Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
✝
Arnór Gunn-
arsson fæddist
á Sauðárkróki 19.
júlí 1951. Hann
lést á heimili sínu í
Varmahlíð 5. ágúst
2021.
Foreldrar hans
voru sr. Gunnar
Gíslason, prestur,
alþingismaður og
bóndi í Glaumbæ,
f. 5.4. 1914, d.
31.3. 2008, og Ragnheiður Mar-
grét Ólafsdóttir, húsmóðir og
safnvörður í Glaumbæ, f. 13.4.
1915, d. 19.2. 1999.
Systkini Arnórs eru Stefán,
f. 28.2. 1945, d. 15.9. 1996,
Gunnar, f. 27.6. 1946, Ólafur, f.
18.4. 1950, d. 29.4. 2021, Mar-
grét, f. 17.7. 1952, og Gísli, f.
5.1.1957.
Eftirlifandi eiginkona Arn-
Sveitarfélaginu Skagafirði, sem
þjónustufulltrúi landbún-
aðarnefndar, árið 2013 og
starfaði þar til ársins 2021.
Arnór vann ýmis störf fyrir
Seyluhrepp og síðan Sveitarfé-
lagið Skagafjörð. Meðal annars
sat hann í hreppsnefnd 1986 –
1998; var héraðsnefndarmaður
fyrir Seyluhrepp 1994 – 1998;
var fjallskilastjóri úthluta
Seyluhrepps í 24 ár, frá 1986
til 2010; sat í stjórn Búnaðar-
félags Seyluhrepps 1977 –
1986, og í ótal nefndum og
stjórnum er störfuðu á vegum
sveitarfélaganna. Einnig sat
hann í stjórn Ræktunarsam-
bands Norðurlands. Arnór var
félagi í Lionsklúbbi Skaga-
fjarðar.
Útförin fer fram frá Glaum-
bæjarkirkju 14. ágúst 2021 kl.
14. Streymt verður frá athöfn-
inni, stytt slóð:
https://tinyurl.com/ybaeskb7
Hlekk má einnig nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Athöfninni verður auk þess
útvarpað á staðnum á tíðninni
FM 107,2.
órs er Ragnheiður
Sövik, f. 26.7.
1953. Þau gengu í
hjónaband 10.7.
1976. Synir þeirra
eru Óskar Arn-
órsson, f. 30.3.
1976, og Atli
Gunnar Arnórsson,
f. 12.3. 1979, sam-
býliskona Kristvina
Gísladóttir, f. 1.3.
1975. Börn þeirra
eru Leó, f. 2003, Lydía, f. 2005,
og Arnór Gísli, f. 2016.
Arnór ólst upp í Glaumbæ í
Skagafirði, útskrifaðist með
búfræðipróf frá Bændaskól-
anum á Hvanneyri 1970, og hóf
búskap í Glaumbæ II árið 1977.
Hann rak þar kúabú til ársins
2012 en seldi þá bróðursyni
sínum jörðina og flutti í
Varmahlíð. Hann hóf störf hjá
Í dag kveðjum við Arnór,
föðurbróður okkar, eftir erfiða
og langa baráttu við krabba-
mein. Það er stutt stórra högga
á milli fyrir systkinin úr
Glaumbæ, því einungis eru örfá-
ir mánuðir síðan við kvöddum
Óla, bróður þeirra, í Glaumbæj-
arkirkju í Skagafirði, í maí á
þessu ári. Það var því miður orð-
ið ljóst þá hvert stefndi hjá
Arnóri og kom ekki á óvart að
hann hafi kvatt þessa jarðvist
stuttu á eftir Óla, enda voru þeir
bræður mjög nánir og rétt rúmt
ár á milli þeirra í aldri.
Við systkinin vörðum öllum
okkar sumrum í Skagafirði á ár-
um áður, aðallega í Glaumbæ og
Varmahlíð hjá afa og ömmu, en
við vorum einnig mikið hjá
Arnóri og Ragnheiði í Glaumbæ
II. Arnór kenndi okkur margt í
gegnum tíðina, þar sem við feng-
um öll að spreyta okkur sem
„vinnumenn“ hjá honum yfir
mismunandi tímabil. Þar lærð-
um við til verka í fjósinu, sinnt-
um heyskap og ýmsum öðrum
verkum á bænum. Þess á milli
var ærslast og leikið sér í sveit-
inni eins og börnum og táning-
um er einum lagið. Arnór hefur
örugglega oft þurft ærlega á þol-
inmæðinni að halda með húsið
fullt af börnum á ýmsum aldri.
