftir mætti. Þó er nú svo komið
að flestir flokkar koma og fara og
svo gott sem allir stjórnmálaleið-
togar okkar hverfa í gleymskunnar
dá á nokkrum áratugum.
Það sem eftir situr þegar við
horfum til baka til síðustu aldar er
því einkum tækniframfarirnar, her-
námið og skáldin; einkum ljóð-
skáldin er fjær dregur. Jafnvel
sjálfstæðistökuferlið er tekið að
fölna.
Við höfum þó reynt að gæða for-
tíðina langvinnum persónutöfrum
með því að minnast skáldanna,
einkum ljóðskáldanna.
Ljóðskáld sem flokks-lukkudýr
Nú væri því ráð ef allir stjórn-
málaflokkarnir okkar í framboðinu
myndu tilnefna hver sitt ljóðskáld
sem sitt lukkudýr til frambúðar. Til
þess að slíkt dygði yrði að vera um
að ræða annaðhvort þekkt ljóðskáld
úr fjarlægri fortíð eða eitt af aug-
ljóslega listrænustu, fegurstu og
flóknustu ljóðskáldum okkar tíma.
Gætu flokkarnir tilnefnt það skáld
sitt sérstaklega á flokksþingi sínu
sem sitt fasta ljóðskáld og nefnt
það síðan jafnan í lok
framboðsræðna. Þann-
ig væru þeir komnir
með sína samspyrðingu
við þjóðlegu eilífðar-
málin.
Sú var tíðin að Sjálf-
stæðisflokkurinn að-
hylltist ljóðskáld í sín-
um sérritum (og í
Lesbók Morgunblaðs-
ins?) og vinstriflokk-
arnir gátu fundið styrk
frá ljóðskáldum TMM
sem bakhjarls, auk
ljóðabókahöfunda vinstripress-
unnar. Og stjórnmálamenn hafa og
lengi haft fyrir sið að vitna í ljóð-
skáld til að krydda boðskap sinn.
Ég legg nú til að minn flokkur,
Sjálfstæðisflokkurinn, þiggi slíkt
tilboð frá mér. En í ljóði mínu sem
heitir Sjálfstæðisflokkurinn lauk ég
máli mínu á þessa leið:
En þið skuluð hins vegar vara ykkur á
því
að þetta allt getur verið frá ykkur
tekið
ef þið vanmetið okkur frjálshyggju-
púkana,
því fátæki heimurinn vill gleypa okkur
í sig
og þá verðum við aftur komin á
nítjándu öldina
eða jafnvel aftur í Söguöldina!
Eftir Tryggva V.
Líndal
Tryggvi V. Líndal
» Það sem eftir situr
þegar við horfum til
baka til síðustu aldar er
því einkum tækni-
framfarirnar, hernámið
og skáldin; einkum ljóð-
skáldin er fjær dregur.
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Ljóðvæðing
stjórnmálaflokk-
anna?