Alltaf var þó vel að okkur hlúð í
Glaumbæ II og eigum við góðar
minningar um vist okkar hjá
Arnóri, Ragnheiði, Óskari og
Atla.
Arnór gat virst hrjúfur á yf-
irborðinu og gaf lítið fyrir til-
finningasemi, en undir niðri bjó
barngóður og örlátur maður,
sem þótti virkilega vænt um
fólkið sitt og reyndist okkur vel.
Við erum þakklát fyrir allt sem
hann færði okkur og kenndi í
gegnum tíðina. Minningin um
mætan mann og kæran frænda
lifir með okkur um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku Arnór.
Gunnar, Helga Kristín,
Arnór og fjölskylda.
„Ég kem með!“
Svo mörg voru þau orð þegar
Arnór svaraði kalli mínu eftir tíu
mínútna umhugsun þegar ég
spurði hann fyrir fáeinum árum,
þar sem hann var staddur um
borð í Norrænu, hvort hann
væri til í að koma með mér, og
bláókunnugri konu að auki, í
fjögurra vikna ferð með Síb-
eríulestinni. Arnór var nefnilega
ekki maður margra orða eða
málskrúðs, en þau voru vel valin
og stóðu.
Við fyrstu kynni virkaði Arn-
ór á marga sem hrjúfur og ekki
sérlega aðgengilegur, en undir
því þunna yfirborði var ákaflega
vel gefinn, hjartahlýr, hjálpsam-
ur húmoristi, sem naut sín betur
í fámenni en fjölda. Hann tran-
aði sér aldrei fram en valdist til
ábyrgðarstarfa vegna mann-
kosta sinna, vék sér ekki undan
skyldum og leysti erfið mál af
réttsýni. Hann langaði upphaf-
lega til að verða dýralæknir, fór
á Hvanneyri, en örlögin höguðu
svo að hann sneri heim, byggði
upp í Glaumbæ 2 og bjó góðu búi
í áratugi.
Kunningsskapur okkar hófst
sumarið góða sem ég var í Há-
túni 1986 en þróaðist í trausta
vináttu eftir að ég flutti að
Löngumýri fyrir tuttugu árum.
Hann var þar tíður gestur með
Lionsklúbbi Skagafjarðar, mik-
ilvægum þætti í lífi hans sem
einn af stofnfélögum. Er með
ólíkindum hve stór skörð hafa
verið höggvin í þann hóp á réttu
ári. Ragnar, Eymundur, Þórólf-
ur og nú Arnór, gegnheilir menn
á besta aldri, leiftrandi af fé-
lagsanda og manngæsku.
Ég mun sakna símtala, gagn-
kvæmra greiða, kaffisopa eða
hádegissnarls. Og það var fleira.
Við Arnór fórum saman í hesta-
ferðir, gengum æðarvarpið á
Hrauni, fórum með Agnari á
Miklabæ á ritlistarnámskeið og
svona mætti telja, en vissulega
stendur upp úr lestarferðin til
Kína. Að deila klefa, herbergi og
jafnvel rúmi í fjórar vikur og
teysta hvor á annan í framandi
umhverfi án árekstra er ekki
sjálfgefið, en var ævintýri sem
við öll nutum. Ekki eina ævintýri
Arnórs því engan annan þekki
ég sem hefur gengið Jakobsveg-
inn, ferðast með Síberíulestinni
og sjatlað fjallskilamál út að
austan. Það var gott að vera í
návist þessa dula manns og ég
held að hann hafi jafnvel hleypt
mér nær sér en mörgum öðrum.
Þetta skilja þeir félagar hans
Jón Berndsen og Allan sem ferð-
uðust með honum ríðandi um
árabil og Allan sem gekk Jak-
obsveginn með Arnóri. Það var
þegar Allan stakk upp á göngu-
ferðinni sem Arnór ákvað að slá
ekki framar á frest þeim tæki-
færum sem bjóðast því enginn
veit hvenær það er of seint. Slík-
an þankagang er okkur öllum
gott að hafa í huga. Þegar veik-
indin ágerðust að nýju hvatti ég
hann til að gera allt sem hann
langaði til. Hann svaraði: „Ég er
búinn að því öllu nema einu.“ Nú
hvað er það? „Mig langar til að
sjá nafna fermast.“ Því miður
tókst það ekki. Sjúkdómurinn
ágerðist í byrjun árs og sam-
hliða varð Arnór fyrir miklu
höggi við bróðurmissinn, jafn
nánir og þeir Óli voru. Hann
kvaddi þegar hlýtt ágúströkkrið
hjúpar Langholtið og Hólmurinn
breytist í dúnsæng um lágnætt-
ið.
Elsku Ragnheiður, Óskar,
Atli Gunnar, Kristvina og börn,
systkini og ástvinir allir.
Hjartans samúðarkveðjur til
ykkar allra. Guð blessi góðan
dreng.
Gunnar Rögnvaldsson.
Ég finn mikla þörf hjá mér að
setja nokkur orð á blað við frá-
fall vinar míns Arnórs Gunnars-
sonar, er lést langt fyrir aldur
fram.
Leiðir okkar lágu nokkuð
snemma saman þótt aldursmun-
ur væri 15 ár en það var þegar
hann var í barnaskólanum í
Varmahlíð á heimavist hjá okkur
Þóru. Við rákum þá veitinga-
staðinn í Varmahlíð. Arnór var
snemma tápmikill og skemmti-
legur strákur. Snemma fór hann
að hjálpa til við búskapinn hjá
foreldrum sínum í Glaumbæ og
ungur eignaðist hann hest og fór
í sínar fyrstu göngur undir
handleiðslu Dúdda á Skörðugili.
Síðar með honum í ótal smöl-
unartúra utan gangna í Staðar-
fjöllum, m.a. var hann til staðar
þegar smala þurfti fyrir Pálínu á
Skarðsá. Sagði hann mér stund-
um frá ýmsu úr þeim smölunum,
sem gladdi hugann með góðum
minningum. Já, árin liðu og Arn-
ór gerðist bóndi og fjölskyldan
eftir að hann og kona hans,
Ragnheiður Sövik, stofnuðu ný-
býlið Glaumbæ II, árið 1977, úr
landi prestsetursins í Glaumbæ.
Þar bjuggu þau góðu búi til 2012
er þau fluttu að Laugarvegi 3 í
Varmahlíð. Eins og að framan
greinir hafði Arnór yndi af hest-
um og kom sér upp góðu hest-
húsi er hann byrjaði sinn búskap
og tamdi hesta sína þar heima.
Eftir að hann hætti búskap var
hann mjög virkur í hestaferðum
með félögum sínum.
Samskipti okkar Arnórs voru
margvísleg í ýmsum félagsmál-
um og báru jafnan merki trausts
og heiðarleika, sem ætíð ein-
kenndi hann. Við störfuðum
saman í ýmsum félögum, s.s.
búnaðarfélagi, fjallskilamálum
o.fl. Þá störfuðum við saman í
hreppsnefnd Seyluhrepps í 12 ár
og fyrir það samstarf vil ég sér-
staklega þakka og hans góðu rit-
arastörf og margvíslegan stuðn-
ing og góð ráð. Arnór starfaði
sem fjallskilastjóri fyrir úthluta
Seyluhrepps í 24 ár, bæði fyrir
og eftir sameiningu sveitarfélaga
í Skagafirði. Hann fór ófáar
ferðir í Staðarfjöllin, bæði sem
gangnamaður og ekki síst eftir
að göngum lauk. Var þá að
sækja skepnur sem urðu eftir í
lögboðnum göngum og hafði þá
sér til fylgdar oft fjallskilastjóra
úr nágrannasveitarfélagi og
fleiri góða félaga.
Fjallskilastjórastörfum skilaði
Arnór með sóma eins og öllu því
sem hann tók að sér í samfélag-
inu.
Margar ánægjustundir liðinna
ára koma upp í hugann þar sem
húmor og orðheppni Arnórs
naut sín. Við fórum margar ferð-
ir saman til skoðunar á óskil-
ahrossum vítt um fjörðinn, sem
stundum leiddi til opinbers upp-
boðs - og stundum fengum við
skemmtilega fylgdarmenn.
Arnór var einn af þeim góðu
drengjum sem setja sterkan svip
á samfélagið með störfum sínum
og framkomu - slíkir menn eru
aldrei of margir meðal okkar
samferðamanna og því sár sökn-
uður og eftirsjá að þeim er þeir
eru burt kallaðir.
Arnór var einstaklega hjálp-
samur, sama hver átti í hlut. Var
alltaf reiðubúinn að koma og
hjálpa t.d. okkur á Grófargili ef
eitthvað stóð til, s.s. hrossastúss
og fleira. Þá sagði hann jafnan:
Já, ég kem.
Ég kveð þig nú góði vinur
með þakklæti og eftirsjá í huga
fyrir samfylgdina og þín góðu
störf. Minningin lifir um góðan
dreng.
Ragnheiði, Óskari, Atla Gunn-
ari og fjölskyldu sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurður Haraldsson.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju kæran vin, Arnór Gunn-
arsson, sem lést um aldur fram
5. ágúst sl.
Bóndastarfið varð hans
starfsvetvangur mesta hluta æv-
innar, en er hann brá búi gerðist
hann starfsmaður landbúnaðar-
nefndar sveitarfélagsins. Þar var
hann á heimavelli og því starfi
sinnti hann með afbrigðum vel
eins og hans var von og vísa.
Hann var glöggur á umhverfi
sitt, vel læs á náttúruna og unni
henni.
Arnór var dulur maður um
eigin hagi, hæglátur og traustur,
en fullur af gáska og húmor á
góðri stundu. Allt frá því að við
urðum nágrannar hafa sam-
skiptin verið náin og vináttan
orðið traust.
Það var mér ómetanlegt að
eiga hann að í starfi og leik.
Tómlegt verður að hafa hann
ekki í stólnum sínum í hesthús-
inu, þar áttum við okkur athvarf
og stundirnar þar gæðastundir.
Þar voru mál krufin og á stund-
um djúpt kafað. Svo þurfti ekki
alltaf orð.
Barnabörnin okkar áttu í
Arnóri vin, við þau talaði hann á
jafnréttisgrundvelli og mátu þau
hann mikils. Einn af sameigin-
legum snertiflötum í tilveru okk-
ar voru lengri og skemmri
hestaferðir sem við fórum í á
hverju sumri ásamt vini okkar
Sveini Allan. Upphafið að þess-
um ferðum bar að með sérstök-
um hætti, en það er önnur saga.
Fyrsta langa ferðin okkar var
2001, árið sem við strákarnir
urðum fimmtugir. Síðan fórum
við árlega saman, þvældumst
víða og án teljandi óhappa.
Fyrir nokkrum árum greind-
ist Arnór með krabbamein sem
farið var að bíta illilega síðasta
árið. Síðustu vikurnar voru erf-
iðar en fjölskyldan stóð sem
klettur að baki honum. Með ein-
stakri umhyggju gerðu þau hon-
um kleift að vera heima til
hinstu stundar. Ég veit að það
mat hann mikils.
Kæri vinur þessi fáu minning-
arorð fylgja þér úr hlaði, aðeins
eru stuttlega rifjuð upp kynni
við gegnheilan vin. Elsku Ragn-
heiður, þér og fjölskyldunni allri,
sendum við Elín hugheilar sam-
úðarkveðjur. Það er bjart yfir
minningunni um góðan dreng.
Jón Örn Berndsen.
„Mínir vinir fara fjöld“ Þessi
orð Bólu- Hjálmars komu mér í
hug þegar ég frétti lát góðs vin-
ar, Arnórs í Glaumbæ. Kynni
okkar Arnórs hófust er við vor-
um í hópi margra góðra manna,
sem stofnuðu Lionsklúbb í fram-
anverðum Skagafirði; Arnór var
þar sem annars staðar góður og
starfssamur félagi. Um svipað
leyti vorum við kosnir í stjórn
Slátursamlags Skagfirðinga og
sátum þar í um tíu ár. Þar gekk
á ýmsu og þá var gott að eiga
Arnór að, hann var alltaf tilbú-
inn að standa við erfiðar ákvarð-
anir, aldrei að skorast undan.
Arnór byggði bú í Glaumbæ
II frá grunni, ræktaði tún,
byggði bæ og fjós og bjó ágætu
kúabúi. Hann sagði stundum að
sinn draumur hefði verið að búa
í afskekktum dal, með sauðfé,
hitta fáa, eiga góðan hund og
hesta og svo brosti hann þessu
óræða brosi og smáhló.
Arnór seldi frænda sínum bú-
ið fyrir líklega tíu árum og vann
eftir það hjá Sveitarfélaginu
Skagafirði og sinnti málum er
vörðuðu landbúnað, þarna var
hann algjörlega á heimavelli og
ávann sé virðingu, eins og
reyndar alls staðar þar sem
hann kom að málum. Arnór
eignaðist lítinn afadreng og
nafna fyrir nokkrum árum og
varð hann lífsljósið hans.
Arnór sagðist helst vilja vera
heima, en þó fór hann og gekk
Jakobsveginn, fór með Síb-
eríuhraðlestinni til Mongólíu, til
Færeyja með Norrænu og til
fleiri landa.
Arnór átti góða og duglega
hesta, naut þess að ríða út í
fylgd góðra vina. Hann hafði
gaman af að ríða til fjalla að
hausti og smala fé og gerði það
næstum alla sína tíð.
Arnór var kirkjunnar maður,
ævinlega sat hann í sínum bekk í
heimakirkju sinni á Glaumbæ.
Arnór taldi að þjóðkirkjan ætti
enn erindi við þjóðina.
Arnór var ótrúlegur húmor-
isti, hann var ekki sá maður sem
notaði mörg orð, en sá maður
sem notaði orð svo listilega að
þau verða óborganleg. Mér
finnst við hæfi að nefna eitt:
Fyrir nokkrum árum fórum við
mörg ríðandi til messu að Ábæ í
Austurdal. Ræðu flutti Einar
Guðfinnsson og mærði dalinn og
fegurð hans óskaplega fallega.
Þegar þeir Arnór og hann voru
að leggja á, snýr Arnór sér að
Einari og segir: „Einar, það
væri gaman að sjá þennan dal,
sem þú varst að tala um.“
Fjölskyldu Arnórs sendi ég
samúðarkveðjur.
Ég sé hann fyrir mér leggja á
þann blesótta og ríða á vit þeirra
fjalla þar sem fegurðin ein ríkir.
Ég fel Arnór þeim Guði er sólina
skapaði.
Agnar á Miklabæ.
Í dag kveð ég góðan vin. Vin
sem breytti lífi mínu. Ef við
hefðum ekki rekist hvor á annan
og náð saman þá hefði líf mitt
orðið eitthvað allt öðruvísi.
Hvanneyri var staðurinn og heit-
kona hans var frá Blönduósi.
Þetta var upphaf að farsælli veg-
ferð minni gegnum lífið. Arnór
hinn ungi frá Glaumbæ í Skaga-
firði var á álíka stigi í lífsgleði og
ég. Blönduós var staðurinn sem
ól af sér fallegar og vel gerðar
konur og var Ragnheiður heit-
kona Arnórs ein þeirra. Þau
komu mér í skilning um þetta
með því að kynna fyrir mér kon-
una sem ég hef búið með í næst-
um 45 ár. Fyrir þetta er ég
þakklátur og hef átt vináttu
þeirra hjóna óskaddaða gegnum
súrt og sætt. Það er margs að
minnast gegnum tíðina og nægir
að nefna reiðtúra, einkatónleika
í Glaumbæjarkirkju, ótal ferðir
milli Hvanneyrar og Reykjavík-
ur á fólksvagnsbjöllunni og svo
framvegis. Arnór var ekki hávær
í samskiptum þess þurfti hann
ekki því hinn hnífskarpi húmor
hans tryggði honum ávallt sess í
umræðunni. Hann var næmur á
samferðamenn sína og kunni að
segja frá þeim svo eftir var mun-
að. Þessi fátæklegu orð eru hér
sett á blað til þess að minnast
góðs vinar, þakka fyrir trygga
og góða vináttu. Arnór var góður
maður sem gerði heiminn betri.
Ragnheiði og sonum þeirra Arn-
órs svo og ástvinum öllum sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Hvíl í friði kæri vinur
og blessuð sé minning þín.
Jón Sigurðsson.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Höf: Bjarni Stefán Konráðsson)
Takk fyrir allt, elsku afi.
Arnór Gísli, Lydía og Leó.
Arnór
Gunnarsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
BERGÞÓRA BACHMANN
FRIÐGEIRSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. ágúst.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík
þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 13.
Baldur Magnús Stefánsson
Stefán Rúnar Baldursson
Friðgeir Magni Baldursson Björg Pétursdóttir
Egill Brynjar Baldursson Halla Arnar
Eyrún Þóra Baldursdóttir Bachmann
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn